Skírnir - 01.01.1983, Síða 141
SKÍRNIR
HELGISÖGUR
135
agra. Líf eins helgs manns hefur naumast verið mjög frábrugðið
ævi annanra drottins þjóna. Andlegan rökstuðning fyrir slíku
verki sækir helgisagnaritarinn einkum í Pálsbréfin.3 Oftast eru
þó til einhver gögn um ævi dýrlingsins og þau eru notuð. Af
þessum sökum geta helgisögur haft sagnfræðilegt heimildargildi,
en meira er um vert að fá í hendur þá samfélagsmynd sem
þessar sögur oft og tíðum sýna, einkum jarteinir. Lesandinn
skynjar að á fyrri skálmöldum bjó í landinu venjulegt fólk sem
hét á heilagan Jón og Þorlák við tannverk og magakveisu og
fyrir lækning þeirra þurfti að greiða kerti eða tólg. í annan stað
eru helgisögur miðalda gefnar út af opinberum aðiljum; af
þeim má nokkuð fræðast um fjárhag stólanna og stjórnsýslu
biskupa en um leið eru þær skýrslur um hæfileika þeirra, trú-
og lögfræðilega kunnáttu, þar sem leggja þurfti lífssögur og jar-
teinabækur fram sem gögn hjá páfa, svo að hann gæti skorið úr
um helgi dýrlingsins og lagt blessun sína yfir hana.
Engar kennslubækur í klassiskri retórík eru nefndar í íslensk-
um miðaldamáldögum. Eigi að síður er ljóst að mælskufræði
hefur verið kennd í skólum biskupanna á Hólum og í Skálholti
og einstaka lærdómsmenn hafa lagt á hana stund og norrænað
sum stílbrögð hennar. Hér er þess enginn kostur að rekja nánar
sögu fræðigreinarinnar á íslandi né heldur rúm til að rekja
margbrotnar og flóknar reglur hennar og eigindir, en til þess að
lesandinn geti skilið það sem á eftir fer er nauðsynlegt að reifa
byggingu klassiskrar ræðu og hef ég valið eitt algengasta ræðu-
form miðalda, réttarræðuna (genus iudicale). Henni var oftast
skipt niður í fimm þætti: 1) formála (exordium), þar sem ræðu-
maður kynnir efnið og reynir jafnframt að vinna áheyrendur á
sitt band (captatio benevolentiae), 2) staðreyndir málsins (narra-
tio), 3) röksemdir reifaðar (argumentatio), 4) gagnrök andstæð-
ings hrakin (refutatio), 5) eftirmáli (peroratio). Þessi skipting
kemur ekki fram í öllum ræðum og fer það eftir málstaðnum
hverju sinni hvaða þætti ræðumaður notar. í retóriskri list-
kenningu (inventio) var talið mikilsvert að ræðumaður fyndi
og veldi úr efniviðnum þau atriði sem gátu sannað eða stutt
málstað hans eða afsannað hugsanlegar mótbárur andstæðings-
ins. Þessi atriði lieita á latínu loci (et. locus), þ.e. staðir, og enn