Skírnir - 01.01.1983, Page 145
SKÍRNIR
HELGISOGUR
139
papar verið þar og „létu eptir bækr írskar ok bjöllur ok bagla“
(íslendingabók I. kap.). Lögin eru sótt til Noregs, en meginboð-
skapur Ara er fólginn í þremur orðum: lög, friður, kristni. Að
vísu verður ekki vart við týpólogiska forspeglun (praefiguratio)
í söguritun Ara, en á verk hans má líta sem röð góðra dæma til
eftirbreytni mönnum (exempla).
Sem dæmi um áhrif helgisagnaritunar á íslendingabók má
taka frásöguna um sendiför Úlfljóts sem Sigurður Líndal tók
til rannsóknar fyrir nokkrum árum og birtist í þessu tímariti.9
í þessa grein vitnar Jón Hnefill ekki. Sigurður leiddi að því
líkur að sögn Ara væri öðrum þræði byggð á frásögn ritningar-
innar um lög Móses og mætti rekja sumt af hugmyndinni um
upphaf laga til ísidórs frá Sevilla. Þessi könnun Sigurðar hefði
mátt vara Jón Hnefil við því að leggja um of trúnað á alla frá-
sögn Ara um kristnitökuna, enda þótt segja megi að Sigurður
Líndal hafi leitað of langt að hugmyndinni um upphafsmann
laga, því að hún virðist vera þekkt á íslandi á 12. öld eins og sjá
má af Fyrstu málfræðiritgerðinni:
Skáld eru hölundar allrar rýnni eða málsgreinar sem smiðir [smiðar] eða
lögmenn laga.io
Þess ber þó að gæta að Orðsifjar Isidórs frá Sevilla voru skóla-
bók í þann tíma.
í frásögn Ara af kristnitökunni mótar fyrir munnlegu frásagn-
armynstri sem sennilegast má kenna Teiti heimildarmanni Ara.
Merkilegra er þó að þar dregur Ari upp andstæður: á alþingi
árið 1000 (999) eigast við tveir menningarheimar, en frávikin
frá píslarsögum eru þau að það verða sættir: íslendingar eign-
uðust aldrei píslarvott, aðeins ræðu Þorgeirs. Sú gjörð sem birt-
ist í ræðu Þorgeirs er undarlegt sambland af germönskum rétt-
arhugmyndum um samþykki allra (consensus) og kirkjurétti:
Quod omnes tangit, ab omnibus debet approbari. (Menn verða
að vera sammála um það sein öllum kemur við.)11
Þessi hugmyndafræðilegu atriði í kristnitökufrásögn Ara vega
jafnt og vild heimildarmanna hans sökum skyldleika þeirra við
höfðingja þá sem hlut áttu að máli (Haukdælir, Síðumenn).
Þær heimildir sem styðjast við frásögn Ara af þessum atburði,