Skírnir - 01.01.1983, Page 150
144
SVERRIR TÓMASSON
SKÍRNIR
kirkjusögu landsins í stórum dráttum allt frá kristnitöku. Þar
hefur hann aðallega stuðst við erlend rit eða gömul verk ís-
lenskra höfunda, einkum þau sem skrifuð eru á erlendum mál-
um. Það er eftirtektarvert að hann vitnar hvergi í nýjustu rann-
sóknir íslenskra sagnfræðinga.26 Koppenberg hefur og ekki gert
úttekt á því hve víðtæk helgi Jóns varð. Annað atriði er og at-
hyglisvert. Koppenberg heldur því fram að síðari Rómarferð
Jóns helga sé tilbúningur. Fyrirmyndin sé Rómarferð Gizurar
ísleifssonar.27 Hann veit ekki af þeirri tilgátu sagnfræðinga að
Jón hafi gengið suður til að fá staðfestingu páfa á nýju bisk-
upsdæmi.28 Sagan segir frá því að erkibiskup hafi ekki þorað að
vígja hann:
En fyrir salcir eins hlutar, þess er þú hefir sagt mér: at þú hefir tvær konur
áttar, þá þori ek eigi at vígja þik, án leyfi páfa ok vitorði hans sjálfs.29
Stephan Kuttner hefur í merkilegri grein, sem Koppenberg
hefur sést yfir, gert því skóna að liöfundur Jóns sögu hafi reynt
að samræma líf Jóns við ríkjandi liugmyndir um kirkjurétt í
lok 12. og á 13. öld.30 En Koppenberg hefur ekki kynnt sér frum-
heimildir um líferni klerka og landsmanna á 12. öld og hefðu
þær getað sagt honum margt um íslenskt siðferði á því tímabili.
Saklaus frásögn Jóns sögu af Klængi biskupi, þar sem hann sit-
ur sunnan undir vegg á Hólum og les Óvíd, er sneið til hans
um leið; hann átti barn, Jóru, meðan hann sat á biskupsstóli.31
I kafla um staðfestingu páfa á helgi dýrlings (kanóniseringu)
hefur Koppenberg dregið saman nytsamlegan fróðleik. Það hef-
ur þó verið bent á það áður að einstaka biskupsstifti geti lýst
yfir helgi dýrlings án samþykkis páfa. Þar með er ekki sagt að
vottfestar jarteinir eða lífssögur hafi aðeins verið skrifaðar á
móðurmálinu. Það er eðlilegt að ætla að menn hafi gert hvort-
tveggja, samið latneska og norræna gerð. Það hafa t.d. verið
leiddar að því líkur að latnesk Þorláksles eigi rót sína að rekja
til latneskrar frumsögu af Þorláki.32 Og þó að Jón helgi hafi
aldrei verið kanóniseraður af páfa og engar lieimildir séu til um
að það hafi verið reynt, er sú þögn ekki sönnun þess að lífssaga
hans á latínu liafi aldrei verið samin.
Stærsti hluti verks Koppenbergs er ítarleg umfjöllun á lífs-