Skírnir - 01.01.1983, Page 130
124 VILHJÁLMUR ÁRNASON SKÍRNIR
mótast liafa í tímans rás og mynda þá menningarheild sem er
kjarni hins siðferðilega lífs.
IV
Það er því villandi að sértaka einstaklinginn úr heildarsam-
hengi mannlegs siðferðis og einskorða siðfræðilega umræðu við
tómarúm tilfinningalegra tjáskipta. Með því er raunar verið að
bjóða heim því háskalega viðhorfi að siðferðið sé yfirborðsfyrir-
bæri einstaklingsbundinna og afstæðra hugmynda um hvað œtti
að vera, sem ýmist er endurspeglun þess sem er eða í engum
röklegum tengslum við það. Þessi tvíhyggja staðreynda og gilda,
lýsingar og forskriftar, er raunar einn helsti bakhjarl þeirrar
kenningar sem sett er fram í Siðferði og mannlegt eðli. Sam-
kvæmt henni er það uppálagt annars vegar að af engri lýsingu
staðreynda megi draga rökrétta ályktun sem er forskrift (93), og
hins vegar að hlutverk siðadóma og matsorða sé það eitt að mæla
með eða hæla mönnum og hlutum, en feli ekki í sér lýsingu á
eiginleikum eða staðreyndum (94—95). Af þessu má síðan draga
þá afdrifaríku ályktun að siðadómar hafi ekki sannleiksgildi og
séu því ekki staðhæfingar um þekkingaratriði lieldur tjáning
tilfinninga. Margir góðir heimspekingar hafa séð ástæðu til þess
að færa veigamikil rök gegn þessari tvíhyggju staðreynda og
verðmæta,4 og er raunar furðulegt að Páll skuli ekki hyggja
betur að þeim í bók sinni en liann gerir. Við fyrstu sýn kann þó
að virðast sem þessi kenning sé nokkuð óhult í hinu rökfræði-
lega vígi sínu, þar eð engin gild rökfærsla fær dregið ályktanir
um verðmæti af staðhæfingum um staðreyndir einar saman. En
málið er fjarri því að vera svona einfalt. Allt tal um hreinar,
gildislausar staðreyndir og einangruð gæði felur í sér villandi
sértekningu fyrirbæranna frá því merkingarsamhengi sem þau
tilheyra á vettvangi dagsins. Matsorðið „góður“, sem Páli verður
tíðrætt um, er til dæmis aldrei úr lausu lofti gripið, heldur
öðlast það ávallt ákveðna en jafnframt margháttaða merkingu
eftir þeim aðstæðum sem það er notað í. Góður hnífur, svo
dæmi Páls sé tekið, er sá hnífur sem er góður til síns brúks, þótt
það geti oltið á lýsingu verknaðarins sem á að framkvæma ná-