Skírnir - 01.01.1983, Side 131
SKÍRNIR SIÐFERÐI, SAMFELAG OG MANNEBLI 125
kvæmlega hvaða hnífur er góður hverju sinni. Sú staðreynd að
einn og sami hnífurinn er ekki góður bæði til að skera hákarl
og fyrir viðvaning sem vill æfa sig í að brýna breytir engu um
ótvíræð tegundargæði (þ.e. góður sem hnífur) þess hnífs sem
vel bítur og tiltekin nytjagæði (þ.e. góður til e-s ákveðins verkn-
aðar) þess hnífs sem brúklegur er í staðinn fyrir skrúfjárn, þótt
sá hnífur sé að öðru leyti ekki til að hrópa húrra fyrir. Dæmi
Páls um bitlítinn hníf sem góðan hníf handa viðvaningi sýnir
því ekki að það geti verið rangt að álykta um góðan hníf að
hann bíti vel (95). Það eru engin áhöld um það hvaða eigin-
leikum góður hnífur er búinn, þótt við vitum fullvel að lélegir
linífar eru góðir í ýmsu skyni sem góðir linífar eru sparaðir til.
Vandamálið liggur hjá Páli sjálfum í því viðhorfi að matsorð
láti einungis í ljósi tilfinningar en feli aldrei í sér hlutlæga lýs-
ingu, og gildir þá einu hvað metið er, mold, mýs eða menn.
Nú er augljóst að bæði mýs og mold hafa ákveðin nytjagæði
fyrir mennina sem liægt er að lýsa á hlutlægan hátt. En er nokk-
urn tíma um slík hlutlæg gæði að ræða þegar menn eiga í hlut?
Við getum komist að nokkuð áreiðanlegum niðurstöðum um
hvað einkennir til dæmis góðan körfuknattleiksmann, góðan
flautuleikara eða góðan skipstjóra, en er slíkt nokkurn tíma
hægt þegar við leggjum siðferðilegt mat á einstaklinga? „Þegar
við leggjum siðferðilegt mat á menn,“ segir Páll Árdal, „metum
við þá sem menn en ekki sem sláttumenn, kaupmenn, kennara
og þar fram eftir götunum" (99). Þetta er mikilvægur greinar-
munur, en þó ekki alls kostar réttur að rnínum dómi. Ég fæ ekki
séð hvernig hægt er að leggja réttmætt siðferðilegt mat á ein-
staklinga burtséð frá framkomu þeirra og margvíslegum verk-
um sem þeim er ætlað að rækja stöðu sinni samkvæmt, jafnt í
einkalífi sem í þjóðfélaginu almennt. Höfum við til að mynda
nokkurn rétt til þess að kveða upp þann dóm að einhver sé
góður maður, ef við höfum enga vitneskju um þá eiginleika
sem sú persóna sýnir af sér sem fjölskyldumeðlimur, sem starfs-
maður, sem þjóðfélagsþegn og þar fram eftir götunum? Það er
enginn eyland í siðferðilegum skilningi, og menn hafa ekkert
sjálfdæmi um það hverjar skyldur þeirra eru við náungann. Þær
skyldur eru meira og minna innbyggðar í það siðakerfi og sam-