Skírnir - 01.01.1986, Blaðsíða 219
SKÍRNIR EFLING KIRKJUVALDSINS OG RITUN LANDNÁMU 215
Reykjaholts hafi talið hagsmunum sínum betur borgið en ella
með því að nefna ekki að kirkjustaðurinn hafi verið landnáms-
jörð? Var þá minni hætta á að kirkjan gerði kröfu til yfirráða yfir
jörðinni? Allt eru þetta þó ágiskanir og fleiri ágiskanir má eflaust
finna til skýringa á þessu. Einnig þarf að athuga fleiri dæmi. Hver
sem skýringin er á þessu, er augljóst að þetta er atriði, sem vert er
að veita athygli, rannsaka betur en hér er gert og leita skýringa.
Annars hefur áður verið bent á tengsl kirkjustaða við Land-
námu. í ritgerð Barða Guðmundssonar, þar sem hann reyndi að
sanna tilgátu sína um óðalsréttinn, eru nefndar tólf ættir, og Jak-
ob Benediktsson benti á, eins og áður sagði (s. 196), að átta óðöl
væru kirkjustaðir af betra tæi. Við þetta má bæta, að heimildir eru
um einhvers konar guðshús á öllum öðrum jörðum, sem Barði
nefnir í þessu sambandi, nema tveimur, en önnur þeirra tveggja
er ekki þekkt úr ungum heimildum. Jón Jóhannesson nefnir nafn-
kunnan samtímamann þeirra, sem Barði Guðmundsson rakti ætt-
ir til. Það var Tanni Torfason, sem gaf mikið fé til guðsþakka í
byrjun 12. aldar. Telur Jón að Tanna hafi verið getið í Landnámu
frá upphafi.6 Þetta gæti verið stoð þeirri kenningu, að kirkjan hafi
haft hönd í bagga, þegar Landnáma var saman sett. Hvorki Barði
Guðmundsson né Jón Jóhannesson hafa í þessu samhengi bent á
samband við kirkjuna. Sveinbjörn Rafnsson nefnir, að af 124
lénskirkjustöðum við siðaskipti hafi 53 verið nefndir í Landnámu.
Þar eru nefndar um 600 jarðir, en um siðaskiptin eru jarðir taldar
vera um 4000. Sveinbjörn skýrir þetta svo — hvers vegna svo marg-
ir lénskirkjustaðir eru nefndir í Landnámu miðað við aðrar jarðir
— að þeir hafi verið „forn stórbýli" ,7 en væri ekki j afn vel hugsan-
legt, að við ritun Landnámu hafi verið lögð sérstök rækt við
kirkjustaði af einhverjum ástæðum. Ekki er mér kunn athugun á
fjölda bændakirkna sem nefndar eru í Landnámu, en trúlega er
það svipað hlutfall, en annars er það órannsakað.
Ekki er gott að átta sig á, hvar allar hálfkirkjur og bænhús á ís-
landi hafa staðið. Oft er í máldögum sóknarkirkna aðeins nefnd-
ur fjöldi bænhúsa, sem lágu að alkirkju, og er þá tilviljun hvort
vitað er á hvaða jörðum þau voru. Á landnámsjörðinni Kjarlaks-
stöðum á Meðalfellsströnd hafa t. d. fundist bein, sem benda til
kirkjugarðs, en engar skjallegar heimildir eru um kirkju þar, og