Skírnir - 01.01.1986, Blaðsíða 276
272
HANNES H. GISSURARSON
SKÍRNIR
þeirra og margvísleg samtök styðja menn til þroska heldur en að Iáta ríkið, þar
sem ákvarðanir eru ætíð teknar af fáum mönnum á grundvelli lítillar þekking-
ar, gera það.90
Tilvísanir
Við samningu þessarar ritgerðar hef ég meðal annars notið samtala við og at-
hugasemda frá þeim Friedrich A. von Hayek, Robert Nozick, James M.
Buchanan, G.A. Cohen, Milton Friedman, John Gray, Jónasi H. Haralz,
Matthíasi Johannessen og George Stigler. Ég ber þó að sj álfsögðu einn ábyrgð
á því, sem miður kann að fara.
1. Eftirtalin rit Hayeks hafa komið út á íslensku: „Frelsi og fjárhagsmáF' í
Frjálsri verslun 1940 (12. hefti 2. árg.), bls. 25-27 og 1941 (4. hefti 3. árg.),
bls. 25-29, líklega í íslenskun Ólafs Björnssonar; útdráttur úr Leiðinni til
ánauðar í nokkrum greinum í Morgunblaðinu sumarið 1945 og í sérstök-
um bæklingi árið eftir í íslenskun Ólafs Björnssonar (útg. Samband ungra
sjálfstæðismanna, Reykjavík); Leiðin til ánauðar (í heild) 1980 í íslensk-
un minni (útg. Almenna bókafélagið og Félag frjálshyggjumanna,
Reykjavík); „Miðju-moðið“ í Frelsinu (1. árg. 1980), bls. 6-35, og
„Skipulag peningamála" í Frelsinu (4. árg. 1983), bls. 94-104, hvort
tveggja í íslenskun minni. Margt hefur verið skrifað um Hayek á ís-
lensku, einkum í tímaritinu Frelsinu, en einnig má nefna ritgerð um hann
í bók Ólafs Björnssonar prófessors, Einstaklingsfrelsi og hagskipulagi
(Félag frjálshyggjumanna, Reykjavík 1982), bls. 215-222.
2. Ég flutti þegar sumarið 1977 þátt í Ríkisútvarpið um réttlætiskenningu
Nozicks og síðan fyrirlestur um hana á fundi Félags áhugamanna um
heimspeki í janúar 1979, en sá fyrirlestur birtist undir heitinu „Er lág-
marksríkið eitt réttlætanlegt?" í Frelsinu (1. árg. 1980), bls. 252-272. Dr.
Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur víkur einnig að þessari kenningu í
grein í Frelsinu (3. árg. 1982), bls. 48-58.
3. Þorsteinn Gylfason: „Hvað er réttlæti?" í Skírni, 158. árg. (1984), bls.
159-222. Þess má geta, að Þorsteinn tilgreinir nokkra yfirlesara, sem hafa
því miður ekki forðað honum frá augljósustu villum, þar á meðal þá dr.
Eyjólf Kjalar Emilsson, dr. Gunnar Harðarson og dr. Mikael Karlsson.
Þetta er því átakanlegra sem þeir hafa allir doktorspróf í heimspeki.
4. Hannes H. Gissurarson: Hayek's Conservative Liberalism, D. Phil.
Thesis, Oxford 1985 (væntanlegt 1986 hjá Garland Publishing Inc. í New
York).
5. Friedrich A. Hayek: Leiðin til ánauðar, bls. 23 og 38.