Skírnir - 01.01.1983, Síða 121
SKÍRNIR TVEIR HÖFUNDAR EGILS SÖGU 115
hafi trúað því, að tíu ristnir launstafir hafi fengið „lauka lindi
oftrega". Og eitt af því ótrúlegasta, sem þeir Sievers og Wiesel-
gren liafa sett á letur, er að telja vísuna: Það mælti mín móðir —
ófalsaða. Þannig ortu menn ekki á uppvaxtarárum Egils. Og
börn tala og gera aðeins það, sem fyrir þeim er haft. Sagan um
Egil, að lækna Helgu bóndadóttur, er því mun ótrúlegri en sag-
an um Egil og Atleyjar-Bárð, þótt ekki verði hjá því komist, að
þar og víðar í sögum eru gömul minni um að halda fast að
mönnum drykkinum. Til þess hefði þurft meiri liáttar brugg-
hús. En þetta mikluðu menn fyrir sér, líka höf. I í þættinum
um Atleyjar-Bárð. £g kem aftur að vísunni: Skalat maðr rúnar
rísta — í 5. og 6. línu stendur
sák á telgðu talkni
tíu launstafi ristna —
í sögunni stendur, að Egill og ef til vill Þorgerður Egilsdóttir
hafi kunnað rúnir. Yngri rúnir tóku við af þeim eldri, svoköll-
uðum fuþark, á sjöundu öld. Á tíundu öld var ekki ýkja mikið
af rúnum, sem varðveist hafa, og engilsaxneskar rúnir áttu ekki
við íslensku. Hafi Egill kunnað á rúnir, þá var það list, jafnvel
öllu fremur en skáldskapur. Og þá gat Egill illmögulega talað
um launstafi, þeir voru að vísu töfrar, sem fáir eða engir skildu,
nema sá sem risti þá auk Egils! Og hvernig koma skíði hvala
allt upp í Eiðaskóg? Ég finn enga aðra skýringu en þá, að hér
sé um hreinan skáldskap að ræða.
Það er engin ástæða til að teygja lengur úr þessum athugun-
um. Formlega skiptir um við byrjun 57. kafla. Þá er tíðarteng-
ingin „ok er —“ alls ráðandi eins og „en er —“ í fyrri hluta. Ég
gekk út frá forminu í þessum athugunum, sem styðst við tölu-
lega rannsókn. Efnislega er þar líka um mörk að ræða. Frásögnin
verður bæði skáldskaparkenndari, ýktari, í ætt við riddarasögur,
og grófari og bendir til síðari tíma, jafnvel um og eftir 1250,
sem þeta-hxoúÍS er ársett. Þessi höf. II er frjálsari í efnismeðferð
og skemmtilegri á miðaldavísu, en hafði góðar og miklar sagnir
frá Mýramönnum og öðrum. Frá þeim hefur hann það, að Egill
var frægur víkingur og skáld, en hann var ekki að sama skapi
vandur að heimildum, sem voru ekki allar Agli til liróss, og þá
var ekki mikill vandi fyrir óskyldan mann Agli að bæta dálitlu