Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1983, Síða 173

Skírnir - 01.01.1983, Síða 173
SKÍRNIR RITDÓMAR 167 og fjórum árum síðar eða 1923 komu íslenskar þjóðsögur og ævintýri út í Jena í þýðingu Hans og Idu Naumann. Eftir þetta varð tæplega sextíu ára hlé á útgáfu íslenskra þjóðsagna á þýsku, en árið 1980 kom út í Reykjavík „Sagen und Marchen aus Island". Það var Hubert Seelow sem stóð að þeirri útgáfu. Kurt Schier gerir grein fyrir þessum útgáfum öllum, nefnir hvaðan hver útgefandi hafi tekið þjóðsögur og ævintýri og hann nefnir einnig hvern- ig að hverri útgáfu hafi verið staðið, metur gildi þeirra, dregur fram það siem vel hefur verið gert hverju sinni, en bendir einnig á hitt sem ábóta- vant hefur verið. Er mikils virði að hafa allan þann fróðleik tiltækan á ein- um stað. Þá er einnig mikils um vert þær athugagreinar sem fylgja hverri sögu. Er þar gerð grein fyrir heiti sögunnar á íslensku og hvaðan hún er tekin til þýðingar, hvort það er úr prentuðu þjóðsagnasafni eða af hljómbandi. Þá er einnig gerð grein fyrir fyrri prentunum ef um þær er að ræða og greint frá öðrum gerðum af sömu sögu. Einnig er sagt hver sagði söguna upphaf- lega og skýrt frá því hvar á íslandi sögumaður var. Sé sagan tekin af hljóm- bandi, þá er einnig gerð grein fyrir því hvernig hún sé sögð. Taka sumar þessar athugagreinar yfir hálfar og heilar síður í bókinni og er að þeim hinn mesti fengur. Aðeins í einu tilviki sýndist mér upplýsinga vera vant í athugagrein. Er það þar sem segir frá „Sögunni af Sigurði", sem Kurt Schier kallar: Die Geschichte von Sigurd und seiner Schwester, sem er öllu meira réttnefni, því að sagan greinir allt eins frá systur Sigurðar eins og honum sjálfum og hún er engu síður söguhetja. Þessa sögu hefur Guðríður Finnbogadóttir sagt inn á hljómband fyrir Hallfreð Örn Eiríksson árið 1967. Hún er kunn í öðr- um löndum (AaTh 892) og Shakespeare hefur notað hana sem uppistöðu í verk (Cymbeline). Hins vegar kemur ekki fram hjá Kurt Schier, að önnur afbrigði séu til af þessari sögu á íslandi og i alþjóðlegum minnaskrám er þess raunar ekki heldur getið. En svo vill til, að þessi saga er til í a.m.k. einu íslensku þjóðsagnasafni. Er það íslenskar þjóðsögur og -sagnir Sigfúsar Sigfússonar, XIII. flokkur. Æfintýri og dæmisögur, sem út kom í Reykjavík 1958, bls. 83—92. Sagan heitir hjá Sigfúsi Veltihnöttur gæfunnar og segir að Brynhildur Haraldsdóttir í Firði í Seyðisfirði hafi skráð hana eftir minni móður sinnar. En útgáfan hjá Sigfúsi er sagt að sé skráð eftir þvi handriti árið 1921. Hjá Sigfúsi Sigfússyni eru meginminni öll hin sömu og í sögu Guðríðar. Nokkur munur er þó á þessum tveimur gerðum og verður hér drepið á helstu atriði, sem að vísu eru öll minni háttar. Þannig er í upphafinu hjá Sigfúsi ekki gert ráð fyrir því að systirin, sem heitir María og bróðirinn Jóhann, sé honum fremri í líkamlegu atgervi og riddaraíþróttum. María er hins vegar „meybarn svo fagurt, að mikið bar af sveininum". María er þó krýnd til ríkisins með bróður sínum „þvi að hún mun reynast þér vitrari", segir faðir þeirra. í þessari gerð er það með öðrum orðum andlega atgervið og fegurðin sem systirin hefur fram yfir bróður sinn, en í Guðríðar gerð var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.