Skírnir - 01.01.1986, Blaðsíða 409
SKÍRNIR
RITDÓMAR
405
runnið) og kalla þær þess í stað fleiðru og skinu. Bæði eru þessi nýyrði ástæðu-
laus, en auk þess lætur mér ekki orðið fleiðra einungis illa í eyrum, heldur rísa
sum önnur skynfæri mín öndverð gegn því. Það tjóar semsé ekki að deila um
smekkinn. Einnig kemur allvíða fram helzt til mikil viðkvæmni höfundar, þeg-
ar nýyrði og orðmyndanir hans sjálfs eiga í hlut. í bréfi til Benedikts Tómas-
sonar dagsettu27. apríl 1956 (II, bls. 327) er höfundur engan veginn ósmeykur
um, að Halldór Halldórsson prófessor liggi á því lúalaginu að spilla fyrir ný-
yrðum höfundar viðprófessor Jón Steffensen, en að það hafi jafngilt rothöggi
á þann sama vonda Halldór, að hann heyrði dr. Björn Sigurðsson nefna veiru.
Ef orð fellur í grýttan jarðveg, þá skal það vera vondum mönnum að kenna.
í>ó að höfundur haldi allvíða á loft þeirri uppeldisaðferð heilags anda og séra
Hallgríms „að lemja og hræða“, eru þó mörg fjörleg skrif hans til marks um
það, að honum er líka sýnt um að lífga og glæða, sem yfirleitt er talið vænlegra
til árangurs í uppeldi nú á dögum. Þess sér einnig stað í skrifunum um íslenzkt
mál. Víst eru í bókinni settar fram á jákvæðan hátt ýmsar athyglisverðar tillög-
ur um ný orð, ekki sízt í tveimur síðustu þáttum fyrra bindis, Skinnsokkur og
skotthúfa og Orð og orðaviðhorf. Pess er þó engin von, að þau verði öll tekin
upp. Til þess mun grundvöllur sumra þeirra of mörgum miður ljós, svo sem í
orðunum gerður (konkret) og getinn (abstrakt). Þó ber að hafa það hugfast,
að fjölmargt er það utan þessa tveggja binda verks, sem treystir grundvöll
undir þeirri spá, að Vilmundar Jónssonar verði lengi minnzt sem eins frjóasta
og snjallasta nýyrðahöfundar 20. aldar á íslandi. Benedikt læknir Tómasson,
sem ritað hefur afbragðs góða ævisögu Vilmundar í Andvara 1984, telur, að
nær öll nýyrði hans í læknisfræði muni vera í Alþjóðlegri sjúkdóma- og dán-
armeinaskrá, sem fyrst kom út í þýðingu Vilmundar 1953. Skal einkum vísað
í kaflann Orðasmiður (bls. 54-58) í ritgerð Benedikts.
Læt ég þá útrætt um fyrra bindið, þó að mörgu og miklu sé að taka.
Fyrsti flokkur í síðara bindi fjallar um stjórnmál. Fimm fyrstu greinarnar
eru úr blaðinu Skutli, málgagni jafnaðarmanna á Vestfjörðum, heldur betur
mergjaðar og hvassar, enda mun þann tóninn ekki hafa skort í málgögnum
andstæðinga hans á ísafjarðarárunum. Ég verð að játa, að ég var það fjarri
vettvangi í tíma og rúmi, að ég treysti mér ekki til að dæma af réttsýni um þessi
skrif án undangenginnar rannsóknar. En víst er um það, að það er enginn
klaufi, sem heldur á penna.
Sjötta greinin í þessum flokki er Ríkisútgáfa námsbóka, greinargerð frá
1935 um merkilegt framfaramál á sínum tíma, sem var þó engan veginn
ágreiningslaust, enda töldu bókaútgefendur, að þeir hefðu þar talsverðra
hagsmuna að gæta, sem gefur að skilja. Greinin er skrifuð af mikilli rökfestu
og hóflega yljuð af þeirri glóð tilfinninga, sem oft einkennir höfundinn, þegar
skiptar eru skoðanir. Þess er einnig að geta, að höfundur lét sér lengi mjög
annt um þetta óskabarn sitt, sem auðnast hafa lífdagar frá 1936 og á því fimm-
tugsafmæli á þessu ári.
Síðasta greinin í þessum flokki nefnist Til varnar lýðrœðinu og er raunar
þingræða um þingsályktunartillögu, sem fram kom seint á útmánuðum 1940,