Skírnir - 01.01.1983, Blaðsíða 129
SKÍRNIR SIÐFERÐI, SAMFELAG OG MANNEÐLI 123
munir manna sem siðgæðis- og félagsvera fari óhjákvæmilega
saman, og sá sem heldur að sérhagsmunir hans liggi í því að
maka einungis eigin krók hefur misskilið þetta í grundvallar-
atriðum. Þetta stafar þó ekki af því að góðvildin sé á einhvern
hátt gefin í óagaðri náttúru mannsins, heldur af hinu að grund-
vallardyggðir eins og vinátta byggist á sameiginlegum gæðum,
og í stað þess að fórna sínum eigin hagsmunum þá þjóni menn
þeim með dyggðugu líferni. Vandinn snýst því ekki um það að
brúa bilið milli sérgæsku (egóisma) og samgæsku (altrúisma),
enda er það bil óbrúanlegt „á einum saman náttúrlegum for-
sendum", heldur um það að korna mönnum til nokkurs siðgæðis-
þroska svo að þeir sjái og skilji hverjir eiginlegir hagsmunir
þeirra eru.
Nú mætti benda á að Hume liafi alveg sambærilegan þátt í
kenningu sinni, því að hann leggur áherslu á nytsemi siðferði-
legs lífs og ekki síst á þá staðreynd „að við getum ekki lifað
saman í friðsamlegu samfélagi nema við sigrumst á hinni eðli-
legu hlutdrægni tilfinninga okkar“ (61). Þetta á einkum við um
þær dyggðir sem Hume kallar gervidyggðir, vegna þess að þær
spretta ekki af eðlishvöt heldur eru nokkurs konar uppfinningar
eða mannasetningar (71). Undirstaða þeirra er sú að menn sjá
að það er þeim sjálfum fyrir bestu að allir ástundi réttlæti, til
dæmis, og komast því að þegjandi samkomulagi um að fara eftir
ákveðnum reglum í samskiptum sínum. Þetta má eflaust til
sanns vegar færa svo langt sem það nær. Páll bendir hins vegar
réttilega á það að „uppruni samfélagsins getur ekki verið sá að
menn hafi komið auga á nytsemi þess að lifa saman og skipta
með sér verkum og eignum, heldur verða menn að búa í sam-
félagi til að koma auga á þessa nytsemi“ (74). Þetta er ákaflega
mikilvæg ábending vegna þess að hún felur það í sér að við
stöndum aldrei við rætur siðferðisins í þeirri aðstöðu að geta
vegið og metið nytsemi þess og tilgang. Þær hegðunarreglur sem
eru undirstöður siðferðisins hafa alltaf þegar mótast í formgerð
og starfsemi samfélagsins, sem í eðli sínu er vettvangur sam-
eiginlegrar hlutdeildar í mannlegum gæðum. Þetta félagslega
lífsform er óhjákvæmilegur bakgrunnur allra mannlegra sam-
skipta, en þau byggja jafnan á flóknu kerfi hefða og venja sem