Skírnir - 01.01.1983, Page 127
SKÍRNIR SIÐFERÐI, SAMFELAG OG MANNEÐLI 121
því fylgdi. Það er andstaðan við þennan frumspekilega og guð-
fræðilega liugsunarhátt sem lielst einkennir siðfræði Davids
Hume. Páll lýsir þessu vel þegar hann tilgreinir tvö höfuðein-
kennin á siðfræði Humes:
í fyrra lagi reynir hann að gera grein fyrir eðli dyggðarinnar á einum
saman náttúrlegum forsendum, það er að segja án allrar tilvísunar til yfir-
náttúrlegra hluta eins og frummynda Platóns, eða þá Guðs almáttugs, og er
þessi tilraun til marks um náttúruhyggju Humes eða náttúrutru sem svo má
kalla. í síðara lagi taldi Hume að siðferðismat — mat okkar á góðu og illu,
réttu og röngu — væri ekki þekkingaratriði heldur tilfinningamál. (13—14)
Það er í sjálfu sér engin nýjung að Hume skuli reisa siðfræði
sína á hugmyndum um mannlega náttúru; siðfræðikenningar
hafa jafnan haldist í hendur við og hvílt á hugmyndum við-
komandi heimspekings um manneðlið og stöðu mannsins í
heiminum. Nýjungin felst því fremur í breyttum hugmyndum
um eðli mannsins og nýjum skilningi á samskiptum hans við
umhverfi sitt og aðra menn. Þannig byggist siðfræði Aristóteles-
ar, til dasmis, á hugmyndum um manneðlið rétt eins og siðfræði
Humes, þótt með ólíkum hætti sé. í kenningu Aristótelesar er
meginatriði samspilið milli raunveruleika og möguleika manns-
ins, mannsins eins og hann er og eins og hann gæti orðið ef hann
nýtti möguleika sína til fulls. í kenningu Humes er höggvið á
þessi tengsl við hið „mögulega“, þar eð hugmyndinni um eigin-
legt eða skynsamlegt lilutverk mannsins er liafnað. í stað þess að
lýsa leið mannsins til siðgæðisþroska í ljósi möguleika hans sem
skynsemisveru færist áherslan á að skýra hina óbreytanlegu,
„statísku" náttúru mannsins og draga ályktanir um eðli siðferð-
isins útfrá því. Hér er því um alls ósambærileg náttúruhugtök
að ræða: annars vegar náttúru félags- og siðgæðisverunnar sem er
órofa tengd tilgangshyggju skynsemistrúarinnar, hins vegar skyn-
semi sneytt, löggengt manneðli skilgreint af ástríðum og til-
hneigingum einstaklingsins, óháð öllu raunverulegu siðferði eða
samfélagi. Viðfangsefni siðfræðinnar verður því ekki lengur að
leiðbeina manneskjunni að hinu sanna takmarki sínu, heldur
„að skilja og skýra til fulls á náttúrlegum forsendum einum
saman" (22) mannlegt siðferði eins og það er, óbreytilegt eða
lítt breytilegt eins og manneðlið.