Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 20
FRÉTTASKÝRING
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Icelandair er eina flugfélagið íEvrópu með beint flug tilþeirra ríkja Bandaríkjannasem hafa lögleitt framleiðslu,
sölu og neyslu kannabisefna sam-
kvæmt athugun blaðamanns. Eru
það Alaska, Colorado, Oregon og
Washington-ríki, en hægt er að
fljúga beint til ríkjanna frá Keflavík-
urflugvelli í þotum Icelandair.
Guðjón Arngrímsson, upplýs-
ingafulltrúi Icelandair, kannaðist við
þá staðreynd að Icelandair flygi til
allra ríkja Bandaríkjanna sem hafa
lögleitt kannabisefni. „Það var ein-
hver sem áttaði sig á þessu hérna og
grínaðist með þetta,“ segir Guðjón.
„Um er að ræða svæði þar sem
menntunarstig er nokkuð hátt og al-
mennt frjálslyndi. Portland, Seattle,
Denver: þarna býr frjálslynt og
menntað fólk, sem er oft líka útivist-
arfólk.“
„Bræla jónu eða tvær“
Í það minnsta einn íslenskur
ferðavefur hefur ekki látið beint flug
Icelandair til kannabishöfuðborga
Bandaríkjanna framhjá sér fara.
„Hvernig hljómar að taka inn alla
áhugaverðustu staðina í Denver og
nágrenni og bræla jónu eða tvær í ró-
legheitum svona rétt á meðan ekið er
milli staða?“ Svona hljómar byrjunin
á frétt á ferðasíðunni fararheill.is.
Við lok fréttarinnar er lesendum síð-
an beint inn á leitarvél sem hjálpar
þeim að finna hótelgistingu í Denver,
stærstu borg Colorado-ríkis. Eigandi
síðunnar kveðst ekki vita til þess að
fólk hafi pantað ferðir til Denver í
gegnum síðuna í því skyni að reykja
kannabisefni en hann hefur þó heyrt
fáeinar sögur af Íslendingum sem
hafa farið til Bandaríkjanna til að
neyta kannabisefna.
Colorado og Washington voru
fyrst bandarískra ríkja til að leyfa
framleiðslu, sölu og neyslu kannabis-
efna, árið 2012. Síðan þá hefur
kannabistúrismi í ríkjunum tveimur
sprungið út og skilað milljörðum í
ríkiskassann. Samhliða því starfa nú
fjölmargir í kannabistengdum at-
vinnugreinum og þjónustuaðilar
njóta góðs af ferðamannastraumn-
um.
Einna fremst í kannabisferðum í
Colorado er „420 Tours“. Fyrirtækið
býður m.a. upp á helgarpakka sem
kostar 1.295 bandaríska dollara, eða
175 þúsund krónur. Í pakkanum eru
gestir sóttir á flugvöllinn í Denver í
lúxusbíl, í hverjum kannabisreyk-
ingar eru leyfðar, og eru keyrðir á
fjögurra stjarna kannabisvænt hótel.
Þar bíður þeirra gjafapoki fullur af
kannabistengdum vörum. Næstu
tveimur dögum verður síðan eytt í að
heimsækja ræktendur kannabispl-
antna og smakka úrvalið undir
traustri leiðsögn. Auk þess fara gest-
ir á matreiðslunámskeið þar sem
þeir læra að elda upp úr kannabis-
plöntunni, en sumir vilja frekar inn-
byrða kannabis í gegnum mat en
reyk.
Alkunna er að Íslendingar hafa
farið til Amsterdam, höfuðborgar
Hollands, til að reykja kannabis lög-
lega á kaffihúsum. Borgin, sem hefur
upp á margt að bjóða, hefur laðað
gesti hvaðanæva sem vilja skemmta
sér á kostnað frjálslyndrar fíkniefna-
stefnu Hollands. Sumir íbúar
borgarinnar eru þó ekki sáttir við
kannabistúrismann og vilja þrengja
að kannabiskaffihúsum. Þá er spurn-
ing hvert kannabistúristarnir fara
næst. Ef til vill til Bandaríkjanna,
þar sem þeim er tekið opnum örm-
um.
Kannabistúrismi
skilar milljörðum
Morgunblaðið/Júlíus
Ræktun Kannabistúrismi er vinsæll í þeim ríkjum Bandaríkjanna sem
hafa lögleitt kannabisefni. Icelandair flýgur til allra þeirra ríkja.
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
LandsbankiÍslandshefur boð-
að að senn hefjist
framkvæmdir við
nýjar höfuð-
stöðvar bankans á lóð við
hafnarbakkann, í gömlu Aust-
urhöfninni.
Að sögn forráðamanna
bankans gætu framkvæmdir
við bygginguna hafist í lok
næsta árs eða byrjun ársins
2017.
Þarna verður augljóslega
um myndarlegt framtak að
ræða, en gert er ráð fyrir að
heildarstærð byggingarinnar
verði 16.500 fermetrar.
Á fyrri stigum málsins hafa
verið gerðar nokkrar
athugasemdir við þessi áform
bankans.
Steinþór Pálsson, banka-
stjóri Landsbankans, færir á
hinn bóginn fram sannfærandi
rök fyrir þessari ákvörðun.
Samkvæmt þeim er um hag-
felldan kost fyrir bankann að
ræða, enda skilar fjárfestingin
sér til baka á tiltölulega
skömmum tíma.
Bankastarfsemi hefur gjör-
breyst á fáeinum árum hér á
landi sem annars staðar og
viðskiptavinir bankanna
stunda nú drýgstan hluta
samskipta sinna við þá án þess
að mæta persónulega í bank-
ann sinn.
Segja má að banki og við-
skiptavinir hans séu núorðið í
eins konar viðskiptalegri fjar-
búð. Í þessu felst mikið hag-
ræði, þótt nokkurs söknuðar
gæti við þennan samdrátt í
mannlegum samskiptum.
Þrátt fyrir þess-
ar breytingar fer
ekki á milli mála
að öflugur hópur
fólks verður við
störf í höfuð-
stöðvum bankans. Bygging
Landsbankans í miðbænum er
til þess fallin að styrkja hann
til frambúðar, en aðrir bankar
hafa flutt úr miðbænum með
starfsemi sína, enda gafst
þeim ekki endilega kostur á
hagkvæmum lóðum um þær
mundir.
Ýmsum þótti allt of langt
gengið í framtaki hins opin-
bera, fyrir hönd skattgreið-
enda, þegar ráðist var í gerð
tónlistarmusterisins Hörp-
unnar. Rök sem færð voru
fram í því samhengi áttu full-
an rétt á sér. Byggingin er ris-
in og starfsemi í fullum gangi í
glæsilegum salarkynnum.
Rétt hefur reynst að rekst-
urinn þar yrði aldrei sjálfbær í
fjárhagslegum skilningi.
En það breytir ekki því að
byggingin sem slík er prýðileg
til að sjá og reksturinn er aug-
ljóslega styrkjandi fyrir mið-
bæjarmyndina.
Enn er þó nokkurt sár á
þessu svæði og æskilegt að
það verði fullbyggt sem fyrst.
Ákvörðun forráðamanna
Landsbanka Íslands um bygg-
ingu nýrra höfuðstöðva í
hjarta borgarinnar er með
öðru áfangi á þeirri leið.
Ástæðulaust er að ætla annað
en að bankinn muni vanda til
verka, þótt eðlilegs hófs verði
gætt, og að verkinu muni miða
vel fram. Því er rétt að fagna
ákvörðun hans.
Fleira er jákvætt en
neikvætt við nýja
ákvörðun LÍ}
Nýjar höfuðstöðvar
Hið íslenskaBiblíufélag
var stofnað á
þessum degi fyrir
200 árum. Félagið
hefur allan þann tíma haft
með höndum yfirumsjón með
þýðingum og útgáfu á Biblí-
unni. Þannig hefur félagið séð
til þess að fagnaðarerindið sé
ávallt til á skiljanlegu máli
fyrir Íslendinga og með því
stuðlað að öflugra trúarlífi og
betra mannlífi.
Enginn getur dregið í efa
hin miklu áhrif sem Biblían
hefur haft á Vesturlönd, ekki
aðeins á trúarlíf heldur einnig
á menningu og listir. Enn
fremur hefur íslensk þýðing
Biblíunnar, allt frá dögum
Guðbrands biskups fram til
okkar daga, haft mikil áhrif á
málfar og tungutak á Íslandi.
Þessi tímamót
eru einnig merki-
leg fyrir þeirra
hluta sakir að Hið
íslenska Biblíu-
félag er elsta starfandi félag á
Íslandi, stofnað um það leyti
sem íslensk þjóð var að vakna
úr löngum dvala. Því til merk-
is er sú staðreynd að Hið ís-
lenska bókmenntafélag fagn-
ar sama áfanga á næsta ári,
en bæði þessi félög hafa stuðl-
að að vexti og viðgangi ís-
lenskrar tungu, hvort á sinn
hátt.
Hið íslenska Biblíufélag
hefur því haft margvísleg já-
kvæð áhrif hér á landi og á
þessum tímamótum er full
ástæða til að þakka félaginu
fyrir farsæl störf í gegnum
tíðina og óska því heilla um
langa framtíð.
Hið íslenska Biblíu-
félag 200 ára}Merk saga Það lyftist aldeilis brúnin á áhuga-mönnum um íslenska sögu ogfornfræði þegar Morgunblaðiðflutti þá forsíðufrétt á miðviku-daginn að skáli frá landnámsöld
hefði óvænt komið í leitirnar við fornleifa-
rannsókn á horni Lækjargötu og Skólabrúar.
Fornleifafræðingarnir höfðu fengið það verk-
efni að rannsaka rústir torfbæjar sem þarna
stóð á 19. öld, áður en enn eitt miðbæjarhót-
elið rís á lóðinni. Torfbærinn, sem hét Lækj-
arkot, er sögufrægur fyrir að hafa hlotið
heimsókn sjálfs Kristjáns IX. konungs Dan-
merkur, en hann rak þar inn nefið óboðinn og
fyrirvaralaust í Íslandsheimsókninni 1874. Má
segja að sú heimsókn hafi verið ígildi Danne-
brog-orðu fyrir heimilisfólkið, fátækt alþýðu-
fólk, og voru betri borgarar bæjarins sem
enga heimsókn fengu sannarlega ekki hressir með kóng
sinn þann daginn.
En undir Lækjarkoti leyndust eldri minjar sem menn
höfðu ekki átt von á enda engar sagnir um þær eða rit-
aðar heimildir. Þarna virðast vera rústir veglegs skála
með langeldi sem sagt er að sé örugglega frá fyrstu öld-
um byggðar í landinu. Hann gæti jafnvel hafa verið hí-
býli fyrstu eða annarrar kynslóðar landnámsmanna.
Forngripir sem fundist hafa í rústinni og við hana stað-
festa að æði langt er um liðið síðan menn reistu þennan
skála. En uppgreftrinum er ekki lokið og öll úrvinnsla
gagna og nákvæmari aldursgreining er eftir. Þess vegna
er heldur snemmt að fara að skrafa um Ingólf
og Hallveigu Fróðadóttur í þessu sambandi,
þótt vissulega sé hún góð og þjóðleg sú hefð
að fletta upp í Íslendingasögunum og Land-
námabók þegar fornleifar skjóta óvænt upp
kollinum.
Mér skilst að fornleifafræðingarnir hafi
fengið þau fyrirmæli að hraða vinnu sinni
sem mest, mæla upp staðinn og taka þá forn-
gripi með sér á brott sem skoða þurfi frekar
og varðveita. Heill vinnuflokkur verkamanna
og iðnaðarmanna sé tilbúinn að hefjast handa
um hótelbygginguna strax og fornleifafræð-
ingarnir verði farnir á braut.
Frá mínum bæjardyrum séð er málið ekki
svona einfalt. Ef í ljós kemur við frekari
rannsókn að þarna eru leifar um mannvist frá
landnámsöld finnst mér óverjandi að moka
yfir rústirnar og reisa ofan á þær steinsteypt mannvirki
eins og stefnt er að. Miklu nær er að þessi lóð verði þá,
að hluta til að minnsta kosti, frátekin sem minjastaður
þar sem almenningur og ferðafólk getur fræðst um elstu
sögu okkar. Merkilegar rústir bæjar frá landnámstíma
eru reyndar til sýnis í hótelkjallaranum við Aðalstræti,
en þarna væri viðbót sem minjavarslan og ferðaþjón-
ustan gætu nýtt sér. Með samtengingu þessara tveggja
minjastaða væri hægt að skapa mjög áhugaverða sýn-
ingu. Leyfi ég mér að vona að borgaryfirvöld og Minja-
stofnun íhugi þetta áður en flanað er að óafturkræfum
stórframkvæmdum á lóðinni. gudmundur@mbl.is
Guðmundur
Magnússon
Pistill
Minjastaður fyrir almenning
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Neysla kannabisefna er ennþá
bönnuð á Íslandi og því má
telja afar ólíklegt að útlend-
ingar komi hingað gagngert til
að neyta kannabisefna, sér-
staklega þegar fjölmörg lönd
nálægt Íslandi hafa tekið upp
frjálslyndari stefnu í fíkniefna-
málum, þar sem neytendur
fíkniefna eru ekki sóttir til
saka fyrir vörslu neyslu-
skammta.
Þó er sérstök þjónusta boðin
fyrir ferðamenn á leið til Ís-
lands sem vilja neyta kannabis-
efna. Facebook-síðan „Iceland
Weed“ býður upp á að ferða-
menn leggi inn pöntun fyrir
kannabisi og fái efnin jafnvel
afhent við komu á Keflavík-
urflugvelli. Ferðalöngum er lof-
að svari innan dags, leggi þeir
inn pöntun eða fyrirspurn.
Fá jónurnar á
flugvellinum
FERÐAMENN Á ÍSLANDI