Skírnir - 01.01.1983, Page 197
SKÍRNIR
RITDÓMAR
191
þcirrai' sögu, framyfir þættina í fyrstu þremur bókunr Thors, og velja
eftir Geir sögu, Hráefnið, sem alveg semur sig að pólitískri ádeiluhefð úr
kynslóðinni á undan, og nánast að fyrirmynd Halldórs Stefánssonar, er
gengið framhjá raunverulegum nýmælum sem þessir höfundar höfðu fram
að færa í sögulegu samhengi smásagnagerðar. Og þegar Sunnudagskvöld til
mánudagsmorguns eftir Astu og Saga handa börnum eftir Svövu Jakobs-
dóttur eru teknar upp í safnið er jafnframt haldið á loft alkunnustu sýnis-
dæmum úr verkum þeirra (báðar td. birtar í nýlegu úrvali smásagna handa
skólum) umfram aðra jafngóða kosti í sögum höfundanna.
í stystu máli sagt væri augljóslega þörf á sögulegri viðmiðun í sjálfu efn-
isvalinu um þróun og framvindu smásagnagcrðar, ekki síður en formlegri
viðmiðun um skáldlist smásagna, til að fá yfirsýn yfir efnið og gera því
skil. Sögur hvers tíma verður að virða í ljósi formshefðar sem þær vaxa úr
— og vaxa jafnharðan frá henni, auka við og umbreyta efnivið og aðferðum
hennar. Og það verður að virða fjölbreytni formsins í sögum einstakra höf-
unda og á ólíkum tfmum. Kenningin frá Poe um einföld og einstæð áhrif
smásagna, eða sú hugmynd að í smásagnagerð fari einatt saman rómantísk-
ar formshugmyndir og raunsæisleg merkingarmið, er sjálfsagt ekki einhlít.
En gæti þó gefið til kynna hvers væri þörf. Hvað sem líður fyrirvara Krist-
jáns Karlssonar uin bókmenntasögu og gagnrýni í formálanum virðist á hinn
bóginn óraunhæf kennisetning um einhlíta raunsæisstefnu íslenskrar smá-
sagnagerðar í verki hafa spillt sýn og smekk á efnið.
Þeirri kenningu verður að vísu ekki hafnað með öllu nema vinna allt
hið sama verk upp á nýtt sem áður hefur verið lagt í undirbúning íslenskra
smásagna. Fjarska virðist samt líklegt að með öðrum leiðarljósum um efni-
við og aðferðir, þróun og framvindu smásagna hefði mátt taka saman allt
annarskonar sýnisbók þeirra — hvaða sögur sem að endingu stæðu eftir,
sjálfsagðar í úrvali bestu smásagna, hvernig sem því væri annars hagað.
Vel má ímynda sór að slíkt verk gæti orðið minna að vöxtum og fyrirferð
og þó fjölbreyttara að efni, skipað betri og skemmtilegri sögum en raunin
er í íslenskum smásögum, og þar með markverðara um smásögur sem bók-
menntagrein, skáldskaparform á íslensku.
Ólafur Jónsson