Skírnir - 01.01.1983, Page 186
180
INGI BOGI BOGASON
SKÍRNIR
Fimmti kafli ritgerðarinnar fjallar um tvær skáldsögur Halldórs frá sjö-
unda áratugnum, Innansveitarkroniku og Guðsgjafaþulu. Meginniðurstaða
höf. um frásagnartækni þessara sagna er sú að Halldór taki hér svipaða af-
stöðu og í Kristnihaldinu, söguhöfundur klæðist búningi hlutlægni og hafi
ásjónu hlutlauss skrásetjara. Máli sínu til stuðnings bendir höf. á að Hall-
dór vísi til ýmissa heimilda sem hann hafi notað við samningu bókanna.
Þetta sé þó eingöngu á ytra borðinu enda segir Halldór á titilblaði Innan-
sveitarkroniku að „skírskotanir lil nafngreindra manna rita skjala staða
tfma og atburða þjóna ekki sagnfræðilegu hlutverki í texta þessum".
Höf. þykir sýnt að meginhugmynd Innansveitarkroniku og Guðsgjafaþulu
sé allt önnur en t.d. í Gerplu og Paradísarheimt. Þar leituðu aðalpersón-
urnar að ákveðnu takmarki sem á endanum var hismi og hjóm. Bersi í
Guðsgjafaþulu hafi hins vegar ekki neitt ákveðið takmark til að stefna að.
Höf. bendir á að hann gangi i hringi eins og Gunna í Innansveitarkroniku,
treysti á máttarvöldin og lukkuna.
í sjötta og seinasta kafla dregur höf. sarnan á rúmum þremur blaðsíðum
helstu niðurstöður rannsókna sinna. Hann reifar meginhneigð í bókum
Halldórs frá því fyrir seinna stríð. Þar boði hann frelsun mannsins frá
kúgun, líkamlegri og andlegri. Eftir styrjöldina beiti Halldór sér fyrir ann-
ars konar samfélagsrýni. Nú sé út i hött að boða samkennd með hinum
þjáðu því sú rangsleitni sem fyrrnefndar bækur snerust um sé ekki lengur
fyrir hendi. Þvert á móti verði að skoða þjóðfélagsrýni i bókum Halldórs
eftir stríð í ljósi þess neyslusamfélags sem þá sé til staðar. I þeim verkum,
sem fjallað er um í ritgerðinni, beri gagnrýni Halldórs á samfélagið keim
af öðrum þáttum en i fyrirstriðs-skáldsögum hans. Höf. nefnir að í Atóm-
stöðinni setji Halldór fram andstæður dauðaþyrstra stjórnmálamanna og
friðelskandi þjóðar og Brekkukotsannáll boði m.a. gagnrýni á tækni nú-
tímans.
Höf. telur að í seinni verkum Halldórs fái einstaklingurinn meira rými
en áður. Sérkennilegar persónur og sjaldgæfar sitji í fyrirrúmi en nútíma-
fólk sé dregið fáum dráttum og standi fyrir ákveðna eiginleika, sé m. ö. o.
yfirleitt týpur. í kjölfar þessara persóna fylgi oft upphafning á forkapítal-
ísku bændasamfélagi. Með þessu móti sækist Halldór eftir að sýna hið
upprunalega og sanna.
Höf. sýnist að Eystridalur í Atómstöðinni sé ákveðið umhverfi sem Hall-
dór endurtaki í verkum sínum og verði æ þýðingarmeira: Þormóður Bessa-
son yfirgefur öruggt og hamingjusamt líferni á Ogri til að hefna fóstbróð-
ur síns; í Brekkukoti stendur tíminn kyrr; Steinar bóndi snýr aftur til
Hlíða eftir að hafa ferðast yfir höf og lönd; í Mosfellssveit lifa bændur
einföldu lífi. Þetta umhverfi sé ljóslega til staðar í Atómstöðinni, yfirgefið
vegna falsvona í Gerplu, hins vegar hafið upp í tengslum við iðjusemi
fyrri kynslóða í Brekkukotsannál. Þessar bækur boði þar með fyrst og
fremst afturhvarf til fyrri tíma og nægjusemi, fortíðin skuli kenna nútíðinni.
Ný pólitísk innsýn Halldórs leiðir af sér kreppu í frásagnartækni. Halldóri