Morgunblaðið - 10.07.2015, Page 19

Morgunblaðið - 10.07.2015, Page 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015 Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Grísk stjórnvöld lögðu í gærkvöldi fram nýjar tillögur um umbætur í efnahagsmálum landsins, en það var skilyrði fyrir því að Evrópusam- bandið veitti Grikkjum nýtt milljarða evra neyðarlán til þriggja ára. Ríkisstjórn Alexis Tsipras, for- sætisráðherra Grikkja, hafði fengið frest til miðnættis til að leggja fram efnahagsáætlun sem önnur Evrópu- sambandsríki mætu raunhæfa. Fjár- málaráðherrar evruríkjanna munu fjalla um áætlun Grikkja á laugardag og leiðtogar allra aðildarríkja ESB koma saman á sunnudag í Brussel til að fjalla um hvort veita eigi Grikkjum frekari aðstoð. Gríska stjórnin ætlar einnig að leggja áætlunina fyrir gríska þingið. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Tsipras hafi í gær unnið að því að afla tillögunum stuðning innan grísku stjórnarflokkanna. Bæði mun gert ráð fyrir skattahækkunum og skerð- ingu á eftirlaunum í tillögunum eins og lánardrottnar hafa krafist. Að sögn grískra fjölmiðla hljóða niðurskurðar- og skattatillögurnar upp á rúmlega 13 milljarða evra. Er það hærri fjárhæð en gert var ráð fyrir í tillögunum sem hafnað var í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudaginn var. Grikkir þurfa á lánsfé að halda til að geta opnað banka landsins á ný, en þeir hafa verið lokaðir í nærri hálfan mánuð. Þá hafa leiðtogar evruríkj- anna sagt að Seðlabanki Evrópu muni loka lánalínum til Grikkja náist ekki samkomulag um skuldirnar. Engan „hárskurð“ Donald Tusk, forseti leiðtoga- ráðs Evrópusambandsins, sagði í gær að legðu Grikkir fram raunhæfar um- bótaáætlanir yrðu lánardrottnar þeirra einnig að leggja fram raun- hæfar áætlanir um hvernig gera ætti Grikkjum kleift að standa undir skuldabyrðinni. Þýskaland, Holland, Finnland og nokkur ríki í Austur-Evrópu hafa verið treg til að fallast á nýja björg- unaráætlun. Vilja þau að Grikkir fall- ist á þær umbótatillögur sem gríska þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæða- greiðslu á sunnudag áður en teknar verði upp viðræður um niðurfellingu skulda. Þannig ítrekaði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í gær að hún væri andvíg því að Grikkir fengju felldar niður skuldir. „Ég hef sagt að ég tel klassískan „hárskurð“ ekki koma til greina og sú skoðun mín hefur ekki breyst síðustu daga,“ sagði Merkel við blaðamenn í Sarajevo í Bosníu í gær þar sem hún var í heimsókn. Merkel sagðist ekki geta tjáð sig um þær tillögur sem Grikkir lögðu í gærkvöldi fyrir Evrópusambandið, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjald- eyrissjóðinn. „Ég get ekki fjallað um þær fyrr en þessar þrjár stofnanir hafa lagt mat á hvað tillögurnar þýða, hvort áætlunin dugi næstu þrjú ár og hvort hún tryggi að skuldir Grikklands verði sjálfbærar.“ Christine Lagarde, fram- kvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, sagði hins vegar í vikunni þegar hún ávarpaði ráðstefnu í Wash- ington að lánardrottnar Grikkja yrðu að endurmeta skuldirnar svo að hægt væri að gera nýtt og raunhæft lána- samkomulag. Almenningur uggandi Almenningur í Grikklandi virðist síðustu daga hafa haft vaxandi áhyggjur af því að niðurstaðan í þjóð- aratkvæðagreiðslu á sunnudag, þar sem niðurskurðartillögum var hafn- að, muni leiða til þess að Grikkland hætti evrusamstarfinu. „Ég kaus „nei“ en ég vil að Grikkland verði áfram á evrusvæð- inu,“ sagði 46 ára gamall ritari á lög- fræðiskrifstofu í Aþenu við AFP- fréttastofuna, sem segir meirihluta landsmanna þessarar skoðunar. Alþjóðlegir fjármálamarkaðir virtust í gær veðja á að samkomulag myndi á endanum nást milli Grikkja og lánardrottna þeirra. Þannig hækk- uðu hlutabréfavísitölur í evrópskum kauphöllum í gær og gengi evrunnar hélst nokkuð stöðugt. Grikkir lögðu fram nýjar tillögur AFP Í Aþenu Kona gengur framhjá kebabvagni í Aþenu. Stefnt er að niðurstöðu um skuldamál Grikkja á sunnudag.  Fallast á flestar kröfur lánardrottna, þar á meðal um skattahækkanir og niðurskurð á eftirlaunum  Áform um rúmlega 13 milljarða evra niðurskurð ríkisútgjalda, jafnvirði 1.920 milljarða króna Skuldavandi Grikkja » Gríska ríkið skuldar 320 milljarða evra, jafnvirði 47.400 milljarða króna. » Grikkir hafa tvívegis feng- ið neyðaraðstoð frá Evrópu- sambandinu og Alþjóðagjald- eyrissjóðnum, samtals 240 milljarða evra. Þá voru 107 milljarða evra skuldir afskrif- aðar árið 2012. » Grikkir hafa nú óskað eftir nýju neyðarláni til þriggja ára. Styðja ESB Grískir stuðningsmenn Evrópusambandsins efndu til mót- mælaaðgerða framan við þinghúsið í miðborg Aþenu í gær. Ung kona, sem slasaðist alvarlega í bílslysi í Skotlandi, lá í bílnum í þrjá sólarhringa við hlið unnusta síns, sem lést í slysinu. Lögregla fékk til- kynningu um slysið en tilkynning- unni var af einhverjum ástæðum ekki sinnt. Konan, sem heitir Lam- ara Bell og er 25 ára, liggur á sjúkrahúsi í öndunarvél og er í lífs- hættu. Bíll, sem hún og unnusti hennar, John Yuill, 28 ára, voru í fór út af hraðbraut skammt frá Stirling í Skotlandi sl. sunnudag en bíllinn fannst ekki fyrr en á miðvikudag. Lögreglan í Skotlandi viður- kenndi í gær, að tilkynning hefði borist á sunnudag um bílflak á engi við veginn. Verið sé að rannsaka hvers vegna ekki var brugðist við þeirri tilkynningu. Sinntu ekki tilkynningu um umferðarslys Morð á 12 ára gamalli norskri stúlku árið 1999 er hugsanlega upplýst. Karlmaður sem var á sínum tíma dæmdur fyrir morðið en síðan sýkn- aður hefur nú verið handtekinn á ný. Kristin Juel Johannessen var 12 ára í ágúst 1999 þegar hún fannst látin skammt frá heimili sínu nálægt Larvik í Noregi. Krufning leiddi í ljós að stúlkan hafði verið kyrkt. Fyrst var 54 ára gamall karlmaður handtekinn og ákærður fyrir morðið en fallið var frá ákærunni skömmu síðar. Í maí árið 2000 var 23 ára gam- all karlmaður frá Sandefjord hand- tekinn í Stokkhólmi þegar hann kom frá Eistlandi. Maðurinn var ákærður og í kjölfarið dæmdur í 12 ára fang- elsi fyrir morðið. Dómnum var áfrýjað en áður en málið var tekið fyrir í áfrýjunardóm- stóli féll ríkissaksóknari Noregs frá ákærunni á grundvelli niðurstöðu DNA-rannsókna á hári sem fannst á morðstaðnum. Þótti ljóst að hárið væri ekki af manninum eins og upp- haflega var talið. Maðurinn var í kjölfarið formlega sýknaður af ákærunni. Hann fékk síðar jafnvirði um átta milljóna íslenskra króna í bætur frá norska ríkinu. En nú hafa verið gerðar nýjar rannsóknir á hárinu og í kjölfarið var maðurinn handtekinn á ný. Gamalt morð- mál að leysast?  Sýknaður maður handtekinn aftur Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flo ttir í fötu m Við seljum frægu buxurnar – frábært úrval

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.