Skírnir - 01.01.1986, Blaðsíða 375
SKÍRNIR
RITDÓMAR
371
Efni bókarinnar er eftirfarandi:
I. Hluti: „Goðin koma fram á sjónarsviðið“ (bls. 11-80)
1. Kafli: „Uppruni heimsins“ (bls. 12-42)
2. Kafli: „Verur þær, er koma fram í goðsögnunum (bls. 43-80)
II. Hluti: „Goðsagnir11 (bls. 81-282)
1. Kafli: „Óðinn“ (bls. 82-130)
2. Kafli: „Þór“ (bls. 131-172)
3. Kafli: „Njörður" (bls. 173-181)
4. Kafli: „Freyr“ (bls. 182-198)
5. Kafli: „Baldur“ (bls. 199-210)
6. Kafli: „Aðrir æsir“ (Höður, Váli, Víðarr, Forseti, Týr, Heimdallur,
Ullur, Bragi) (bls. 211-240)
7. Kafli: „Loki“ (bls. 241-257)
8. Kafli: „Ásynjur" (Frigg, Freyja, Iðunn, Gefjunog aðrarásynjur) (bls.
258-282)
III. Hluti: „Ragnarök“ (bls. 283-299)
1. Kafli: „Ringulreið heimsins“ (bls. 284-287)
2. Kafli: „Örlög goðanna“ (bls. 288-295)
3. Kafli: „Endurfæðing heimsins“ (bls. 296-299)
Hinum einstöku köflum er títt skipt niður í margar greinar og í heild er efnið
ákaflega skýrt og skipulega sett fram. Stundum endursegir höfundur efnið úr
hinum ýmsu heimildum, en stundum þýðir hann sem næst stafrétt. Þannig eru
ýmsar vísur úr Eddukvæðum meistaralega vel þýddar í ljóðaformi á japönsku,
svo að bæði er unun að lesa og beinlínis aðdáunarvert snilldarverk.
Þrátt fyrir það að flest í þessari bók sé lofs vert, kemur fyrir á allmörgum.
stöðum, að tilvísanir í kafla í Gylfaginningu og Skáldskaparmál eru ekki
réttar. Ef miðað er við útgáfu Guðna Jónssonar hjá íslendingasagnaútgáfunni
(endurprentun: Prentverk Odds Björnssonar, Akureyri 1976), eru t. d. slíkar
villur á bls. 73 (þar á tilvitnunin að vera í kafla 14 í Gylfaginningu, en ekki í
kafla 15), á bls. 79 (tilvitnunin á þar að vera í kafla 43 í Skáldskaparmálum,
en ekki í kafla 44) og á bls. 270 (þar á tilvitnunin að vera í kafla 62 í Skáld-
skaparmálum, en ekki í kafla 50). Villur af þessu tagi eru á talsvert fleiri
stöðum, en hins vegar hafa þær engin áhrif á, að hvarvetna er farið rétt með
efnið.
í lok bókarinnar er ritaskrá, sem skipt er í þrjá hluta: Grundvallarrit (bls.
301-303), rit á japönsku (bls. 303-304) og rit, sem vísað er til (bls. 304-305).
Þá fylgja ættartala goðanna (bls. 306), kort af Norðurlöndum (bls. 307),
myndaheimildir (bls. 308) og síðast atriðaskrá (bls. 310-322).
Bókin er fagurlega myndskreytt og prentun og ailur frágangur til fyrirmynd-