Skírnir - 01.01.1983, Page 136
SVERRIR TÓMASSON
Helgisögur, mælskufræði
og forn frásagnarlist
Es ist ganz abwegig, die Möglichkeit des Verstehens von Texten auf
die Voraussetzung der ‘Kongenialitat’ zu griinden, die Schöpfer
und Interpret eines Werkes vereinigen soll. Ware das wirklich so,
dann stiinde es schlecht um die Geisteswissenschaften.
Hans Georg Gadamer
1.
Fyrir nokkrum árum varð mér einu sinni sem oftar reikað nið-
ur í bókasafn Norrænu stofnunarinnar við háskólann í Kíl,
Vestur-Þýskalandi, þar sem ég kenndi þá íslensku. Á flækingi
þar niðri rakst ég á gamlan kunningja, Færeyinga sögu, búna
til prentunar með nútímastafsetningu af Ólafi Halldórssyni. Ég
hugðist setja bókina á réttan stað í hillu, en til vonar og vara
leit ég á safnmarkið og sá þá að þessi útgáfa hafði verið flokkuð
með þýðingum norrænna fornbókmennta. Þegar ég gætti betur
að, þá kom í Ijós að allar útgáfur íslenskra fornrita með nútíma-
stafsetningu sem keyptar höfðu verið til safnsins voru flokk-
aðar með þýðingum. Af sinni alkunnu nákvæmni höfðu Þjóð-
verjar skipað þessum útgáfum í þýðingaflokk vegna þess að þeir
álitu texta þeirra ekki vera á forníslensku; íslensk nútímastaf-
setning næði ekki að tjá það málstig sem verkin voru rituð á og
þess vegna var ekki unnt að láta bækurnar standa með vísinda-
legum textaútgáfum, eins og t.d. ‘íslenzkum fornritum’, sem
voru þó í búningi 19. og 20. aldar, og kallaður hefur verið sam-
ræmd stafsetning forn.
Þó að flokkun þessi lýsi nokkurri vanþekkingu, þá hafa þeir
þýsku nokkuð til síns máls; útgáfa fornrita með samræmdri staf-