Skírnir - 01.01.1983, Síða 120
114
SVEINN BERGSVEINSSON
SKÍRNIR
við ok svalg stórum, ok var þat í dýrshorni. Þá mælti Þorgerðr:
„Nú eru vit vélt; þetta er mjólk.“ Þá beit Egill skarð ór horninu,
allt þat er tennr tóku, ok kastaði horninu síðan.“ (kap. 78, bls.
245). En þetta var góður formáli að Sonatorreki, þótt skáldsltap-
ur sé. Maður þarf ekki að vera á sextugsaldri eins og Egill, en
hver maður, þótt yngri sé, getur bitið skarð úr dýrshorni, allt það
er tennur taki? Auðséð er, að þessar frásagnir síðari hlutans eru
gerðar út frá skemmtunar sjónarmiði, en ekki vegna innlifunar
í atburði og örlög Egils eins og í fyrri hlutanum.
Ég hef minnst á nokkur algeng minni. Undir það fellur, að
þeir feðgar Skalla-Grímur og Egill fela silfur sitt og drepa þræl-
ana. Aftur á móti hefur þykktin á höfuðskel Egils upp úr
kirkjugarðinum á Hrísbrú kviknað af ímyndunarafli fólks um
liinn mikla mann. Slíkar sögur þykja skemmtilegar og sennilegri
en sjálfur sannleikurinn enn þann dag í dag.
Um rúnalækning Egils hjá Þorfinni bónda við Eiðaskóg, er
hann skóf af ástarrúnir, sem ollu veikindum Helgu dóttur
bónda, og risti á lækningarúnir, sem gerðu hana heila, þarf ekki
að fjölyrða né heldur vísu Egils í þessu sambandi: Skalat maðr
rúnar rísta —.
Þetta er hreinn skáldskapur höf. II, en ekki Egils. Elins ber
þó að geta, að þessi vísa minnir á mátt rúnanna í fyrri hlutanum
hjá Atleyjar-Bárði (109). Ég vitna í nokkrar línur mönnum til
glöggvunar:
Dróttning ok Bárðr blönduðu þá drykkinn ólyfjani ok báru þá inn; signdi
Bárðr fullit, fekk síðan ölseljunni, færði hon Agli ok bað hann drekka. Egill
brá þá knífi sínura ok stakk í lófa sér; hann tók við horninu ok reist á rúnar
ok reið á blóðinu. Hann kvað:
Rístum rún á horni —
Hornit sprakk í sundr, en drykkrinn fór niðr í hálm.
Þessi vísa er eins og hin rimlausa, þ.e. ungleg. Merkilegt að
Sievers og Wieselgren hafa talið hana ófalsaða. En báðar rúna-
vísurnar eru ekki líkar skáldskap Egils. En sagan um rúnirnar á
horninu hjá Atleyjar-Bárði í fyrri hlutanum er að því leyti
sennilegri, að Egill getur hafa skorið hornið í sundur með hníf
sínum. Þeir sem telja vísuna ófalsaða gera því skóna, að hinn
goðlausi maður, Egill (aldrei er talað um hof hjá Mýramönnum)