Skírnir - 01.01.1986, Blaðsíða 97
SKÍRNIR
AUÐUR OG EKLA
93
germanska fornsögu og hefur varla að því leyti verið hagnýtt, eins
og vert væri.
Það, sem löngum hefur glapið skilninginn, ekki á ávöxtum,
heldur á þroskaskilyrðum íslenzkra fornmennta og fornmenning-
ar yfirleitt, er sú kórvilla, að sögurnar hafi verið til á undan sögun-
um, hafi fullmótazt löngu fyrr en þær voru ritaðar og varðveitzt
síðan lítt breyttar. Með því móti er mikið látið gerast á 10. og 11.
öld af því, sem í raun og veru gerðist á 13. öld. Ef við þorum að
sjá og athuga, að sögurnar eru runnar upp úr og spegla síðan
framar öllu menningarbaráttu tímabilsins frá 1180-1300, væru
óhugsanlegar án hennar og verða aldrei fullskildar án hennar, þá
birtist líka þessi menningarbarátta okkur í nýju og skýrara ljósi.4
Á auð og eklu íslendinga má líta frá ýmsum hliðum. Þeir voru
að sumu leyti fátækari en hinar norrænu þjóðirnar og óánægðari
með kjör sín, einkum eftir að kom fram á 12. öldina.5 Af verald-
legum gæðum áttu þeir samt það tvennt í ríkum mæli, sem var
nauðsynlegast til ritstarfa: kálfskinn og góðan tíma. Óánægja
þeirra var miðuð við frama víkingaaldar, viðgang þjóðlífsins á
söguöld og hag höfðingjastétta erlendis. En þessi óánægja var
andlegur auður. Hún glæddi hugsun þeirra um sögu sína, um önn-
ur lönd og sögu þeirra. Þegar ég nefndi þetta spjall Auð og Eklu í
íslenzkum fornmenntum, hafði ég samt vitanlega framar öllu
menntir ritaldar í huga, jafnt fornar sem nýjar, aðfluttar sem arf-
teknar, og skal nú snúa mér að þeim.
Ef við lítum allra snöggvast til tíma trúboðs og kristnitöku, sem
gerist þrjú hundruð árum fyrr en sigur kirkjunnar, þá sjáum við
gjörla, hversu erlend áhrif magna kveðskapinn á hæsta stigi hans.
Hvort sem Egill hefur verið prímsigndur eða ekki, þekkti hann
eitthvað til engilsaxneskrar menningar, úr því að hann tók upp
nýjan, enskan bragarhátt á Höfuðlausn. Og höfundur Völuspár
stýrir sínum hásiglda knerri með landsýn af kristninni, fær byr í
segl af henni, þótt hann láti sér ekki liggja á að leita þar hafnar.
Eftir að kristnin hefur verið játuð og friður saminn í bili, dofnar
óneitanlega yfir skáldskapnum. Friðaröldin er andlega ófrjóvasta
tímabil íslenzkrar fornmenningar, einmitt af því að hún er friðar-
öld, a. m. k. frá því sjónarmiði, sem hér er um að ræða. Hún er