Skírnir - 01.01.1983, Side 181
SKÍRNIR
RITDÓMAR
175
haldið frara í dórai um sýningu L. R. á Fjalla-Eyvindi að vafamál sé hvort
„nokkurt einstakt verk Ibsens eða Strindbergs sé jafnmargslungið og víð-
feðmt eins og „Fjalla-Eyvindur““. Framsetning Sigurðar fylgir nánast und-
antekningarlaust hinu hefðbundna mynstri: fyrst er rætt í fremur löngu
máli um höfundinn, verkið sjálft og e. t. v. þá stefnu sem það tilheyrir,
síðan fjallað um sviðsetningu, frammistöðu einstakra leikenda, leikmynd og
þýðingu. Um myndræn heildaráhrif, litasamsetningu og þvíumlíkt er nánast
aklrei fjallað. Einnig fer ákaflega lítið fyrir tilraunum til að setja hlutina
í stærra samhengi, benda á auðkenni tiltekinna listamanna eða greina þróun
einstakra þátta listgreinarinnar.
Vel má vera að leiklistargagnrýni Sigurðar A. Magnússonar hafi verið
heldur fyrir ofan meðallagið á sínurn tíma og þó að mat hans virðist ekki
laust við ýmsar gloppur er tæpast ástæða til að draga smekk hans alvarlega
í efa. Hann er greinilega einlægur í þeirri viðleitni sinni að stuðla að þroska
ungrar listgreinar og að vera heiðarlegur jafnt í lofi sem lasti. Hins vegar
eru skrif hans ekki nógu frumleg, persónuleg eða djúpsæ til að geta haft
marktæk áhrif á þróun leiklistar og leikbókmennta og því vandséð hvaða
erindi þau eiga til okkar nú. Sem leiklistargagnrýnanda tekst Sigurði A.
Magnússyni ekki að festa hendur á hinum hverfula skáldskap leiksviðsins
með þeim hætti sem sjá rná dæmi um hjá fremstu gagnrýnendum; til þess
brestur hann athyglisgáfu, stílfærni og faglega þekkingu. Útgáfa Máls og
menningar á greinum hans nú er því í rauninni tímaskekkja og fráleitt að
hún stuðli að þeirri endurnýjun sem íslensk leiklistargagnrýni þarf svo sár-
lega á að halda.
Jón ViSar Jónsson
ALDO KEEI.
INNOVATION UND RESTAURATION
Der Romancier Halldór Laxness seit dem Zweiten Weltkrieg
Helbing & Lichtenhahn Verlag, Basel/Frankfurt am Main, 1981
Doktorsritcerð sú, sem hér verður fjallað um, var varin við háskólann í
Ziirich sumarið 1980.
í formála kveðst höfundur ætla að reyna að sýna ákveðna þróun í seinni
skáldsögum Halldórs Laxness, lýsa hugmyndafræðilegri og bókmenntalegri
stöðu skáldsins á þessu tímabili. í þessu skyni eru Atómstöðin og Kristni-
hald undir Jökli sérstaklega rannsakaðar, bæði sem fágaður bókmenntatexti
og sem fagurfræðileg endurspeglun á samfélagslegum veruleika.
Innganginn hefur höf. á tilvitnun í bókmenntasögu Kristins E. Andrés-
sonar þar sem sá síðamefndi leggur áherslu á þá ábyrgð sem hvíli á
herðum íslenskra skálda, að sanna fyrir heiminum að íslendingar séu þjóð
sem á sjálfstæða tilveru. Höf. telur Halldór sinna ofangreindri skyldu
gagnvart þjóðinni, með nóbelsverðlaunum honum til handa sé brotið blað;