Skírnir - 01.01.1983, Page 153
SKÍRNIR
HELGISOGUR
147
hefði verið vænlegra að velja verklag formgerðarsinna, en á
þeim fræðum virðist Koppenberg ekki kunna skil. Bók hans er
aftur á móti náma af margs konar fróðleik um helgisögur, og
könnun hans verður ómissandi öllum þeim sem vilja kynna sér
íslenskar helgisögur frá menningarsögulegu sjónarmiði.
5.
Þegar kannaðar eru ræður í norrænni sagnaritun hljóta óhjá-
kvæmilega að vakna fjórar spurningar: 1) Hversu háð var norræn
ræðulist klassiskum fyrirmyndum? 2) Var til á íslandi og í Nor-
egi innlend ræðulist óháð klassiskri retórík? 3) Ef svo var, hvern-
ig kemur hún fram? 4) Eru ræður í sagnaritum ekki svo sam-
tvinnaðar efninu að óréttlætanlegt er að taka þær út úr sínu
samhengi? Með öðrum orðum: Verður ekki að fjalla um þær í
sama viðfangi og rætt er um aðra þætti verksins svo sem persónu-
sköpun, byggingu og hugmyndafræði?
Sumum þessara spurninga hefur James E. Knirk ætlað sér að
svara í riti sínu, Oratory in the Kings’ Sagas, sem er samin upp-
haflega sem prófritgerð og ber þess nokkur merki. Eins og nafn-
ið bendir til fjallar verk Knirks um ræðulist í konungasögum,
en hann hefur einnig tekið til samanburðar ræður úr öðrum
sagnaflokkum svo sem íslendinga sögum, veraldlegum samtíma-
sögum, biskupasögum og heilagra manna sögum. í allt hefur
Knirk kannað yfir 400 ræður sem fluttar hafa verið við 300 mis-
munandi aðstæður. Rannsókn hans telcur yfir um það bil 3 ald-
ir, allt frá upphafi sagnaritunar fram yfir miðja 14. öld. Þetta
mikla umfang rannsóknarinnar veikir hana, því að nægilegt úr-
tak hefði fengist úr tveimur eða þremur sögum til þess að sýna
eins konar þversnið af norrænni ræðulist. Knirk er þetta reynd-
ar ljóst og hann reynir að bæta úr því með því að helga ræðum
í Sverris sögu og Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu sinn
kaflann hvorri.
Knirk hefur valið þá leið að reyna að samræma gamalt og
nýtt. Hann þekkir ýmis rit og ritgerðir fræðimanna sem hafa