Skírnir - 01.01.1983, Page 171
SICÍRNIR
RITDÓMAR
165
sjálfsögðu samkvæmt alþekktri reglu sem sagt er frá í hljóðfræðikaflanum.
Hins vegar kemur þetta að gagni við orð eins og gestr þar sem sýndur er
stofninn gest-i-. Þó verður að taka fram þar að eignarfall eintölu endi á
-s, enda er það gert. Og byrjendum er ekki trúandi til að lesa rétt föll út
úr Hallgerðr (geröj-a-) þó þeir finni rétt eignarfall af Hallveig (veig-a-).
í orðasafninu standa saman herbergi (herbergj-) og herklœöi (klœðj-). Rétt
beyging verður ekki heldur rakin af þessum orðmyndum.
Mér sýnist þessi aðferð því illa geta komið í stað hinnar gömlu, að sýna
kenniföll nafnorða og kennimyndir sagnorða, þótt hún sé góð til að sýna
hljóðvarpsvald. En ég held hún henti byrjendum samhliða þeirri eldri
þangað til menn hafa náð tökum á meginreglum beygingakerfisins. Vegna
byrjenda sakna ég einfaldrar uppsetningar á formúlu eða reglu urn breyt-
ingar á aðalsérhljóði stofnsins af völdum endingasérhljóðs, svo sem um al-
gengasta u-hljóðvarpið:
(samhljóð) -f- a samhljóð — (samhljóð) -f o samhljóð á undan
u í viðskeyti eða beygingarendingu.
í hljóðfræðikaflanum er framburði fornmálsins lýst eftir því sem nútíma-
þekking leyfir. Þar eru vitanlega engin tök á að lýsa öllum afbrigðum eða
frávikum í hljóðbreytingum, enda tekur allur kaflinn ekki nema ellefu síð-
ur og er ætlaður sem inngangur að textalestri. Mér þykir höfundum hafa
tekist þar vel og kaflinn mjög skýr, þótt hann sé í heild fáorður og sam-
þjappaður.
Þótt hér hafi nokkuð verið dvalist við það sem mér þykir að bókinni,
virðist mér ekkert af því stórvægilegt. Og það er mikill fengur að henni.
Hún á að geta orðið gott tæki til að kynnast íslensku fornmáli. Því fagna ég
útkomu hennar.
Árni Böðvarsson
MARCHEN AUS ISLAND
Herausgegeben und úbersetzt von Kurt Schier
Eugen Diedrichs Verlag, Köln 1983
Fyrir nokkrum mánuðum kom út í Þýskalandi safn íslenskra þjóðsagna sem
Kurt Schier prófessor í Múnchen hefur þýtt úr íslensku og gefið út. í bók-
inni eru fimmtíu og fjórar þjóðsögur. Flestar þeirra eru teknar úr íslensk-
um þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar eða þrjátíu og sex, tvær eru
úr safni Ólafs Davíðssonar og ein úr Grímu hinni nýju sem Þorsteinn M.
Jónsson gaf út. Þá hefur ein sagan sem hér er birt komið á prent í Þjóð-
sagnabók Sigurðar Nordals, tvær í Munnmælasögum 17. aldar sem Bjarni
Einarsson gaf út og ein er tekin úr Ljósvetninga sögu. Þær ellefu sögur sem
nú eru ótaldar hafa hins vegar ekki birst á prenti á íslensku, a.m.k. ekki í
þeirri gerð sem þær eru þýddar eftir hér. Sex þessara sagna eru úr safni
Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi, tvær þeirra þýddar eftir rúmlega