Morgunblaðið - 10.07.2015, Page 17

Morgunblaðið - 10.07.2015, Page 17
SVIÐSLJÓS Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is „Þetta er gríðarlega erfiður andstæð- ingur. Thatch er mikill „striker“ eins og við segjum, eða mjög góður stand- andi,“ segir Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, um and- stæðing Gunnars Nelson, sonar síns, á bardagakvöldinu „UFC 189“ sem fer fram á MGM Grand Garden Arena í Las Vegas klukkan tvö að- faranótt sunnudags að íslenskum tíma. Gunnar mætir hinum bandaríska Brandon Thatch í mikilvægasta bar- daga sínum til þessa á stærsta bar- dagakvöldi í sögu UFC, en aldrei hef- ur selst eins mikið af miðum fyrir eitt bardagakvöld. Bardagi Gunnars er aðalbardagi nr. tvö af fimm. Aðal- bardaginn veður á milli æfingafélaga Gunnars, Conor McGregor og Chad Mendes. Mæta hungraðir í búrið Ljóst er að bæði Gunnar og Thatch mæta hungraðir í búrið á morgun. Þeir töpuðu báðir síðustu bardögum sínum, Gunnar í október og Thatch í febrúar. Thatch byrjaði UFC-feril sinn á tveimur mjög öruggum sigrum árið 2013. Hann var frá keppni vegna meiðsla árið 2014 en mætti svo fyrr- verandi UFC-meistaranum Benson Henderson í febrúar sl. í viðureign sem lauk með sigri Henderson með uppgjafartaki í fjórðu lotu af fimm. Thatch hafði hins vegar unnið allar þrjár loturnar fram að því. Tap Thatch var það fyrsta síðan árið 2008, en alls hefur hann unnið 11 af 13 bar- dögum sínum, þar af sjö sinnum með rothöggi og komu fjögur þeirra á fyrstu 20 sekúndum bardagans. Allir sigrar Thatch hafa komið í fyrstu lotu og hefur hann því aðeins tvisvar bar- ist lengur en eina lotu, en lotið í lægra haldi í bæði skiptin. „Hann er mjög ágengur í byrjun og tímasetningarnar eru góðar. Að mínu mati er hann langhættulegasti andstæðingur sem Gunnar hefur mætt,“ segir Haraldur. Þýðir ekki að hita upp í búrinu Thatch mun að öllum líkindum mæta óður til bardagans frá fyrstu sekúndu. Gunnar er meðvitaður um það að sögn Haraldar og því verður hann einnig að vera klár frá fyrstu sekúndu. „Það þýðir ekkert að hita sig neitt upp í búrinu,“ segir Har- aldur. Annars gæti Thatch sótt af- mælisgjöfina sína snemma, en hann fagnar 30 ára afmæli á morgun. Fer ekki með Gunna í gólfið „Ég held að Gunni komi okkur á óvart standandi. Thatch mun ekki ná höggum á hann að neinu ráði og Gunni tekur hann í gólfið. Ég spái því að Gunni sigri með hengingu í gólf- inu,“ segir Haraldur þegar blaðamað- ur spyr hann umbúðalaust hvernig hann telji að bardaginn fari á morgun. Gunnar hefur æft undanfarinn mánuð með Conor McGregor og öðr- um bardagamönnum í glæsihýsi McGregors, Mac Mansion, í Las Vegas. Þar áður æfði Gunnar í Mexíkó í sex vikur fyrir bardagann. Haraldur segir að þrátt fyrir að Thatch sé enginn nýgræðingur á gólfinu, og sé með góðar fellur, séu litlar líkur á að hann reyni að ná Gunnari í gólfið. „Gunni er bara svo gríðarlega góður gólfglímumaður. Ef bardaginn fer í gólfið snemma í lotu mun Thatch eiga mjög erfitt með að rétta úr sér,“ segir hann og bætir við að Thatch muni líklega reyna hvað hann getur að halda bardaganum standandi. „Thatch er með mjög góðar fellur og er mjög fljótur að komast á fætur ef hann er tekinn niður. Ég held að hann muni ekki reyna að taka Gunna niður. Gunni væri hættulegri á bak- inu á gólfinu með Thatch ofan á sér heldur en Thatch ofan á Gunna,“ seg- ir Haraldur. Lærði mikið af því að tapa Gunnar hefur sjálfur sagt að hann hafi lært mikið af bardaganum á móti Rick Story í október, sem hann tap- aði á stigum, og tekur Haraldur í sama streng. „Við erum að vona að honum hafi tekist að yfirstíga tapið og við sjáum nýjan og betri Gunna á laugardag.“ Nýr og betri Gunnar Nelson  Gunnar Nelson snýr aftur í UFC eftir tap í síðasta bardaga  Stærsta bardagakvöld í sögu UFC  Brandon Thatch er hættulegasti andstæðingur sem Gunnar hefur mætt að mati föður hans Morgunblaðið/Árni Torfason UFC-stjarna Andstæðingur Gunnars, Bandaríkjamaðurinn Brandon Thatch, þykir betri en Gunnar í standandi bardaga en Gunnar þykir betri í gólfglímu. FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015 Garðsláttuvélar og garðtraktorar Mikið úrval sláttuvéla, garðtraktora og ásetusláttuvéla ÞÓR HF Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 -18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Aðalbardag- inn verður á milli Írans Conor McGregor og Bandaríkja- mannsins Chad Men- des. Þeir munu berj- ast um bráðabirgða- titil UFC eftir að Jose Aldo, sem átti að berjast við McGregor, þurfti að draga sig úr keppni vegna rifbeinsmeiðsla. McGregor nýtur mikilla vin- sælda hér á landi enda hefur hann æft mikið með Gunnari Nelson og er vægast sagt mjög skemmtilegur karakter. McGregor á móti Mendes AÐALBARDAGI KVÖLDSINS Conor McGregor 26 ára 180 cm Fimm UFC bardagar Stórhættulegur í gólfinu Byrjaði í karate 13 ára gamall Á 30 ára afmæli á morgun 187 cm Fjögur rothögg á fyrstu 20 sek. Þrír UFC bardagar Byrjaði í karate fjögurra ára gamall Allir sigrar hafa komið í fyrstu lotu Gunnar Nelson Brandon Thatch Bein útsending frá viðureign Gunn- ars Nelson í Las Vegas verður á Stöð 2 Sport. Fjarskiptafyrirtækið Nova verður með mann á staðnum, sjónvarpsmanninn Auðunn Blöndal, sem mun „snappa“ inn á Snapchat- forritið. Hægt verður að fylgjast með Audda undir notendanafninu #novaisland á Snapchat. Auk þess að gefa viðskiptavinum Nova innsýn í lífið í Las Vegas mun Auðunn lýsa því sem fyrir augum ber í bardaganum gegn Brandon Thatch. Fjölmargir aðrir Íslendingar eru komnir til Las Vegas til að fylgjast með viðureigninni. Auðunn „snappar“ beint frá Las Vegas Guðmundur Rúnar Ranglega var farið með nafn Guð- mundar Rúnars Ævarssonar, stýri- manns á bátnum Jóni Hákoni BA, í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á rangherminu. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.