Skírnir - 01.01.1983, Page 163
SKÍRNIR
HELGISOGUR
157
7.
Þau rit sem ég hef fjallað um hér að framan eru yfirfull af
margs konar fróðleik. Sumt af þeirri þekkingu notast við könn-
unina, annað er endurtekning á því sem áður var vitað. Það
er kominn tími til að slíkur fróðleikur sé færður inn á tölvu-
banka, þar sem menn geta síðan tekið hann út, þegar henta
þykir. Rit þessara fræðimanna fjalla og um efni sem hingað til
hefur ekki verið rannsakað að neinu ráði, en öll hjálpa þessi
rit lesandanum til að skilja fornar bókmenntir betur en fyrr.
Helgisögur eru að vísu ekki eftirlætislestrarefni nútímamanna,
en þasr geta sýnt okkur veröld sem birtist í svolítið öðru Ijósi
en í íslendinga sögum. Ég nefni sem dæmi forspár og fyrirburði.
Það liefur t.a.m. aldrei verið kannað að hve miklu leyti for-
spáir menn líkjast spámönnum dýrlingasagna eða hvemig und-
irbyggingu stóratburða er háttað í báðum frásagnargerðum.
Margar dýrlingasögur og konungasögur þurfa að vera betur
aðgengilegar íslenskum lesendum; þær mættu gjarnan koma út
með nútímastafsetningu.
Textafræðileg rannsókn, hversu traust sem hún er, veitir oft
ekki nægilega vitneskju um upphaflega gerð bókmenntanna.
Þekking á fornum bókmenntafræðum, mælskulist, getur liér
hjálpað til. Um leið má ekki varpa fyrir róða nútíma rannsókn-
araðferðum. Með öðrum orðum: rannsóknaraðferðin verður
bæði að vera samtímaleg (synkrónisk) og söguleg (diakrónisk)
til þess að sem bestur árangur náist.
Hinir fornu sagnamenn bjuggu ekki í öryggislausari heimi en
við sem nú lifum. Bókmenntir gegndu þá sem nú samfélagslegu
hlutverki. Þær voru skrifaðar á stundum til þess að áheyrendur
skildu hvaðan alda sjá rann undir: að undir sléttu, fáguðu yfir-
borði ólguðu mannlegar tilfinningar.
Cambridge 1982—1983.
l Under the Cloak, Studia Ethnologica, Upsaliensia 4 (Uppsala 1978).
Oratory in the Kings’ Sagas (Oslo 1981).
Hagiographische Studien zu den Biskupa Sögur. Unter besonderer Be-
rúcksightigung der ‘Jóns saga helga’, Scandica. Wissenschaftliche Reihe 1
(Bochum 1980).