Skírnir - 01.01.1983, Side 158
152
SVERRIR TÓMASSON
SKÍRNIR
Hermann Pálsson er þeirrar skoðunar. Hann rekur spakmæli
og orðskviði sem koma fyrir í Hrafnkels sögu og Grettis sögu
til lærdómsrita. Hann heldur því fram að milli spakmæla sögu
og hugtakaforða hennar (þ.e. dgirnd, ást, jreisting, frjáls vilji,
gagnsemi, gœfa o.s.frv.)43 sé samband, en rithöfundum sé ‘tamt
að sækja hugmyndir í bækur ekki síður en í eigin reynslu eða
til sögusagna annarra manna’ (bls. 16). Hermann álítur að sú
hugsun sem sé fólgin í góðu spakmæli hafi getað ‘orðið rit-
höfundi að tilefni til persónulýsinga, engu síður en raunveru-
legur atburður eða farandsögn um merkilegan mann’ (bls. 18).
Framar í inngangskafla sínum minnist Hermann á það, að fyrr
hafi bók- og sagnfestumönnum þótt sjálfsagt að ritskýrandi miði
‘við persónur og atburði, hvort sem þeir verða sannaðir eða
ekki, fremur en hugmyndir, og er þó munur á, að við getum
auðveldlega bent á verðmæti hugtaka á borð við ‘þjáningu’
og ‘samúð’, eins og þau birtast í sögunni’ (bls. 15). Ég hygg
að flestir muni vera sammála um að þessi hugtök sem Her-
mann nefnir verði ekki skilin frá lífi sögupersónanna sjálfra.
Sögurnar segja heldur ekki mörg tíðindi úr hugskoti þeirra,
þannig að augljóst er að um atburðarás, athafnir þeirra verður
að fjalla, eigi að skoða þessar gömlu sögur sem skáldskap um
mannlíf og vandamál þess.44
Nú er það alkunna að orðskviðir, spakmæli eða málshættir
eru gangsilfur sem ekki verður einatt rakið til ákveðinnar mynt-
sláttu. I íslenskum miðaldabókmenntum er oft aðeins vísað
til þess að þeir séu teknir af alþýðuvörum og sagt: ‘Þat er
forn orðskviðr’, ‘satt er flest þat er fornkveðit er'. Hermann
Pálsson bendir á að Sigurður Nordal hafi ekki áttað sig á að
lýsingarorðið forn gæti eins átt við fornöld Gyðinga, Grikkja
og Rómverja og fortíð norrænna manna. Hermann hyggur að
með slíku orðalagi sé verið að vitna í forn, klassisk lærdóms-
rit. Hann nefnir fyrst orðskviðinn skömm er óhófs cevi og segir
að enginn vafi leiki á því hvaðan hann sé kominn, orðin séu
tekin
úr spakmæli eftir rómverska höfundinn Martialis (43-104 e.Kr.) og eru
raunar nákvæm þýðing á fyrstu fjórum orðunum í því versi sem ég hef valið
að einkunnarorðum fyrir ritgerðina í heild. Samanburður á íslenzku og