Skírnir - 01.01.1986, Blaðsíða 45
SKÍRNIR
mótsOgn og miðlun
41
(Wesen) og sú þriðja Hugtakið (Begriff), og yrði eins og nærri má
geta, of langt mál að rekja efni þeirra hér í einstökum atriðum.
En til að gefa einhverja hugmynd um það má til að mynda geta
þess að í fyrstu bókinni um veruna er fjallað um hugtök eins og
magn (kvantítet) og eigind (kvalítet) og sýnt að þau eru tengdari
en mönnum gæti virzt við fyrstu sýn. Vísindaleg hugsun byggist
að miklu leyti á því að eigind er skilin sem magn ogt. d. mismunur
á hljóðum eða litum rakinn til mælanlegra stærðarhlutfalla, en
einnig má rekja tilkomu nýrra eiginda til breytinga á magni hins
sama, svo sem þegar sandkorn verða að hrúgu, hópur einstak-
linga verður stétt eða þj óð og öðlast við það nýj a vitund og þannig
markast öll þróun af ákveðnum díalektískum stökkbreytingum. í
bókinni um eðlið erum við aftur komin á annað stig þar sem hug-
tökin birtast jafnan tvöföld og samtvinnuð og annað sem forsenda
hins, en úr hverri tvennd sprettur síðan jafnan nýtt hugtak sem
sameinar hin fyrri og „hefur þau upp“ en myndar síðan með eigin
andstæðu nýja tvennd.
Af þessum tvenndarhugtökum má fyrst nefna orsök og afleið-
ingu, efni og form, eðli og ásýnd, hlut og eiginleika, hið innra og
hið ytra, og við sjáum einnig hvernig t. d. hið innra og hið ytra
sameinast í hugtakinu raunveruleiki, en það hugtak ber í sér ann-
að hugtak, þ. e. a. s. hugtakið möguleiki, en þau tvö sameinast
síðan í hugtakinu óhjákvæmileiki (Notwendigkeit) þar sem mögu-
leikinn er „hafinn upp“; óhjákvæmileikinn á sér hinsvegar and-
stæðu í hugtakinu tilviljun sem leiðir þá til athugunar á hugtakinu
orsakasamhengi. Sé það hugsað til enda, birtist orsakasamhengið
ekki sem endalaus röð heldur lokaður hringur, einhverskonar
gagnvirkni, og þar með snýst það yfir í hugtakið frelsi, sem er
sjálfsframkvæmd, en með því erum við komin inn á nýtt svið, svið
sjálfsveru, sem síðan er fjallað um í þriðju bókinni, bókinni um
hugtakið. Hér verða hugtökin huglægari, og meðal þeirra eru
hugtök sem við þekkjum úr viðtekinni rökfræði, svo sem dómur
og ályktun, og hlutheimurinn nú skoðaður út frá sjónarmiði
markhyggju, þannig að höfuðáherzlan fellur þar á sambandið
milli tækis og tilgangs, eða ef menn vilja það heldur, milli meðals
og markmiðs. Sú athugun nær hámarki í hugmyndinni um sjálfs-
markmið eða tilgang í sjálfu sér, en það er hin alyfirtæka frum-