Morgunblaðið - 10.07.2015, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.07.2015, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015 SVIÐSLJÓS Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þessa dagana er Grikkland og fjár- málakreppa þess á hvers manns vörum, enda hafði landið aðeins til miðnættis í gær, til þess að kynna leiðtogum evruríkjanna og Evrópu- sambandsins það sem þeir hafa kall- að eftir, „trúverðuga“ umbótaáætl- un, líkt og fram kom í frétta- skýringu Boga Þórs Arasonar hér í Morgunblaðinu í fyrradag. Þar kom jafnframt fram að heildarskuldir Grikklands eru 317,1 milljarður evra, eða sem nemur 42.420 milljörðum íslenskra króna, miðað við gengi dagsins í gær. Hver hefði kostnaður Íslands orðið í þátttöku í neyðarlánum Ýmsir hafa velt því fyrir sér, nú þegar ákveðnar líkur eru á því, að ESB, evruríkin, Evrópski seðla- bankinn, Björgunarsjóðurinn (European Financial Stability Mechanism), Evrópusambandsríkin sem eru utan evrusvæðisins, og fleiri lánardrottnar Grikklands, ákveði enn eitt neyðarlánið til Grikkja, hvað það hefði líklega þýtt í krónum og aurum fyrir Ísland, ef það væri eitt aðildarríkja Evrópu- sambandsins. Blaðamaður fékk töluglöggan mann til þess að aðstoða sig við ákveðna útreikninga og eru helstu niðurstöður þessar. Tekið skal fram að hér er um áætlanir og enga há- vísindalega úttekt að ræða og niður- stöðurnar sagðar geta hafa verið mögulegt framlag Íslands í björg- unaraðgerðum til handa Grikkjum. Gengið er út frá því að aðildarríki Evrópusambandsins og evruríkin borgi og hafi borgað í hlutfalli við landsframleiðslu sína (VLF). Þann- ig hefði Ísland átt að borga 0,127% af VLF Íslands í þeim neyðarlánum sem þegar hafa verið greidd til Grikklands. Það jafngilti því að Ís- land hefði sem Evrópusambandsríki átt að greiða tæplega 270 milljónir evra, eða sem nemur 36 milljörðum króna, miðað við gengi dagsins í gær. Hagspekingar hafa giskað á, að ef enn einn björgunarpakkinn verður ákveðinn af helstu lánardrottnum Grikklands nú á sunnudag, þá sé ekki ólíklegt að hann hljóði upp á ca 100 milljarða evra, eða um 13.400 milljarða íslenskra króna. Af þeirri upphæð hefði mögulega komið í Ís- lands hlut, væri það í Evrópusam- bandinu, að greiða 12,7 milljónir evra, eða sem svarar um 17 millj- örðum króna. Mikil vantrú á endurheimtur Þeir sem rætt var við vegna þess- ara skrifa benda á að vissulega heiti lánin til Grikklands neyðarlán, sem gefi ákveðin fyrirheit um að þau verði endurgreidd. Mikilla efasemda gætir þó meðal viðmælenda um að neyðarlánin endurheimtist nokkurn tíma, nema að mjög takmörkuðu leyti. Það ræðst væntanlega í dag hvort lánardrottnar Grikklands telja til- lögur Grikkja um „trúverðugar“ umbætur vera fullnægjandi. Verði það niðurstaða lánardrottnanna, þá eru meiri líkur en minni á að þeir ákveði eigi síðar en á sunnudag, enn eitt neyðarlánið til gríska ríkisins. Þó skal ekkert um það fullyrt, í ljósi stöðugrar frestunar á lokaákvörðun. ESB-aðild hefði reynst dýrkeypt  Hefði Ísland verið í ESB væri landið líklega búið að greiða um 36 milljarða í neyðarlán til Grikk- lands  Nýr 100 milljarða evra björgunarpakki myndi hafa kostað ríkið allt að 17 milljarða króna AFP Aþena Væri Ísland eitt aðildarríkja ESB, hefði það þegar kostað landið tugi milljarða í neyðarlán til Grikklands. Ísak Rúnarsson isak@mbl.is Listi Neytendasamtakanna yfir verðhækkanir birgja lengist stöðugt í kjölfar kjarasamninga sem gerðir voru 29. maí sl. Meðal nýlegrar við- bóta við listann eru hækkanir Góu- Lindu á öllum vörum sínum um 10- 15% vegna nýgerðra kjarasamninga auk hækkana á hráefniskostnaði og öðrum rekstrarkostnaði, en fyrir- tækið hefur ekki þurft að hækka verð síðan 2009. Ekki verður ódýr- ara fyrir almenning að borða brauð og kökur, en Brauðgerð Kr. Jóns- sonar hækkar brauð og kökur um 5,6% frá og með deginum í dag. Einnig er ljóst að fyrirtæki í þjón- ustugeiranum hafa þurft að boða verðhækkanir í kjölfar kjarasamn- inga en þar má m.a. nefna Póstdreif- ingu, sem hækkaði vörur sínar um 5% þann 1. júlí. Í tilkynningu til við- skiptavina sinna segir Póstdreifing að meðaltalshækkun launa hafi verið 7,2% og að dreifingar- og launa- kostnaður sé 92% af rekstrarkostn- aði fyrirtækisins. Því hafi þurft að hækka verð um 5%. Slæmt fyrir neytendur Búast má við að mörg fyrirtæki í þjónustugeiranum séu í álíka stöðu, en þar er launakostnaður oftar en ekki stór hluti heildarkostnaðar. „Okkur hafa borist ábendingar um að fyrirtæki í þjónustugeiranum hafi verið að hækka verð. Allar hækkan- irnar sem eru að koma í kjölfar kjarasamninga eru mjög slæmar fyrir neytendur og mig langar að árétta til fyrirtækja að forðast það í lengstu lög að hækka verð,“ segir Jó- hannes Gunnarsson, formaður Neyt- endasamtakanna. Hækkanir á daglegu brauði  Frekari verðhækkanir koma í ljós í kjölfar nýrra kjarasamninga Brauð og kaka Talsverðar verðhækkanir hafa átt sér stað í kjölfar kjara- samninga. Nú síðast var verð á kökum og brauði að hækka hjá birgi. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Franz Friðriksson björgunar- sveitarmaður ók framhjá særðum svani þegar hann var á leiðinni yfir Holtavörðuheiði. Franz, sem er í Flugbjörgunarsveitinni, stökk út úr bílnum og kom fuglinum undir læknishendur. Þar kom í ljós að svanurinn var með ljótt lærbrot og þurfti að aflífa fuglinn. Þetta er ekki fyrsta dýrið sem Franz kemur til bjargar, en fyrir skömmu var hann með tvo starra- unga í fóstri sem fljúga nú frjálsir um loftin blá. Hann hefur alla tíð verið mikill dýravinur og bjargað fjölmörgum dýrum, stórum sem smáum. „Það var fjör í svaninum til að byrja með og bíllinn var svolítið lemstraður en hann róaðist fljótt. Við urðum þokkalegir vinir, hann var í það minnsta ekki sáttur þegar dýralæknirinn ætlaði að taka hann,“ segir Franz, en hann sat hugsi eftir að í ljós kom að ekki var hægt að bjarga fuglinum. „Ég fór að hugsa hvort það væri ekki hægt að stofna samtök, Face- book-hóp eða einhvern vettvang fyr- ir fólk sem gæti látið vita af særðum dýrum sem enginn á. Þá gæti ég, eða einhver annar sem vildi vera með mér í þessu, stokkið af stað og annaðhvort linað þjáningar dýrsins eða komið því undir læknishendur.“ Sonurinn ánægður Sonur Franz, Fjalar, er ánægður með björgunarstarf pabba síns. „Það er fínt að leyfa honum að sjá náttúr- una, umgangast dýrin af virðingu og að það sé sanngirni í náttúrunni. Það er ekkert sanngjarnt að særð dýr, sem enginn á, séu látin bíða dauðans af því að það eru lög náttúrunnar.“ Bjargaði lærbrotnum svani af Holtavörðuheiði  Vill stofna vettvang fyrir særð dýr sem enginn á Svanasöngur Franz með svaninn sem hann bjargaði. Svanurinn var illa lærbrotinn og var ekki hægt að bjarga honum. Hann var því aflífaður. Stuðbolti Franz tók þessa mynd af ferðafélaga sínum á góðri stundu. Ljósmyndir/Franz Friðriksson Sonurinn glaður Fjalar, sonur Franz, annast starraunga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.