Morgunblaðið - 10.07.2015, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 10.07.2015, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015 ER KOMINN TÍMI Á SJÓNMÆLINGU? Hamraborg 10 – Sími: 554 3200 – Opið: Virka daga 9.30-18 Traust og góð þjónusta í 19 ár Úrval af nýjum umgjörðum frá Brynja B. Halldórsdóttir brynja@mbl.is Ragnheiður Gunnarsdóttiropnaði heimili sitt ogstofnaði Kisukot, athvarffyrir ketti á Akureyri árið 2012 því hún vildi bjarga köttum á vergangi. Sama ár var hún valin Norðlendingur ársins af lesendum Akureyri vikublaðs. Frá því að Kisu- kot var stofnað hefur hún bjargað nokkrum hundruðum katta frá því að verða úti. Sumir hafa komist aft- ur til síns heima eftir að hafa týnst, aðrir hafa fengið nýtt heimili og enn aðrir hafa eignast heimili í fyrsta skipti fyrir tilstilli Ragnheiðar. Hún rekur Kisukot heima hjá sér þar sem hún hefur ekki fengið hentugra húsnæði fyrir reksturinn og bæjaryfirvöld hafa ekki sýnt starfseminni neinn sérstakan áhuga. Ragnheiður býr því verulega þröngt. „Álagið er ævinlega mest á sumrin. Núna er ég með 16 kettlinga og átta fullorðna í heimilisleit í Kisukoti,“ segir Ragnheiður. ,,Kettlingar eru yfirleitt subbur þannig að þetta er mikil vinna.“ Hún vinnur einnig í Dýraríkinu á Akureyri og því fer nær allur hennar tími í að aðstoða dýr. Kattaveiðar í hesthúsahverfi Hugmyndin að stofnun kattaat- hvarfs kviknaði að sögn Ragnheiðar þegar hún las fréttir um kattaveiðar bæjaryfirvalda fyrir nokkrum árum. „Þar kom fram að bærinn væri að veiða villiketti uppi í hesthúsahverfi á Akureyri og svæfa þá. Ég vildi þá sjá hvort ég gæti gert eitthvað ann- að en að láta greyin í svæfingu.“ Bæjarbúar eru mjög iðnir að hringja í Ragnheiði þegar kettir finnast sýnilega týndir eða heim- ilislausir. Hún tekur líka við slös- uðum köttum og hefur þurft að svæfa slasaða ketti. Dýralæknirinn hennar hleyp- ur undir bagga með því að veita henni góðan afslátt af vinnu vegna svæfinga, geldinga og annarra læknisaðgerða. „Það bjargar mér alveg að vera ekki að borga fullt verð,“ segir hún og bætir við að hún einbeiti sér helst að útigangs- köttum og villiköttum. Fólk hringi engu að síður mjög reglulega í hana og biðji hana um að taka við köttum. Kettirnir séu mun fleiri en hún ráði við. Reiðir sig á styrki frá fólki Rekstur kattaathvarfs getur verið kostnaðasamur og því hefur Ragnheiður stofnað styrktarreikn- ing sem einstaklingar geta lagt frjáls framlög inn á. Þá er hægt að ganga í samnefnt félag og greiða hóflegt árgjald til að styðja við reksturinn. Ragnheiður segir líka Bjargvættur norðlenskra katta Frá því að Ragnheiður Gunnarsdóttir stofnaði Kisukot heima hjá sér árið 2012 hefur hún bjargað hundruðum katta frá því að verða úti. Hún stendur ein að starfseminni og þarf að reiða sig á styrki frá einstaklingum til að halda rekstr- inum gangandi. Hún myndi helst vilja koma á samstarfi við Akureyrarbæ en henni hefur verið mætt af áhugaleysi af hálfu bæjaryfirvalda. Úlfljótsvatn er kjörinn staður til að heimsækja um helgina enda nóg af afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Má þar nefna veiði í vatninu, bátsferðir, vatnasafarí, frisbígolf, bogfimi, klif- urturn, strandblak fótbolta og þrautabraut. Margt af þessari afþrey- ingu er ókeypis, en fyrir annað eins og afnot af bátum er tekin leiga. Þar fyrir utan er boðið upp á skipu- lagðar gönguferðir, hjólaferðir og skoðunarferðir fyrir hópa. Þeir sem vilja kveikja varðeld verða fyrst að fá leyfi til þess og eldiviður er seldur í þjónustuhúsi. Úlfljótsvatn er vel staðsett mið- svæðis á Suðurlandi, aðeins 40 mín- útna akstur frá Reykjavík og 20 mín- útur er verið að aka frá Selfossi. Frá Úlfljótsvatni er svo aðeins um 20 mínútna akstur að Þingvöllum og 40 mínútna akstur að Gullfossi. Tjald- svæðið rúmar um 5.000 gesti. Vefsíðan www.ulfljotsvatn.is Morgunblaðið/Golli Bátar Hægt er að leigja árabát og fara út á vatnið. Einnig má veiða í vatninu. Nóg að gera á Úlfljótsvatni DILL Restaurant í Reykjavík hefur verið tilnefndur til hinna virtu hönn- unarverðlauna Restaurant & Bar De- sign Awards. Verðlaunin taka til hönnunar, innréttingar, lýsingar og heildarupplifunar viðskiptavina en ekki matar eða drykkja. Verðlaunaafhendingin verður í London 1. október nk. Meðal dómara eru Tony Chambers, ritstjóri hins virta tímarits Wallpaper. Hönnuður DILL Restaurant er Hálf- dán Pedersen sem hefur m.a. hannað innréttingar á veitingastað á Hverf- isgötu 12, Snaps, Kex Hostel, Geysi og Mikkeller & Friends Reykjavík. Hönnun DILL tilnefndur til verðlauna Morgunblaðið/Ómar DILL Hönnuður er Hálfdán Pedersen. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Uppi verður fótur og fit á Hvanneyri núna á laugardaginn en þá verður Hvanneyrarhátíðin 2015 haldin. Há- tíðin hefst klukkan tíu um morguninn með örnámskeiði í orfslætti en til- kynna þarf þátttöku fyrirfram til Bjarna Guðmundssonar hjá Landbún- aðarsafni Íslands. Skemman Kaffihús verður svo opn- að í hádeginu en hátíðin er sett á kirkjutröppum Hvanneyrarkirkju kl. 13.30. Þar munu Björn Þorsteinsson, rektor LbhÍ, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpa gesti. Um daginn verður svo boðið upp á fornbílasýningu, markað, kaffisölu, dráttarvélasýningu, keppni í pönnu- kökubakstri og skemmtidagskrá fyrir börn. Formlegri dagskrá lýkur kl. 17.00. Um kvöldið spilar hljómsveitin Veturhús en miðaverðið, 1.500 krón- ur í seðlum eða klinki, er greitt við innganginn. Hvanneyrarhátíð Pönnukökur, fornbílar og sláttur Sætar subbur 16 kettlingar eru í Kisukoti nú og þeim fylgir vinna. Dýravinur Ragnheiður Gunnarsdóttir ásamt fimm ára fressinu Snæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.