Skírnir - 01.01.1986, Blaðsíða 413
SKlRNIR
RITDÓMAR
409
hennar gerðist ekki hrösunarhætt“ (II, bls. 183-184). -Ættu læknar þá að geta
unað vel við þessa málsvörn landlæknis.
Næstu tveir þættir, Logið í stállunga - Ritað gegn auglýsingaskrumi lækna
og Stállungahernaðurinn - Ritað gegn hýenum lýðræðisins, eru óaðskiljanleg-
ir, og verður að fjalla um þá saman. Síðari hluti fyrirsagnar fyrri greinar skýrir
vel, hvað kom skrifunum af stað. Ungum lækni hafði orðið það á að telja, að
sér hefði verið gefið stállunga, sem hann kvaðst hafa látið renna til Landspít-
alans. Landlæknir hélt því fram, að gjöf þessa hefði borið að á annan hátt og
yfirlýsingar hins unga læknis hefðu því verið villandi og borið vott um óviðeig-
andi og raunar fordæmanlega auglýsingamennsku. Greinin er þó ekki sérlega
harkaleg, öllu heldur ströng föðurleg áminning, sem fleiri en hinn ungi og
óráðni læknir mega taka til sín. Það er fróðlegt að gefa því gaum, að mjög seint
í ritgerðinni stendur málsháttur, auðkenndur með skáletri og innan gæsa-
lappa, „Þegar einum er kennt, þá er öðrum bent“ (II, bls. 199). Nú eru fáir
orðnir uppistandandi af þeim, sem drukku síðdegiskaffi á Ingólfskaffi, áður
en kaffistofa kom í Arnarhvoli. Ég minnist þó þess, að um þær mundir, sem
Þórbergur Þórðarson skrifaði minnisstæða ritgerð sína um stíl Einum kennt-
öðrum bent (Helgafell 1944), þar sem hann seildist mjög til dæma úr hinni
merku Hornstrendingabók Þórleifs Bjarnasonar, bar þennan málshátt oft á
góma, enda mátti ljóst vera, að Þórbergur beindi skeytum sínum í fleiri en
eina átt, ekki síður en hinn vandlætingasami og föðurlegi landlæknir nokkrum
árum áður. - Seinni greinin er skrifuð í tilefni þess, að Jónas Jónsson frá Hriflu
hafði tekið að sér málsvörn fyrir hönd læknisins unga. Var þá ekki að sökum
að spyrja, að harka færðist í leikinn af beggja hálfu, enda byrjar landlæknir
þessa síðari grein sína, eftir að hann hefur snúið sér að málsvarnarmanninum,
á því „að minna á hið fornkveðna, að sá skuli hafa brek, er beiðist" (II, bls.
200). Má nú heita, að gáleysi læknisins unga sé úr sögunni, en við taki skulda-
skil tveggja stjórnmálamanna, sem fyrrum höfðu átt ýmislegt jákvætt saman
að sælda, en hlutu, þegar hér var komið sögu, að lenda í árekstrum, þar sem
báðir voru ríklundaðir, hvor á sinn hátt, og engir viðvaningar á ritvellinum.
Jónas virðist í grein sinni gegn landlækni hafa í framhjáhlaupi reynt að koma
höggi á Háskóla íslands fyrir vanrækslu við að þakka fyrir veglega bókagjöf
haustið 1931 frá dr. Brandi Brandson prófessor í Winnipeg. Landlæknir telur
sér að vonum ekki skylt að svara fyrir Háskólann, en leggur þó fram gögn, sem
afsanna sakargift Jónasar. Síðan hnykkir hann á með þessum orðum: „Hér er
með öðrum orðum um ómerka og tilhæfulausa kjaftakerlingarslúðursögu að
ræða, sem skömm er að bendla við jafnvirðulegan heiðursmann og dr. Brand-
son í Winnipeg“ (II, bls. 215). - Er auðséð, að hvorugur hefur dregið af sér í
þessari rimmu. Hins vegar er fátt í báðum þessum þáttum landlæknis, sem
varðar beinlínis heilbrigðismál, en tilefnið flokkast þó undir siðareglur lækna.
- Hér skal að lokum aðeins vísað til þess, sem segir hér að framan um þáttinn
Til varnar lýðræðinu.
Þátturinn Nokkur framtíðarmál hjúkrunarkvenna er mjög málefnalegur og
rökrænn í sniðum. Höfundur fagnar þvf, að hjúkrunarkonur sem stétt hafi frá