Skírnir - 01.01.1986, Blaðsíða 91
SKÍRNIR
AUÐUR OG EKLA
87
fyrir frelsi sínu og fornri trú í lok áttundu aldar. Engilsaxar og
Þjóðverjar héldu að vísu tungu sinni og þjóðerni og urðu höfuð-
þjóðir Germana. En suðræn áhrif komu svo skjótt og með því of-
ríki til þeirra, að þeir varðveittu ekki né ávöxtuðu þjóðlega forn-
menningu sína svo lítt snortna sem kostur varð á fyrir þann ger-
manska þjóðabálk, sem kemur ekki fram á svið veraldarsögunnar
fyrr en um 800.
Norðurlandabúar eða Skandfnavar voru frá fornu fari nokkuð
einangraðir frá öðrum Germönum. Heimkynni þeirra voru að-
eins landföst við Germaníu hina syðri á einum stað. Þeir höfðu
bæði notið þessa og goldið. Járnöld hófst þar t.d. síðar, en fyrir
bragðið fékk germönsk bronsaldarmenning næði til að þróast
lengur og ná hámarki sínu á Norðurlöndum. Þó að norrænar
þjóðir bæði sendu frá sér herflokka og næmu ýmiss konar suðræn
áhrif á þjóðflutningatímunum, varð niðurstaða þess ólguskeiðs
fyrir þær meiri einangrun frá frændþjóðum sínum um stundarsak-
ir vegna fleygs þess, sem Vindur, er komu að austan, mynduðu
milli þeirra og Saxa meðfram suðurströnd Eystrasalts. Á þessu
tímabili, öldunum fyrir 800, safna þær fólksfjölda, orku og tækni
til sinna sérstöku þjóðflutninga, víkingarinnar.
Víkingin á sér svipuð tildrög og niðurstöðu sem þjóðflutning-
arnir fyrri. Norðurlönd senda frá sér stærri og smærri hernáms-
flokka, sem týnast norrænu þjóðerni, ýmist meðal fjarskyldari
þjóða, slafneskra í austri, rómanskra í suðri, keltneskra í vestri,
eða skyldari, svo sem Engilsaxa. Einkennilegt dæmi afturkasts er
það, þegar Normannar setjast yfir Engilsaxa og flytja þeim meiri
áhrif rómanskrar tungu og siða en nágrannar þeirra austan Erma-
sunds höfðu áður megnað.
Svo sigursælir sem víkingarnir reyndust í hernaði, varð suðræn
og vestræn menning þeim ofurefli, ekki einungis að yfirbuga hana
út á við, heldur að veita henni viðnám heima fyrir, þegar þeir voru
á annað borð komnir í kynni við hana. Norðurlönd voru að vísu
aldrei undirokuð að sunnan eins og Saxland, en samt liggur við,
að Danmörk, óðal og heimkynni Knúts ríka, yrði á síðari árum
hans hjálenda Englands, - svo mikils þótti honum vert um ríki,
sem hann hafði unnið fyrir vestan haf, og menningu þess. En sam-
tímis því sem vopn víkinganna ægðu Norðurálfunni, sigu áhrifin