Skírnir - 01.01.1986, Blaðsíða 420
416
HJÖRTUR PÁLSSON
SKlRNIR
hvorki verið lesin né hlotið athygli og rannsókn í hlutfalli við það. „Það er
kominn tími til að við förum að meta Brimhendu að verðleikum," segir Matt-
hías í grein sinni (bls. 58) og á þó um leið við verk Gunnars öll þótt hann beini
athygli sinni ekki síst að þeirri sögu og Aðventu í ritgerðinni. „Það er ekki nóg
að vera skáld, það er líka nauðsynlegt að vera maður," hefur hann eftir Gunn-
ari (bls. 53) sem með þeim orðum átti við danska rithöfundinn Steen Steensen
Blicher sem honum fannst uppfylla bæði skilyrðin. Matthías bendir á að
Gunnar Gunnarsson hafi gert það einnig og eðli ritgerðar hans má vel lýsa
með því að kalla hana hugvekju um Gunnar og gildi sagna hans. í henni eru
ýmsar réttmætar og lýsandi ábendingar um höfundarverk Gunnars, m. a. út
frá fyrrnefndum skáldsögum. Matthfas minnir á að vinnan hafi ætíð verið ein
mesta gleðin í lífi Gunnars og starf hans allt leit að sannleika sem hann hafi
ástundað af óbugandi seiglu og fullum trúnaði við eigið eðli og skapgerð. Þetta
hefur hann eftir Gunnari og leitar á því staðfestingar í sögum hans, en leit sinni
að sannleikanum á öræfum tilverunnar líkti Gunnar sjálfur við þá ástríðu
Fjalla-Bensa að elta uppi eftirlegukindur á öræfum íslands og sagði: „Það
eina, sem er óþolandi, er að skilja ekki hin yztu rök“ (bls. 54).
Fyrir utan ýmiss konar fróðlegan samtíning um tildrög og sköpunarsögu
Gullna hliðsins og leið þess á bók og leiksvið er kjarni þeirrar ritgerðar saman-
burður á þjóðsögunni Sálin hans Jóns míns, samnefndu kvæði Davíðs Stefáns-
sonar frá Fagraskógi og leikriti hans, Gullna hliðinu, sem bæði voru út af
henni ort. Með þeim samanburði sýnir höfundur fram á hvað líkt er og ólíkt
með þessum verkum, bendir m. a. á að ljóðið sé umfram allt skopstæling á
þjóðsögunni, en á tímanum frá því að það var ort og þangað til Davíð samdi
leikritið hafi afstaða hans til hennar breyst mikið eins og sjá megi af efnis-
tökunum. Davíð var frá unga aldri vel heima í þjóðtrú og þjóðsögum, en það
nægir honum ekki þegar hann hefst handa um samningu leikritsins og höfund-
ur sýnir hvernig skáldið sækir hugarheim fortíðarinnar í gamlar bænir, hug-
vekjur, sálma og heimsmynd þeirra uns aðalpersónurnar eru orðnar eins sann-
ir fulltrúar íslenskra almúgamanna og einfaldrar alþýðutrúar fyrri alda og
Davíð þykist þekkja þá - og Kölski hefur meira að segja fengið þjóðlegt yfir-
bragð. Eftir þá mótun segir Matthías um Jón: „Mér finnst ég oft hafa hitt karl-
inn að máli, átt við hann stutt samtal eða einungis rabbað við hann smástund
á þanggrónu fjörugrjóti þar sem hann situr á hrúðurbörðum steinum og tekur
í nefið, eða undir hálfhrundum bæjarvegg“ (bls. 62). Undir þau orð hljóta
margir að taka því að án þessarar rauntrúu persónusköpunar, íþættrar
kunnuglegum húmor, væri alþýðuhylli Gullna hliðsins vandskilin. Með því
telur höfundur að Davíð hafi unnið mikið bókmenntalegt afrek og mestur
fengur er í því sambandi að athugunum hans á úrvinnslu Davíðs á þjóðsög-
unni - hvað hann skapar sjálfstætt og hverju hann umbreytir. Matthías vekur
athygli á þeirri aðferð Davíðs að láta leikritið gerast að mestu innra með Kerl-
ingunni sem hafi verið orðin honum svo nákomin að hann hafi kallað hana
fóstru sína. Hún sé lifandi guðspjall, gædd heilagri trúarsannfæringu. I henni