Skírnir - 01.01.1983, Page 128
122
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SKÍRNIR
III
Sú breyting á stöðu mannsins í heiminum sem hér hefur verið
drepið á var því tvíbent: Áherslan á sjálfræði einstaklingsins og
frelsun lians undan hefðum tilgangsliyggju og trúarsetninga
kippti einnig stoðunum undan því hugtakakerfi sem siðferði-
legar hugmyndir manna voru reistar á. Frá siðfræðilegu sjónar-
miði stóð einstaklingurinn eftir í eins konar tómarúmi og hafði
tapað öllum sjálfsögðum áttum í heiminum. Það sem hingað til
hafði átt sér réttlætingu „að ofan“, úr heimi sjálfstæðra verð-
mæta, þarfnaðist nú ólíkra skýringa „að neðan“ í samræmi við
hina nýju manneðlishugmynd raunhyggjunnar. Að mati Humes
samanstendur eðli mannsins af ástríðum og tilfinningum sem
eru eins konar hreyfiöfl hans eða gangverk. Allt í fari manna
verður að skýra útfrá þessum náttúrlegu eiginleikum, sem
nefna má einu nafni tilfinningalífið. Það er því tómt mál sam-
kvæmt Hume að tala um mannlegt siðgæði án skírskotunar til
tilfinningalífsins. Raunar er óhætt að kveða enn fastar að orði,
því að hann taldi „að allt siðferðilegt mat á mönnum væri bók-
staflega fólgið í vissum tegundum ástríðna", sem Páll nefnir á
íslensku frumkenndir, en þær eru „ást, hatur, stolt og blvgðun"
(57). Höfundur bendir á að þessar frumkenndir eiga það sam-
eiginlegt að vera „vilhallar eða hlutdrægar" (59). Þetta einkenni
frumkenndanna leiðir til eins helsta vandamálsins í siðfræði
Humes, vegna þess að liann álítur að sérgæskan og hlutdrægnin
séu höfuðóvinir siðferðilegs mats: „Mælikvarði góðs og ills býr
í tilfinningum hvers og eins okkar er við höfum lært að líta á
eiginleika annarra frá hlutlausu sjónarmiði" (102).
Samkvæmt þessu viðhorfi er dyggðugt og gott líferni jafnan
í andstöðu við þá náttúrlegu eiginhagsmuni sem eru gangráður
tilfinningalífsins. Umhyggja fyrir velferð annarra, til dæmis,
verður þannig ónáttúrleg í þeim skilningi að hún er einatt á
kostnað eigin hagsmuna að mati Páls (sbr. 31). Hún verður eigin-
leg einungis hinum góðviljaða manni, sem er í eðli sínu óeigin-
gjarn og því jafnan reiðubúinn að fórna eigin hagsmunum fyrir
velferð annarra. Frá aristótelísku sjónarmiði er þessi hugsunar-
háttur allur óeðlilegur og liáskalegur. Þar er litið svo á að hags-