Skírnir - 01.01.1983, Page 137
SKÍRNIR
HELGISOGUR
131
setningu nútímans er eins konar túlkun og íslenskar fornbók-
menntir eru skrifaðar á máli sem í mikilsverðum atriðum er
frábrugðið íslensku eins og hún er töluð í dag, enda þótt lítt
breytt formgerð málsins og ílialdssöm stafsetning hjálpi til að
minnka þann mun, svo að flestum lesendum nú á dögum er
hann alls ekki Ijós, nema þar sem merking orða hefur breyst.
Sökum þessa standa íslenskir lesendur betur að vígi en franskir
eða þýskir sem einnig liafa erft fjölskrúðugar bókmenntir frá
fyrri öldum. Öllum lesendahópum miðaldabókmennta er þó
sameiginlegt að mikill hluti reynsluheims miðaldamanns er
þeim liulinn. Þessari hulu geta ritskýrendur að nokkru leyti
svipt af. Flest bókmenntaverk frá þessum tíma þarfnast einhverra
skýringa. Allur þorri íslenskra lesenda getur þó eflaust lesið
helstu íslendinga sögur sér til einhvers gagns án mikilla skýr-
inga, en þegar önnur norræn miðaldaverk eiga í lilut, eins og
dróttkvæði eða eddukvæði, er hætt við að glósulaus hafi lesand-
inn ekki erindi sem erfiði.
Hlutverk ritskýrandans er að veita lesandanum innsýn inn
í fornan sagnaheim. Við könnun þeirrar veraldar stendur túlk-
andinn í svipuðum sporum og Skerlákur Hólm í sögum Doyles:
gátan er að vísu oftast leysanleg, en galdurinn er sá að halda öll-
um þráðum saman. Við lestur heimildanna verður hann að vega
og meta spurningar þær sem vakna og sannfæra lesandann, al-
veg eins og Skerlákur Hólm, að rétt sé ályktað út frá gefnum
forsendum. En ekki er nægilegt að rökfimin sé vökur heldur
verður einnig að skýra á livern hátt sjónarhornið hefur breyst:
veruleikaskyn miðaldamanns var svo fjarri hugarheimi nútím-
ans og því sem við köllum reynd að langra útskýringa er oft
þörf; brúa þarf bil tveggja heima: skilnings nútíðar og fortíðar
á atburði eða frásögn. Þessi skilningsbrú verður vitaskuld aldrei
annað en túlkun, studd misjafnlega traustum líkum, en sé vel
að verki staðið dýpkar hún skilning lesandans og veitir hon-
urn unað og ánægju af fornum bókmenntum og ef til vill þarf
hann þá ekki lengur að réttlæta lesturinn á þeim; hann er ekki
flótti frá veruleika líðandi stundar heldur veitir hann honum
afl til að takast á við vanda samtíðarinnar.