Skírnir - 01.01.1983, Page 161
SKÍRNIR
HELGISOGUR
155
inn, refurinn og lambið í dæmisögum. Sameiginlegt er að vísu
þemað: vitsmunir/heimska, græðgi/sakleysi, en það á Hrafn-
kels saga einnig sameiginlegt með öðrum frásagnargerðum. Hitt
er svo annað mál, að frásögn gat þjónað sem dæmi (exemplum),
hvort sem hún var af miðaldamönnum álitin vera sönn, (hist-
oria), sennileg (argamentum) eða tilbúningur (fabula) en á þessu
þrennu gerðu þeir greinarmun.47
Rannsókn Hermanns er ekki bundin við Hrafnkels sögu og
Grettlu heldur fer hann vítt yfir. Honum finnst liggja beinast
við að finnist hliðstætt spakmæli í latínuriti, þá sé hið norræna
þýtt. Stundum rekur hann einnig fyrirmyndir ákveðins spak-
mælis til innlendra rita og nefnir í því sambandi áhrif einnar
sögu á aðra. Vissulega hefur Hermanni tekist að sýna fram á
latneskar hliðstæður spakmæla, en hann hliðrar sér hjá því
að svara hvernig þau geta varpað ljósi á hugmyndaheim sagna-
mannsins. Ljóst er að þeir sem notað hafa orðskviði í bókum
hafa brúkað þá sem ritklif (topoi); þeir hafa almennt gildi, tjá
almenna venjubundna hugsun sem oftast er ekki unnt að njörva
niður í tíma. Rannsókn orðskviða og spakmæla getur þess vegna
lítið sagt okkur um raunverulegan hugmyndaheim; aftur á móti
mætti athuga hvort þau væru notuð á kerfisbundinn eða ein-
staklingsbundinn hátt innan ákveðins verks, líkt og t.d. hefð-
bundið lof í persónulýsingu. Til dæmis má taka hvemig Sverrir
konungur Sigurðarson notar spakmæli í ræðum sínum. Ein
kunnasta ræða hans er eftir fall Magnúss Erlingssonar í Krists-
kirkjugarði í Björgvin. Hann hefur mál sitt á tilvitnun í Davíðs-
sálma og dregur síðan upp hliðstæður milli baráttu sinnar og
þess sem ísraelslýður mátti þola. Hann segir um Erling skakka
að hann hafi ekki verið konungsættar, en látið gefa sér jarls-
nafn, en syni sínum konungsnafn:
<ok> tóku <;undir sik> öll ríki konunganna, þeirra er ættbomir váru til,
allt þar til er guð sendi útan af útskerjum einn lxtinn mann ok lágan at
steypa þeira ofdrambi. En sá maðr var ek. Ekki tókum vér þat af oss sjálfum,
heldr sýndi guð þat, hversu lítit honum var fyrir at steypa þeira ofdrambi,
ok kemr þar at því sem mælt er: at sárt bitr soltin lus (undirstrikun mín).48
Getur notkun Sverris á málsháttum eins og þessum bent til
skólanáms í Færeyjum eða vitnar hún um kunnáttu eða reynslu