Skírnir - 01.01.1983, Page 139
SKÍRNIR
HELGISÖGUR
13S
munur sem einkum kemur fram í efnisvali og að nokkru leyti í
byggingu, þar sem í píslarsögu birtist oft annað frásagnarmynst-
ur; ævi píslarvottsins er ekki alltaf rakin frá barnæsku heldur
oft einungis sagt frá ferðum hans og trúboði, frá því að hann
sjálfur tók skírn fram til þess að hann lætur líf sitt fyrir trúna.
í píslarsögum eru það einkum andstæður tveggja heima sem
dregnar eru fram, liin kristna veröld og hin heiðna; píslarvott-
urinn þolir sömu nauðir fvrir nafn drottins sem Kristur sjálfur.
Píslarsaga er yfirleitt sögð í 1. persónu flt. og dregur sögu-
maður óspart hlut píslarvottsins. Lífssaga greinir einkum frá
dygðaríku lífi játarans og athöfnum hans. Ef liann hafði verið
munkur eða einsetumaður er vandlega lýst guðrækilegri íhug-
un hans í föstum og bænahaldi og um leið er þess gætt að minn-
ast á freistingar hans. Þess háttar lífssaga nefnist vita contempla-
tiva á latínu og er Antoníus saga gott dæmi um slíkt verk.
Andstæða þess er vita activa og segir sú saga frá stjórnsömum
skörungum eða oddvitum kirkjunnar sem á allan hátt reyna að
gera veg kirkjunnar sem mestan með eftirdæmi síns hátternis
og kristilegri umsýslu, en Jóns saga helga Ögmundarsonar er ein
þeirra. í játarasögum birtast andstæður ekki með sama hætti
og í píslarsögum; átökin eru ekki milli tveggja menningarheima
heldur eru það oftast siðferðileg liugtök sem eigast við, dygð-
inni er teflt gegn lestinum, kvöl gegn sælu og umbun gegn refs-
ingu.
Af þessari lýsingu má sjá að munurinn á þessum sagnaflokk-
um kemur einkum fram í því hvaða andstæðum öflum er egnt
saman. í lífslýsingu hins helga manns er ævi hans ekki rituð
stund fyrir stund eða ár fyrir ár. Lífssaga er fjarri því að vera
fastbundin við tímatal, enda þótt helgisagnaritarinn lýsi ævi
dýrlingsins yfirleitt í tímaröð. Rökleg niðurskipan þessara
þátta er báðum sagnagerðum, píslarsögu og játarasögu, sameig-
inleg. í sumum þessara sagna er þó ekkert ártal nefnt. Þó að
þessi röð sé einatt með áþekkum hætti, velur helgisagnaritarinn
úr æviatriðunum, leggur áherslu á sum þeirra. Sú áhersla getur
veitt vísbendingu um afstöðu hans til efniviðarins og ríkjandi
kirkjupólitík.
Helgisagnaritari hampar alltaf kristilegum dygðum söguhetju