Skírnir - 01.01.1983, Page 160
154
SVERRIR TÓMASSON
SKÍRNIR
En liann sofnaði skjótt, því at hann var áhyggjulauss. Áhyggja bítr sárt sem
*bíldr ok rænir margan sinni hvíld. En þessi var enga hafandi, er engu við
bjósk háska grandi.45
Eins og fram kemur hér að framan getur verið fólgin í þess-
um orðskviðum siðferðilegur dómur; þar sem söguhöfundur
Islendinga sögu gat ekki talað beint til áheyrenda eins og Chrét-
ien hefur sennilega gert í Parcevals kvæði gátu slík orð veitt
honum lið við að koma skoðun sinni á framfæri, einkum ef
spakmælin voru lögð í munn einhverjum af sögupersónum eða
leidd inn í frásögnina eins og skömm er óhófs eevi með tilvísun
til þess að margur minntist á þann orðskvið. Þessi tækni kann
að vera fengin úr predikunum. Til samanburðar má taka
hómilíu á messudag Jóhannesar skírara.46 Predikarinn ræðir þar
um illsku drottningar og ráð hennar, en Salome kýs þau laun
sem móðir hennar hafði fyrir lagt. Klykkir þá predikarinn út
með orðunum: ‘Kom þat þar fram sem mjök opt þykkir verða,
at köld eru kvenna ráð’ (undirstrikun mín). Þessi málsháttur
kemur fyrir í Gísla sögu og Njálu eins og alkunna er, og legð-
um við sama skilning í hlutverk spakmæla og Hermann Páls-
son, þá gætum við lagt út Brennunjáls sögu sem frásögn um
kvennaráð og kvennaskap og má vera að einhverjum þyki það
ekki fjarri lagi, en túlkun af þessu tagi er einföldun á marg-
brotnu efni.
Það má taka undir með Hermanni Pálssyni að í Hrafnkels
sögu sé fjallað um mannleg og siðferðileg vandamál, en dæmi-
saga (fabula) er hún ekki. Það er hins vegar liugsanlegt að
höfundur Hrafnkels sögu hafi orðið fyrir áhrifum frá dæmi-
sögum eins og ITermann ætlar. Orðið dcerni sem Hermann not-
ar er sjaldhaft í norrænum ritum um fabula; það getur hins
vegar merkt exemplum, en á þessum hugtökum er töluverður
munur. Snorri Sturluson notar orðið dcemi um ákveðnar frá-
sagnir Ara og á þar sennilegast við stuttar, eftirbreytnisverðar
frásögur. Miðaldamenn gerðu sér oft grein fyrir samfélagslegri
skírskotun dæmisagna og voru þær þá lagðar út. Munurinn á
Hrafnkels sögu og venjulegri dæmisögu í anda Esóps sést glögg-
lega á því hlutverki sem persónurnar gegna. Hvorki Hrafnkell
né Sámur eru fulltrúar ákveðinna eiginleika eins og t.d. úlfur-