Morgunblaðið - 10.07.2015, Side 12

Morgunblaðið - 10.07.2015, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is – fyrir dýrin þín - góð næring fyrir dýrin þín - Ekkert hveiti, soja eða maís Engin erfðabreytt matvæliEngin aukaefni Enginn sykur eða mjólkurafurðir 2.054. - kr. Verð fr á REGAL hunda- og kattafóður AMH | Akranesi | Sími 431-2019 Varðskipið Týr gnæfir tignarlegt yf- ir Reykjavíkurhöfn þessa dagana en áætlað er að skipið verði í slipp hjá Stálsmiðjunni í tvær vikur. Rússneska skólaskipið Kruzen- shtern sigldi á Tý og Þór um miðjan júní sl. og segir Ásgrímur Ásgríms- son, framkvæmdastjóri aðgerð- arsviðs Landhelgisgæslunnar, að gert verði við skemmdir sem urðu við áreksturinn, en eins hafi staðið til að fara í almenna viðhaldsvinnu á skipinu. „Það er ýmislegt sem stóð til að gera í viðhaldi í sambandi við Tý. Tekið verður á því tjóni sem varð við þennan árekstur og verður því hald- ið sér,“ segir hann. Tryggingafélag rússneska skips- ins lagði fram 100 milljóna króna tryggingu vegna árekstursins og segir Ásgrímur fjárhæðina eiga að dekka kostnað við viðgerðir á báðum varðskipunum. Hann segir að til hafi staðið að Þór færi í slipp í byrjun næsta árs, en verið sé að athuga hvort hægt sé að koma skipinu fyrr í slipp vegna skemdanna. Það sé háð því hvort slippurinn á Akureyri geti tekið á móti skipinu fyrr. ash@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Tignarlegt Varðskipið Týr gnæfir yfir Reykjavíkurhöfn þessa dagana en skipið er í slipp hjá Stálsmiðjunni. Varðskipið Týr í slipp  Ekki komið í ljós hver kostnaður af skipaárekstri í höfn- inni verður  Nú til athugunar hvort Þór komist fyrr í slipp Viðhaldsvinna Áætlað er að Týr verði í slippnum í Reykjavík í tvær vikur. Bjarni Steinar Ottósson bso@mbl.is Við lokun markaða í Kína í gær hafði hlutabréfavísitala SSE í Shanghai og Shenzhen hækkað um 5,76% milli daga. Hækkunin kemur í kjölfar þriðjungs-lækkunar frá toppi vísitöl- unnar 12. júní sl. Fallið á því tímabili er vissulega umtalsvert en hafa ber í huga í því samhengi að á ársgrund- velli hefur SSE vísitalan hækkað um 82%, eftir frjálst fall síðustu daga. Margir eru eflaust fátækari eftir at- ganginn en það stenst ekki skoðun enn að í Kína hafi bóla „sprungið.“ Hang Seng-vísitalan í Hong Kong hafði einnig hríðfallið en hún hækkaði um 3,73% í gær. Á árs- grundvelli hefur hún nú hækkað um 5,25%. Gullgrafaraæði Kínverski hlutabréfamarkaður- inn hefur gengið í gegnum mikinn vöxt síðustu ár en kínverskur al- menningur hefur flykkst inn á mark- aðinn á þeim tíma. Slakað var á reglum um veðhlutfall í fjárfestingum á sama tíma og seðlabankinn dældi ódýru lánsfé inn í hagkerfið til þess að koma í veg fyrir samdrátt. Afleið- ingin er margföldun á voguðum fjár- festingum á hlutabréfamarkaði. Hlut- fall slíkra fjárfestinga er metið allt að 9% af markaðnum, en í kauphöllinni í New York er hlutfallið um 3%. Ásgeir Jónsson, dósent í hag- fræði, segir ástandið í Kína um margt sambærilegt við ástandið í Bandaríkj- unum á tímum hlutabréfabólunnar um aldamótin. Þessi bóla hljóti að leiðrétta sig. Hún hafi þó óveruleg heildaráhrif á hagkerfið í Kína nema aðrir veikleikar sem eru fyrir hendi í hagkerfinu komi fram. Ásgeir segir hagtölur frá Kína af heldur lélegum gæðum sem geri það erfitt að átta sig á ástandinu þar ná- kvæmlega. Þó séu vísbendingar um kólnun. „Þeir hafa haft áhyggjur af því að hagkerfið sé að hægja á sér og hafa lækkað vexti og aukið lausafjár- fyrirgreiðslu til banka sem bendir til þess að kerfið sé eitthvað farið að gefa eftir.“ Hækkun aftur á Kínamörkuðum eftir mikið fall  Hlutabréfavísitölur hækka að nýju  Líkt og hlutabréfabóla um aldamót AFP Shanghai Hlutabréfavísitalan hækkaði í gær eftir skarpt fall. Spurður um áhrif samdráttar í Kína á íslenskan markað segir Ásgeir Jónsson bein áhrif líklega óveruleg. Lítill hluti íslensks útflutnings fari til Kína, en þó hefði minni eftirspurn í Kína áhrif á löndin í kringum okkur. Óbein áhrif sé erfitt að spá fyrir um en þau geti orðið nokkur. Ásgeir nefnir sem dæmi útflutning Kínverja á áli. Þekkt er að Kínverjar framleiða mikið af áli, með fyrirgreiðslu frá ríkinu, sem að stórum hluta nýtist í byggingariðn- aðinum þar í landi. Útflutningstollar hafa verið á álinu en nýlega hefur verið slakað á þeim í kjölfar samdráttar í byggingariðnaði. Taki hagkerfið þar dýfu er fyrirséð að útflutningur auk- ist frekar og ýti niður álverði á heimsmarkaði sem hefði neikvæð áhrif á útflutningstekjur Íslands. bso@mbl.is Gæti haft áhrif á álverð ÁHRIFIN FRÁ KÍNA Á INNLENDAN MARKAÐ Ásgeir Jónsson „Fólkið við ströndina vill prest í fullu starfi enda bygg- ist kirkjustarfið á sterkri hefð. Slíkt höfðar til mín,“ segir sr. Kristján Björns- son. Hann var í vikunni settur sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli frá ágúst- byrjun til júníloka á næsta ári. Hann fær leyfi frá embætti sókn- arprests í Vestmannaeyjum, eftir 17 ár þar. „Ég fer á fastalandið eftir þjóðhátíð,“ segir Kristján um Eyr- arbakkaprestakall. Því tilheyra Eyrarbakka-, Stokkseyrar- og Gaulverjabæjarsóknir með liðlega 1.000 sálum. Sr. Guðmundur Örn Jónsson, sem lengi hefur þjónað í Eyjum, sinnir sóknarprestsembætt- inu næsta árið. Þá verður afleys- ingaprestur tekinn inn en tveir vígðir sinna kristnihaldi í Eyjum. Presturinn yfirgefur Eyjar eftir þjóðhátíð Sr. Kristján Björnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.