Skírnir - 01.01.1983, Page 159
SKÍRNIR
HELGISOGUR
153
latnesku gerffunura sker úr um þetta, og til glöggvunar þeim sem leggja eng-
an trúnaff á latínukunnáttu söguhöfundar má hnika orðaröð ofurlítið við:
* Óhófs skömm er ævi
Immodicis brevis est ætas (bls. 20)
Hermann rekur síðan þrjú önnur clæmi um þennan málshátt,
eitt úr Málsháttakvæði Bjarna Kolbeinssonar, annað úr Hrafns
sögu Sveinbjarnarsonar og hið þriðja tir íslendinga sögu Sturlu
Þórðarsonar, þar sem það er lagt Sighvati Sturlusyni í munn.
Hermanni þykir athyglisverðast, að ‘sú gerð spakmælisins sem
er einna fjarskyldust latnesku fyrirmyndinni er eignuð leik-
manninum Sighvati’ (bls. 21). Hann tekur fram að í öllum frá-
sögnum þremur eigi söguhetjurnar það sameiginlegt að þeir
séu óhófsmenn og verði allir skammlífir. Þess sé þó ekki getið
í Hrafnkels sögu, styttri gerð, hve lengi Hrafnkell lifði,
en í hinni lengri eru öll tvímæli tekin af: ‘Hann varð ekki gamall maðr
ok varð sóttdauðr.’ Þannig lætur söguhöfundur vizku orðskviðarins rætast
til hlítar: óhófsmönnum verður ekki langlífis auðið, jafnvel þótt þeir falli
ekki fyrir vopnum (bls. 21).
Hermann heldur því fram að einhver skrifari hafi ekki áttað
sig á sambandinu milli ‘óhófs og skammlífis, og því hefur setn-
ingin um dauða Hrafnkels stytzt og heildarmerking sögunnar í
þeirri gerðinni breytzt um leið’ (bls. 21). Þessi athugasemd
Hermanns dregur á eftir sér slóða: Hrafnkels saga eins og hún
birtist í lengri gerðinni er þá ekki annað en útlegging spak-
mælis, líkt og predikun. Ég drap hér að framan á notkun
spakmæla og orðskviða í mælskufræðum. Skilningur Hermanns
Pálssonar á hlutverki spakmæla gæti komið heim við þá notkun.
En það sem á móti mælir er fyrst og fremst staða spakmælisins í
verkinu, innan frásagnarliðarins, og svo hitt sem er miklu þyngra
á metunum, að formgerð Hrafnkels sögu brýtur í bága við
byggingu miðalda dæmisögu og predikunar. Algengasta staða
spakmælis sem annað tveggja var lagt út eða felldi dóm á frá-
söguna var annaðhvort í upphafi frásagnarliðar eða í lok
hans, eins og t.d. má sjá í Parcevals sögu, þar sem þýðandinn
hefur stundum reynt að norræna hin frönsku ályktunarorð.
Eftir að Parceval hefur fyrst hitt ástmey sína og leggst í rekkju
og sofnar lýkur kaflanum á þessum orðum: