Skírnir - 01.01.1986, Blaðsíða 351
SKÍRNIR
RITDÓMAR
347
JÓHANN S. HANNESSON
TlUNDIR, kvæði
Örn og Örlygur 1985.
Ferill Jóhanns S. Hannessonar sem ljóðskálds er býsna sérstæður. Fimmtíu
og átta ára gamall gefur hann út sína fyrstu ljóðabók Ferilorð (1977), en henni
fylgja síðan með stuttu millibili bækurnar Hlymrek á sextugu (1979) og Slitur
úr sjöorðabók (1980), og árið 1985, tveim árum eftir lát Jóhanns, kemursvo út
í umsjá Kristjáns Karlssonar og með inngangi eftir hann Ijóðabókin Tíundir
sem hefur að geyma aðallega þau Ijóð sem Jóhann orti síðustu æviár sín. Að
vísu hefur Jóhann fengizt við ljóðagerð talsvert miklu lengur en halda mætti
af þessum ártölum, en það er þó ljóst að hann hefur ekki tekið ljóðlistina veru-
lega föstum tökum fyrr en á efri árum. Þetta má að sjálfsögðu rekja til þess að
áhugi hans og hæfileikar hafa beinzt í margar áttir, og vissulega hefur hann
skilað góðu ævistarfi á öðrum sviðum, sem skólamaður og fræðimaður, og
hvergi sparað þar krafta sína. Ljóðagyðjan hefur því óhjákvæmilega orðið
nokkuð útundan, og hvísl hennar lengst af orðið undir „í keppni við“ hans
„hversdagssýsl", eins og hann orðar það í einu kvæði sínu, en þar fyrir utan má
ætla að Jóhann hafi haft nokkrar efasemdir um köllun sína til skáldskapar.
Hann nefnir sig í öðrum kvæðum „skáld til hálfs" og „leikmann orðsins", og
einhvers staðar hef ég heyrt eða séð það haft eftir honum að hann væri aðeins
„háspekilegur hagyrðingur“. Þessi yfirlýsing ber að sjálfsögðu nokkurn keim
af þeirri sérstæðu sjálfshæðni og lítillæti sem Jóhann átti til, því orðið „hagyrð-
ingur“ er ekki laust við niðrandi hljóm og felur í sér aðdróttun um vissan skort
á listrænni alvöru. Það má að vísu til sanns vegar færa að margt af því sem Jó-
hann lét frá sér fara er framar öðru byggt upp á leikni og orðheppni, og yfirleitt
verður ekki sagt um kvæði Jóhanns að þau séu „lýrisk“ í orðsins fyllstu merk-
ingu. Kveðskapur Jóhanns stingur raunar allmjög í stúf við það sem helzt
gengur undir nafninu „skáldskapur“ meðal vor nú á síðustu tímum, hvort
heldur sá kveðskapur er í þjóðlegum, náttúrurómantískum stíl sem menn vilja
kenna við „endurreisn“ eða hið mikla orðaflóð þeirra sem flykkja sér undir
merki „nútímalegs eftirstríðsskáldskapar“.
Óneitanlega hafa menn tilhneigingu til að líta á það sem helzta kennimerki
ósvikins skáldskapar að vera borinn uppi af meira eða minna óljósri tilfinn-
ingu eða lausbeizluðu ímyndunarafli fremur en byggður á rökvísi og skýrri
hugsun, og því hollt að minnast þess að fyrr á tímum voru einnig í heiðri hafð-
ar aðrar greinar ljóðlistar en hin lýriska í þrengri merkingu, og má þar til dæm-
is nefna gnómískan, dídaktískan eða satírískan skáldskap. Auðvitað höfum
við enga ástæðu til að ganga út frá því að ljóðagyðjan geti ekki brugðið upp
fleiri svipum en hinum hátíðlega, angurværa eða spámannlega, - því skyldi
hún ekki geta glott út í annað kankvíslega á stundum og orðið spotzk eða
íbyggin, og raunar hefði hún einmitt meiri ástæðu til þess nú um þessar mundir
en oft áður. Hvað sem því líður virðist oft hafa verið hærra á henni risið vits-
munalega séð en einmitt nú, svo sem í fornöld og á tímum klassísks húman-