Skírnir - 01.01.1983, Qupperneq 118
112
SVEINN BERGSVEINSSON
SKÍRNIR
beitt, eða eins og besta rakvélarblað, úr því að hann gat sniðið
skeggið með því af Ármóði, gestgjafa sínum, við liökuna. Varla
hefur hann farið að saga það af honum, í hæsta lagi höggið það
af honum við stokkinn, þó að höf. II hafi þótt fara betur á því,
að hann hafi sniðið það af honum. Það er því engin furða, þó
að Ármóður skegg hafi haldið fast við ákvörðun sína, að senda
húskarla sína í skóg og ófærð til að sitja fyrir Agli og mönnum
hans, sem vinir hans gátu reyndar afstýrt. En Arnviður jarl vildi
raunar líka ná aftur skattinum, sem hann hafði greiddan Agli.
Hann kallar til sín bræður tvo, sem hvortveggi hét Úlfur. Þeir
fara með þrjátíu manns eftir Agli fáliðuðum og sitja fyrir hon-
um, þar sem Egill þarf að fara upp kleif, og ráðast að honum
bæði að neðan og ofan frá bjarginu. Egill er varaður við, að
rnenn séu í skóginum, sem vilji finna þá.
Og Egill væri ekki hetja, ef hann liefði látið aftra sér frá för
sinni, þótt við ofurefli væri að etja. Og þegar þeir koma þar
í skóginum, sem þeir sjá spor manna og hesta, þá mælti Egill:
„Nú þykki mér vera mega, at Álfr hafi satt sagt, skulu vér nú
búask um, svá sem oss sé ván, at fundr várr muni verða.“ Nú
er Egill ekki hnipinn, eins og þegar hann þarf að biðja sér
konu. Það er eins og hann gangi á gleðifund. Á sömu bls. segir:
„Egill tók hellustein mikinn ok lagði fyrir brjóst sér ok kviðinn;
síðan rábendi hann þar at tauginni (það hefur alltaf þótt góð-
ur siður á íslandi að hafa með sér snærisspotta í ferðalögum)
ok vafði henni sívafi ok bjó svá allt upp um herðarnar. Eptir
þat fara þeir leið sína.“ (235)
Síðan er lýst Eiðaskógi, sem er mörk stór. Og Egill gengur
fyrir þeim með liellustein mikinn fyrir brjósti og kviði. Annar
hlutur er, hvort gott er að finna slíkan hellustein í Eiðaskógi
í snjó og ófærð. En framhaldið er þetta: Þeir koma að kleifinni,
sem Egill vill endilega fara upp, en ekki lengri leiðina fyrir
hálsinn, og þá ráðast fyrirsátsmenn að þeim að aftan. (Við verð-
um að hugsa okkur dimman skóg). Aðrir grýta þá ofan af liamr-
inum. Egill brýst einn upp kleifina með hinn mikla hellustein
framan á sér og voru þar fyrir átta menn. Egill vó þá alla.
Sumir jarlsmenn flúðu. En Úlfur kallar menn sína saman, og
ráðast þeir enn að Agli og drap hann þar einn ellefu menn.