Skírnir - 01.01.1983, Síða 191
SKÍRNIR
RITDÓMAR
185
ins? Hvað í ósköpunum er nú það, spyr gáttaður lesandi. Og fær það svar
að raunir og mótlæti eins og mest mátti verða á ævi hins fullorðna sögu-
manns sé ekki nema hégóminn einber, hrófatildur heimskunnar í ljósi ei-
lífa lífsins framundan. Auðvitað er ætlun sögumanns að lesandi samsami
söguefninu og geri að sinni útleggingu fóstru hans af því. En þó svo sé
litið til að niðurstaða sögunnar sé að öllu leyti einkamál sögumannsins, og
eigi ekki að kenna öðrum eitt eða neitt, verður hún aðallega til að veikja
tiltrú lesandans til hans og ómerkja að því skapi sjálfa þá reynslu sem var
þó efni sögunnar. Af því að huglæg merking sögulokanna stendur ekki i
neinu lífrænu, rökréttu samhengi við hlutlæga merkingu meginsögunnar,
sjálft yrkisefni hennar.
í öðrum sögum eftir Einar Kvaran — Þurrki, Vistaskiptum — er aftur á
móti siðferðisleg ályktun eða alhæfing af efni sögu, sem auðvitað á um síð-
ir gildi sitt undir samsinni lesandans, með miklu látlausara móti samsamað
söguefninu og fólgið i niðurlagi þeirra. Sé það rétt greint að í Marjasi
komi fram einhverskonar cðlislæg mótsögn raunsæisstefnu í skáldskap er
um leið fram kominn mælikvarði á raunsæjar sögur: hvort og hvernig tak-
ist að leysa slíka mótsögn í hverri sögu um sig. í Marjasi stendur hún
eftir óleyst. í sögum eins og Þurrki, Skilnaði, eða sögu Gests Pálssonar
um Grím kaupmann, er hinsvegar merking sögunnar fólgin í mynd einstæð-
ingsins í niðurlagi hennar sem líf hans er orðin ólinnandi þjáning, böl sem
ekki verður bætt, og leiðir af hlutlægum efnivið frásagnarinnar, natúralískri
athugun veruleikans. í og með sinni nánu veruleikalíkingu fela þær í sér
vísi eða drög til veruleikatúlkunar sem bendir út yfir endimörk hversdags-
legs raunsæis, raunsæisstefnu i skáldskap. Og hafa áhrif, miðla reynslu sem
vel má kalla „einstæða" með orðinu frá Poe.
íslenskar smásögur 1847—1974 er býsna mikið rit að vöxtum, meira en
1000 bls og rúmar 71 sögu eftir jafnmarga höfunda, uppundir hclmingur
þeirra í þriðja bindi safnsins sem tekur til smásagna eftir 1940. Þótt sög-
unum x safninu sé ekki skipað í neina nákvæma tímaröð verða á svipaðan
hátt skil á milli fyrri bindanna upp úr fyrri heimstyrjöld, og kemur þetta
svo sem heim við venjulegar tímasetningar í sögu samtímabókmennta.
En hver er tilgangur, hvernig lesa, til hvers nota menn ritsafn eins og
þetta — þar sem það ekki staðnæmist ólesið í bókahillu? Eflaust nota les-
endur, lesa það allt eða grípa allténd ofan í það, á nákvæmlega sama hátt
og hverjar aðrar sögur, vegna áhuga á og ánægju af efninu í safninu eins
og það kemur fyrir. En hitt er Iíklegt að sá lesandi sem hefur með þessu
hversdagslega móti gaman af safninu vilji um leið hafa af því annað gagn:
nota það til vísbendingar um sögur og höfunda, efnivið og aðferðir skáld-
skapar sem vert væri að kynnast nánar, af fleiri sögum. Vegna þess hve safn-
ið er stórt, höfundamir margir sem koma þar fyrir, virðist trúlegt að nán-
ast hver einasti lesandi þess, þótt vellesinn sé, finni þar ýmsar sögur og höf-
unda sem hann ekki þekkti fyrir. Og safnrit eins og þetta verður væntan-
lega á sínum stað í bókahillu nærtækt, handhægt þeim sem lítt eða ekki