Skírnir - 01.01.1983, Page 169
Ritdómar
SIGRID VALFFXLS AND JAMES E. CATHEY
OLD ICELANDIC. AN INTRODUCTORY COURSE
Oxford University Press in Association with thc American-Scandin-
avian Foundation, 1981
Þetta er mikil bók, alls rúmar 400 blaðsíður, frágangur góður og bókin
handhæg til notkunar þeim sem vill læra forníslensku. Uún fyllir skarð i
handbækur sem erlendir áhugamenn urn íslensk fræði hafa aðgang að, en
til þessa hefur þar varla verið um aðra bók á ensku að ræða en kennslubók
E.V. Gordons sem kom út hjá sama forlagi 1927 og aftur í útgáfu A.R.
Taylors 1957.
Bókin skiptist í fjóra meginhluta, hljóðfræði (Phonological Introduction)
12 síður, leskaflar 273 síður, orðasafn 64 síður, lykill að æfingum 27 síður.
Auk þess er stutt ritaskrá (á einni síðu) og rækilegar skrár um innihald
bókarinnar.
Þessar skrár eru vel gerðar, vísa til þess i hvaða kafla hvert atriði er að
finna, þannig að öll leit er auðveld. Af sama tagi er orðasafnið aftast í
bókinni. Það er að sjálfsögðu í stafrófsröð og vísað til þess kafla þar sem orð
er kynnt. Auk þessa er orðasafn aftan við hvem leskafla, en þeir eru taldir
35 og taka því nokkrar síður hver. Fyrstu tíu köflunum er ætlað að kynna
fyrst og fremst málfræðina, en í hinum síðari eru valdir 10—20 lína smá-
kaflar úr íslendinga sögum, t.d. Laxdælu, Njálu, Eglu, Grettlu, Eiríks sögu
rauða, Eyrbyggju og Gísla sögu. Ég sakna þess að sjá ekki kafla úr Heims-
kringlu eða Eddu, og fyrir nemendur hefði verið forvitnilegt að sjá nokkr-
ar linur úr Fyrstu málfræðiritgerðinni. En um val á slíku efni í kennslu-
bók má endalaust deila, og þessir kaflar sem valdir hafa verið í bókina eru
líklegir til að draga athygli nemenda að sér. Auk þess verður vitaskuld að
miða við það hvaða textar eru meðfærilegir byrjendum.
Miklu skiptir að villur séu fáar í bók af þessu tagi. Við nokkra leit hef ég
fundið dálítið af prentvillum í þessari bók, en fáar þeirra virðast mér
koma að sök. Þó fann ég þrjár prentvillur á sömu síðu (bls. xx, í skránni
um sögur) og eitthvað af slíkum villum er i orðasafninu (t.d. undir einræði
og skotit), en ekki ætti það að koma verulega að sök því að orðin eru lika á
sínum stað aftan við kaflana.
Þótt það skipti litlu er leiðara að í bókinni eru upphafsstafir í heitum