Skírnir - 01.01.1983, Page 126
120
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SKÍRNIR
II
Þegar siðfræðin er slitin úr sögulegu samhengi leiðir það
gjarnan til ógagnrýninnar og grunnfærinnar afstöðu til siðferð-
isins í heild. Bæði siðfræðikenningar og siðferðilegt líf standa
jafnan í nánum tengslum við aðra þætti samfélagsins hverju
sinni. Þessi tengsl hverfa í skuggann þegar siðfræðileg orðræða
snýst eingöngu um skoðanir einstaklinga og röksemdir þeirra
um lögmál mannlegrar breytni, óháð öllum sögulegum aðstæð-
um. Það má, til dæmis, ekki líta framhjá þeirri staðreynd að
siðfræði Humes er einungis eitt innlegg í langa sögu siðfræðinn-
ar og verður alls ekki skilin nema í Ijósi hennar. Heimspeki
Humes er um flest skilgetið afkvæmi nýaldar sem einkenndist
af byltingu þeirrar heimsmyndar sem var ríkjandi á miðöldum
og oft er kennd við Aristóteles. Að miklu leyti var hér um mikil-
væg skref til frelsunar mannsandans að ræða, lausn undan oki
þeirra hefða og hugsunarháttar sem hafði hneppt menn í fjötra
kreddu og kennivalds. Einstaklingurinn, hin hugsandi sjálfs-
vera, var leystur frá kvöðum hinnar lrnígandi heimsmyndar og
hafinn á stall gagnrýninnar hugsunar, sem sótti fyrirmynd sína
til efahyggju og áreiðanleika hinna nýju vísinda. í flestum
fræðurn hófst leit að traustum grunni þekkingar og aðferð til
þess að tryggja öruggar og óyggjandi niðurstöður. Hvaðeina
varð að lúta hinni óvægu kröfu nýrrar, vísindalegrar skynsemi.
Þessi breytta staða mannsins í heiminum hafði mjög afdrifa-
ríkar afleiðingar fyrir siðfræðina. Flestum þeim leiðum sem
farnar höfðu verið til þess að réttlæta siðferðilegt líf og skýra
siðferðileg hugtök var nú hafnað og nýrra leitað í ljósi breyttra
hugmynda um mann og heim. Siðfræði Aristótelesar er óað-
skiljanlegur hluti af frumspekikerfi hans í heild, þar sem maður-
inn eins og allt annað á sér náttúrlegan, skynsamlegan tilgang.
Siðfræðin miðast við að hjálpa manninum að rækja hið náttúr-
lega hlutverk sitt að öðlast fullan þroska sem siðgæðis- og félags-
vera. Með nokkurri einföldun má segja að það sem þannig á
sér náttúrlegan stað í hugtakakerfi Aristótelesar öðlist síðar yfir-
náttúrlega réttlætingu í kristinni trú, þar sem siðaboðin njóta
fulltingis Guðs almáttugs og þeirrar umbunar og refsingar sem