Skírnir - 01.01.1986, Blaðsíða 243
SKlRNIR UM RÉTTLÆTISHUGTÖK HAYEKS OG NOZICKS
239
einhverja menn, að þeir séu góðir söngvarar, snjallir vísinda-
menn og útsjónarsamir framkvæmdamenn, kemur siðferðisgildi
verka þeirra lítið sem ekkert við. Maður getur verið illmenni,
þótt hann hafi fagra söngrödd. Gáfa snillingsins er næstum því
fyrirhafnarlaus og því þakkarlaus í siðferðilegum skilningi. En á
að neita honum um verðlaun fyrir snilldina, vegna þess að einhver
annar hefur erfiðað miklu meira og á því fremur verðlaunin skilið
í siðferðilegum skilningi? Væri það ekki ranglæti, brot á leikregl-
unum? Sigurður Nordal kemur orðum að svipaðri hugsun og Ha-
yek, þegar hann lýsir manninum, sem er innblásinn án þess að
geta ort:
Svo undarlegir eru vegir listarinnar. Svo erfitt er að ráða gildi verks af því, sem
fyrir listamanninum hefur vakað. „Veslings, veslings viljinn góði“ getur verið
jafnvanmáttugur og í siðferðislífi manna, þar sem þeir breyta sumir verst, sem
vildu best, en öðrum er fyrirhafnarlaust að lifa flekklausu lífi, þótt þeir hafi
aldrei lagt sjálfráða stund á það.17
4. Sést Hayek yfir einhverja frelsisskerðingu?
Þorsteinn Gylfason sakar Hayek ekki aðeins um ályktunarvillu,
heldur einnig um yfirsjón. Hann segir á bls. 170:
Jafnframt þessu sést honum svo yfir hitt, að frelsi manna til að velja sér störf
eítir geðþótta er heft með nákvæmlega sama hætti hvort heldur menn eru
valdir til starfa, eða launaðir fyrir störf sín, eftir árangri í starfi eða eftir verð-
leikum sínum eins og vinnusemi. Ef við teljum það til frelsisskerðinga, eins og
Hayek virðist gera, að menn ráðist til starfa eftir verðleikum, þá er það líka
frelsisskerðing að ráða þá eftir árangri verka þeirra og án tillits til hvata þeirra
til verka.
Þessar setningar eru að vísu torræðar eins og þær standa, þar sem
engar frekari skýringar eru gefnar. En Þorsteinn hefur svo sann-
arlega rangt fyrir sér, ef hann heldur því fram, að frelsi okkar tak-
markist „með nákvæmlega sama hætti“, hvort sem tekjur okkar
eru skammtaðar samkvæmt einhverju valdboðnu verðleikamati
eða umsamdar á frjálsum markaði.
Lítum á þetta mál. Hvað takmarkar frelsi mitt, þegar tekjur
mínar ráðast af framboði og eftirspurn á frjálsum markaði? Það,
sem takmarkar það, er sama frelsi annarra manna - frelsi þeirra