Skírnir - 01.01.1983, Side 122
116
SVEINN BERGSVEINSSON
SKÍRNIR
við, jafnvel yrkja inn í vísur, sem heldur var ekki óþekkt fyrir-
bæri á ritöld.
Höfundur II er sem sagt allmiklu fjær sögupersónunni, Agli
Skallagrímssyni, en höf. I, sem skráð hefur meiri hluta Egils
sögu og hefur haft frásagnir beint frá ættmönnum hans. Höf. II
virðist byggja meira á almennum þjóðsögum um Egil, eftir að
höf. I var heftur á einhvern hátt við að ljúka við söguna, og
hefur því farið frjálslegar með efnið. Gert úr Agli ofurmenni
í kímnistíl.
Að síðustu lítið atriði, sem bendir þó í sömu átt. Egill átti
sverðið Naður, sem liann komst að á víkingaferðum sínum á
Kúrlandi, „var þat it besta vápn“. Þrisvar er minnst á þetta
sverð í fyrri hluta sögu, en einu sinni í síðari hluta. Það er
þegar hann gengur á liólm við Ljót bleika. Þar stendur á bls.
204:
Egill hatði skjöld þann, sem hann var vanr at hafa, en hann var gyrðr
sverði því, er hann kallaði Naðr, en hann hafði Dragvandil í hendi.
Dragvandil erfði Egill eftir Þórólf bróður sinn eftir fall lians
á Vínheiði. En hér er sverðið Naðr nefnt eins og það hefði aldrei
komið við sögu áður. Var þetta gleymska höf. I eða hafði höf.
II ekki kynnt sér þetta nánar? — Ég veit, að í Egils sögu er enn
mörgum spurningum ósvarað. £g hef varpað nokkrum fram og
bent á atriði, sem benda formlega og efnislega til tveggja höf-
unda Egils sögu.
ATHUGASEMD
Eftirfarandi ívitnun í íslendu Benedikts Gíslasonar frá Hofteigi las ég
fyrst eftir að ritgerð þessi var samin.
„Ýmislegt er röklaust í Egilssögu í fyrra hluta bókarinnar, aftur að kap. 57
(G.J.) (Guðna Jónssonar) og landadeilur Önundar og Egils á dögum Eiríks
blóðöxar, er hvorki Berg-Önundur né aðrir bændur áttu lönd í Noregi. Það
er að minnsta kosti vist, að þá sögu skrifar ekki Snorri Sturluson. Sagan er
auðug af fjarstæðum, eins og venjulegar riddarasögur, og ber í ýmsu um
efnismeðferð frá öðrum eða flestum íslendingasögum."
Þessi skoðun B.G. er algerlega óháð minni túlkun. Því merkilegra er, að
skipting hans í fyrri og síðari hluta er sú sama og min: milli 56. og 57. kafla,
í miðjum kaflanum um Berg-Önund, að visu út frá nokkrum öðrum for-
sendum (tengingar ekki rannsakaðar). En skýring hans á efnisatriðum er
svipuð.