Skírnir - 01.01.1983, Síða 117
SKÍRNIR
111
TVEIR HÖFUNDAR EGILS SÖGU
sem hann fékk snuprur fyrir af Skalla-Grími, þegar Egill greiddi
honum ekki sonargjöldin.
Af stórýktum afreksverkum Egils er þá raunar aðallega eftir
að geta Vermalandsferðar lians. Þá tekur í hnjúkana. Þá er það
fyrst heldur óblíð meðferð á Ármóði garminum skegg, að þeysa
spýju sinni í andlit honum, hnykkja honum síðan morguninn
eftir á stokk fram og sníða höfuðprýðina af honum við hökuna.
Og svo sem til bragðbætis krækir hann úr honum annað aug-
að, svo að úti lá á kinninni. Er von að manninum rynni í
skap? Frásögnin á fyrst og fremst að sýna, að Egill hafði Ármóð
grunaðan um svikráð við sig, eins og síðar kom raunar fram.
Við tökum eftir, að í þessari frásögn liggur nokkur gamansemi
frá höfundi II, að vísu nokkuð gróf, en athuga ber, að þetta var
næsta algeng og gjaldgeng vara á miðöldum, einkum hinum síð-
ari, og liöfðu menn sem á hlýddu hina mestu skemmtun af.
Úr því að við höfum staldrað við kímnina eða gamansemina
í síðari hluta Egils sögu, þá er ekki úr vegi svona í framhjá-
hlaupi að minnast á slæðurnar, sem voru ytra tákn frægðar hans
erlendis, en Þorsteinn hvíti, sonur Egils, tók með vitorði móður
sinnar úr kistu Egils að lionum forspurðum, gekk í við lögbergs-
göngu, en þar sem liann var minni en faðir hans, urðu þær saur-
ugar að neðan, svo að spillt var slæðunum, þ.e. á nútímamáli:
þær voru aftur lagðar í kistuna óþvegnar. Þegar Egill uppgötvar
það, yrkir hann 55. vísu, sem talin er ófölsuð og gæti verið það,
þó nokkuð ungleg sé að formi til. Fleiri slíkra smáþátta má geta,
svo sem hlutar Egils í viðureign þeirra Þorsteins og Önundar
sjóna í landamerkjaþrætunum og eins þar sem sagt er frá gamal-
menninu Agli, þar sem þessi mikla kempa varð að þoka frá eld-
inum að skipun griðkvenna, lá því sem næst fyrir hunda og
manna fótum, og yrkir sjálfur um það blautlega vísu. Þessar
stuttu sagnir stafa að sjálfsögðu ekki frá Agli sjálfum. Hann
mundi ekki hafa óskað sér slíks orðstírs.
Hér skal numið staðar í bili og haldið áfram Vermalandsferð.
Þá er að minna á gamalt minni úr Sigurðar sögu Fáfnisbana,
hans hárbeitta sverð í bókstaflegum skilningi, þar sem hann
heggur steðjann í tvennt með sverði sínu og síðar ullarlagð í
lygnum straumi Rínar. Sverðið Egils hlýtur að hafa verið jafn-