Morgunblaðið - 10.07.2015, Síða 24

Morgunblaðið - 10.07.2015, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015 ✝ Herborg HuldaSímonardóttir fæddist í Hafn- arfirði 21. júní 1932. Hún lést á deild E12 á Land- spítalanum 3. júlí 2015. Foreldrar henn- ar voru Símon Jó- hannsson sjómaður og Guðrún María Guðmundsdóttir húsmóðir, eina alsystkini Huldu var Jón Kristján Símonarson, f. 1930, en samfeðra systkini voru Jóhann Rósinkrans Símonarson, f. 1933, d. 2013, Svavar Sím- onarson, f. 1937, Leifur Albert Símonarson, f. 1941, og Hörður Sævar Símonarson, f. 1942. Seinni eiginmaður Guðrúnar 1950, maki hennar er Elías Kristinsson. Snæbjörn Geir Viggósson, f. 21. janúar 1952, maki hans er Helga Jónasdóttir. Sigurður Valdimar Viggósson, f. 4. maí 1953, maki hans er Anna Jensdóttir. Þorbjörn Her- mann Viggósson, f. 27. janúar 1955, maki hans er Lilja Bald- vinsdóttir. Símon Ólafur Viggósson, f. 23. apríl 1956, maki hans er Birna S. Bene- diktsdóttir. Bjarni Frans Viggósson, f. 8. október 1958, maki hans er Jóhanna G. Þórð- ardóttir. Kristín Viggósdóttir, f. 26. febrúar 1961, maki hennar er Hilmar Jónsson. Barnabörn Huldu eru 27 og eru beinir af- komendur hennar í heildina 72. Hulda bjó síðustu æviár sín á Sólvangsvegi 1 í Hafnarfirði, en vegna heilsubrests flutti hún á Hrafnistu í Hafnarfirði þann 16. júní síðastliðinn. Útför hennar fer fram í dag, 10. júlí 2015, í Hafnar- fjarðarkirkju og hefst athöfnin kl. 13. Maríu var Jón Al- freð Andersen. Áttu þau saman tvö börn, Ágústu Krist- ínu Jónsdóttur, f. 1936, d. 2004, og Emil Inga, f. 1944, lést fjögurra mán- aða gamall. Hulda kvæntist Þorleifi Viggó Ólafssyni þann 2. september 1950 og áttu þau saman sjö börn, en þau slitu samvistum árið 1962. Seinni eig- inmanni sínum, Lofti Jóhann- essyni, kvæntist Hulda 16. júlí 1977 og bjuggu þau saman allt fram að þeim tíma er Loftur lést árið 1985. Börn Huldu og Viggós eru: Ingibjörg Guðrún Viggósdóttir, f. 2. desember Elskuleg tengdamóðir mín er búin að fá hvíldina. Hún var alveg einstök kona. Þegar á móti blés og veikindi voru allsráðandi, var við- horfið alltaf „þetta hlýtur að fara að lagast“. Stutt var í brosið og ótrúlegt hvað hún komst langt á viljastyrknum einum saman, þeg- ar líkaminn var farinn að gefa sig. Samskipti okkar fyrstu árin ein- kenndust af kurteisisheimsókn- um, sérstaklega þar sem við Geir fluttum snemma í okkar búskap á Tálknafjörð og samgöngur ekki eins góðar í þá daga og nú. Eftir því sem árin liðu urðum við nánari og ég fór að meta mannkosti þess- arar yndislegu konu sem hafði reynt svo margt allt frá unga aldri. Við fjölskyldan áttum með henni margar góðar stundir, sérstaklega þegar hún kom og dvaldi hjá okk- ur vikum saman á Tálknafirði. Hún hafði svo þægilega nærveru, var alltaf þakklát fyrir það sem fyrir hana var gert og lítillát. Hennar auður fólst í mannkostum hennar og stóru fjölskyldunni. Börnin sjö hvert öðru heilsteypt- ara og góðir einstaklingar. Það var augsýnilegt hvað þeim öllum og ömmubörnunum þótti vænt um hana. Hulda átti sína sérvisku sem við hlógum oft að en það var bara til að gera lífið með henni skemmtilegra. Hún var þrifaleg með eindæmum, var alltaf að slétta rúmfötin, tíndi ósýnilegt kusk af gólfinu og gekk frá mat- arílátum jafnóðum og var mottóið hennar að vera fín til fara. Hún kíkti alltaf í spegilinn áður en hún fór út úr húsi, hvernig var hárið, var varaliturinn kominn á og sat kápan rétt? Nú þegar leiðir skilur er þakk- læti mér efst í huga. Þakklæti fyr- ir að hafa átt Huldu sem tengda- móður í 38 ár, þakklæti til hennar fyrir að hafa kennt mér svo margt, meðal annars að þrátt fyrir mót- byr er best að líta á björtu hlið- arnar. Þakklæti til þeirra fjöl- skyldumeðlima sem tóku óeigingjarnan þátt í því að gera henni lífið auðveldara síðustu árin. Og þakklæti til hjúkrunarfólks sem annaðist hana á þeim sjúkra- stofnunum sem hún þurfti að dvelja á oft á tíðum. Hvíl í friði, elsku Hulda mín. Helga Jónasdóttir. Tengdamóðir mín, hún Hulda, er látin. Þessi ljúfa og hjartahlýja kona kvaddi okkur á fimmtudags- nótt 2. júlí. Nú verður ekki lengur hægt að stoppa á Sólvangsvegin- um og heyra „Nei, eruð þið kom- in“ og fá hlýtt faðmlag og kossa. Eins að fá þig vestur á Ísafjörð í heimsókn. Hulda kom inn í líf mitt þegar ég kynntist eiginmanni mínum, Bjarna syni Huldu, 1975. Síðan þá hefur hún átt hug minn og hjarta og verið mér sem móðir. Það var alltaf gaman að fá hana í heimsókn því það elskuðu hana stórir sem smáir. Hún var alltaf kölluð amma af öllum börnum sem voru í kring- um okkur, hvort sem það voru vin- ir barnanna minna, systkinabörn eða börn vinafólks. Aldrei hall- mælti hún nokkrum manni og var glöð og spaugsöm þótt lífið hafði ekki alltaf verið henni létt. Hvatti hún börnin mín og alla sem voru í kringum hana. Elsku Hulda mín, þakka þér allar stundirnar sem við áttum saman. Hann Loftur þinn hefur tekið vel á móti þér og umvafið þig kærleika sínum og ást. Takk fyrir að vera fastur punktur í lífi okkar. Við kveðjum þig með sálmi sem þú kenndir börnum mínum og við vit- um að þú ert komin á betri stað. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín tengdadóttir, Jóhanna. Fyrir hálfum mánuði fórum við í bæjarferð, við þurftum að útrétta ýmislegt og enduðum á kaffihús- inu á Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem þú varst nýflutt þangað og núna ertu farin, elsku amma mín, Hulda amma mín. Þú varst alltaf svo góð og þú varst alltaf til stað- ar. Ég gat alltaf talað við þig og við gátum hlegið og spjallað um allt milli himins og jarðar. Þú varst viljasterk kona og þegar á móti blés þá gafstu ekki upp. Þú ert fyrirmynd mín. Þín verður sárt saknað. Við gerðum svo margt saman á meðan þú varst hjá okkur og ég veit að þú ert ekki farin því þú verður alltaf í hjarta mínu, því minningarnar muna lifa áfram. Ég veit að þú ert komin á góðan stað núna og munt fylgjast með okkur þaðan. En amma, ég mun samt ávallt sakna þín og það er undarleg tilfinning að hitta þig ekki í hverri viku og tala við þig í síma þess á milli. Ég er þakklát fyrir að börnin mín fengu að kynn- ast þér. Ég veit að þú fylgist með mér, þú styrkir mig þegar ég á í erfiðleikum því þú verður alltaf hjá mér. Hvíldu í friði amma mín, skilaðu kveðju til allra sem ég þekki og mundu hvað við vorum búnar að tala um og ákveða. Ég mun standa við mín orð og ég mun aldrei gleyma þér og takk fyrir allt og allt, amma mín. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (HJH) Þín Theódóra Skúla- dóttir (Tedda). Komið er að kveðjustund, ég trúi þessu varla, þú sem hefur allt- af stigið upp úr veikindum þínum en í þetta skipti var komið að því að þú gengir áfram veginn til Lofts afa. Ég trúi því samt varla að allar okkar skemmtilegu búð- arferðir verði ekki fleiri og allur brussugangurinn og hláturinn sem var í kringum okkur þegar við örkuðum búð úr búð og skemmt- um okkur og öðrum með vitleys- unni í okkur. Það var alltaf svo gaman að konunnar í búðunum sögðu alltaf við mig, mikið ertu heppin að eiga svona skemmtilega og glaða ömmu, já ég var sko heppin að eiga heimsins skemmti- legustu ömmu sem gerði óspart grín að sjálfri sér og sá alltaf bros- legu hliðina á öllu. Maður hrein- lega lá alltaf í hláturskasti í kring- um þig, amma, þú léttir lífið ekki bara fyrir mig heldur alla með hlátrinum. Þú sagðir mér að lyk- ilinn að lífinu væri að vera jákvæð og glöð og trúa á sjálfa sig. Ég minnist sérstaklega allra spila- stundanna okkar, ég var mjög ung þegar ég fór að spila við þig og þú komst sko inn hjá mér spila æði enda varst þú yfir spiladrottningin og það var mjög erftitt að vinna þig. Þú kenndir mér til dæmis eitt af mínum upphaldsspilum sem að við mamma köllum alltaf Huldu ömmu, en það heitir víst Ótugt og það sem við gátum spilað það, sát- um heilu dagana í eldhúsinu í Móatúninu og spiluðum og mátt- um ekki einu sinni vera að því að borða því það var svo gaman hjá okkur. Ég fékk þann heiður að skot- tast mikið með ykkur Lofti afa, ég gleymi aldrei þegar við afi vorum að ná í þig í eitt af mörgum skipt- um í vinnuna á Lödunni og ég var svo spennt yfir að þú yrðir búin að vinna og það var afi líka því hann var alltaf mættur mjög tímanlega til að ná í þig og ég var svolítið óþolinmóð að bíða en að lokum þá komst þú og afi rauk út úr bílnum og hljóp hálfpartinn að þér og faðmaði þig og kyssti eins og þið hefðuð ekki hist í marga daga, þið voruð alltaf eins og ástarungar. Ferðalögin sem ég fór með ykkur, allar gistingarnar og ísátið og ekki má nú gleyma strætóferðunum hring eftir hring því mér þótti það svo gaman. Allar góðu stundirnar munu lifa með mér alla ævi. Ég elska hvað þú varst alltaf dugleg í höndunum, ég hefði sko viljað erfa það frá þér. Ekki má nú gleyma uppáhaldsveitingastaðnum okkar, KFC, það voru nú ófáar ferðir hjá okkur sem að við fórum saman þangað enda vorum við farnar að grínast með að það liði ekki á löngu þar til að við yrðum farnar að gagga eins og hænur. Ef ég ætti að lýsa þér, amma, í nokkrum orðum þá eru það hlátur, bros, glæsileiki, gleði. Þú passaðir alltaf upp á að öllum liði vel í kringum þig og þú elskaðir að spila það mátti t.d. alls ekki hringja á mánu- dögum því að þá var Eyrún hjá þér og það var heilög spilastund hjá ykkur vinkonunum. Elsku amma, margar minning- ar lifa í hjarta mínu og ég á eftir að sakna þín. Mig langar að þakka þér fyrir allt, án þín væri ég ekki til. Ég var svo heppin að vera skírð í höfuðið á þér og er sko skolt af því að bera nafnið þitt, enda þarf sterkar konur til að bera það. Margt þú hefur misjafnt reynt, mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, gleði bak við tárin. Kær kveðja, elsku amma. Herborg Hulda Símonardóttir. Hulda amma hafði níu líf ef ekki fleiri. Hún var ótrúleg baráttu- kona í öllum þessum veikindum sem hún hafði gengið í gegnum. Það eru ófá símtölin þar sem við vorum látin vita að hún væri orðin svo veik en alltaf á síðustu stundu kom hún öllum á óvart. Læknarn- ir skilja þetta ekki og segja bara að hún hafi verið svo sterk, þrjósk og mikil baráttukona. Komið er að kveðjustund, amma mín. Margar eru minning- arnar og allar eru þær góðar. Ég man svo vel eftir því þegar að ég kom til þín á afmælisdaginn þann 21. júní 2010 og sagði þér að ég væri að verða amma. Þú fylltist stolti og svaraði mér „þá er ég að verða langalangalangaamma“. Þú varst ríkasta amma í heimi. Ömmuhlutverkið er það skemmti- legasta sem við höfum fengið að gera og ég vona að ég geti orðið eins rík og þú einn daginn. Í dag eru langalangalangaömmu-börnin orðin þrjú og ég mun ávallt varð- veita minninguna um þig. Elsku amma mín, nú kveð ég þig með miklum söknuði og þakk- læti fyrir þann tíma sem við áttum saman. Þú verður ávallt geymd í hjarta mínu. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Anna María. Elsku amma. Eina stundina finnst mér þú hafa kvatt okkur of snemma en hina stundina þá veit ég að þinn tími var kominn. Ég veit að þarna hinumegin bíða þín margir, móðir þín sem þú misstir sjálf alltof snemma og þráðir ekkert annað en að hitta hana aftur. Elsku Loft- ur þinn hefur án efa saknað þín sárt og nú fáið þið að sameinast aftur. Elsku amma, þú varst svo sannarlega rík, þú vissir það og varst alltaf þakklát fyrir það. Það var alveg sama hve mörg börn, barnabörn eða barnabarnabörn þú áttir þá hafðir þú alltaf tíma fyrir okkur. Mikið var gott að geta sest hjá þér, að komast úr amstri dagsins. Ég gleymi því aldrei þegar þú komst mér upp á lagið að horfa á Leiðarljós. Það var hápunktur dagsins að setjast niður með þér og horfa á Leiðarljós eða leiðinda- ljós eins og pabbi kallaði það stundum. Eða þegar þú tilkynntir mér hátíðlega að eina reglan í lífinu sem ég þyrfti alltaf að muna væri einföld, alltaf að fara út í hreinum nærfötum, ef ég þyrfti nú skyndi- lega að leggjast inn á sjúkrahús, þá væri nú betra að vera í hreinu setti. Það var svo sannarlega aldr- ei langt í hláturinn og brosið þitt. Þú sagðir mér reglulega frá því hvernig ég kom prjónandi í heim- inn en að ég hefði nú ekki erft handavinnuhæfileikana frá þér. Ég fékk svo margt annað í gjöf frá þér. Þú kenndir mér svo margt um lífið, elsku amma, með sögunum þínum, þú gafst mér skilning á því að heimurinn er ekki klipptur og skorinn. Hvernig þú varst alltaf að dekra við okkur og þér fannst ekk- ert skemmtilegra en þegar ég kom með krakkana mína til þín. Amma, þú kenndir mér að bar- áttuviljinn er það besta sem við eigum og kemur okkur áfram í líf- inu. Elsku amma, þú varst svo sannarlega baráttujaxl, það skipti ekki máli hvað verkefni yfirvaldið setti fyrir þig þú misstir aldrei trúna á guði og þú hélst alltaf áfram að berjast með trúna þér við hlið. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlétst okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima (Halldór Jónsson frá Gili.) Mikið er ég heppin, elsku amma, að þú varst amma mín! Með söknuði kveð ég þig, takk fyr- ir allt sem þú hefur kennt mér, ég veit þú verður ávallt með okkur. Þín Karólína Helga Símonardóttir. Elsku Hulda. Um leið og ég kveð þig og þakka fyrir samferðina hugsa ég til baka og lít yfir þann tíma síðan ég kynntist þér koma upp fjöl- margar minningar og allar kalla þær fram bros. Grallarasvipurinn í augunum á þér, brosið þitt, hlát- urinn, flissið og léttleikinn. Það var alltaf ánægjulegt og gott að vera í kring um þig. Það var þessi blanda af léttleika og hlýju sem einkenndi stundirnar. Við erum að spila á spil saman á Tálknafirði. Þegar líður á spilið til- kynnir þú okkur Bjarna að það sé nánast ekki hægt að spila þetta spil þar sem þú skiljir ekkert út á hvað það gangi. Stuttu seinna skellihlærð þú vegna þess að þú tókst okkur í nefið og vannst stór- sigur. Þú vissir auðvitað alltaf út á hvað spilið gekk. Ég hló mig í svefn þetta kvöld. Við sitjum við borðstofuborðið hjá Helgu og Geir. Helga er með einhvern framandi rétt í boði. Ég fylgist með þér grandskoða það sem hefur lent á diskinum hjá þér og fussa í hljóði áður en þú byrjar að velja úr það sem þér finnst æti- legt. Það kallar fram bros þegar ég minnist þess að þú sást enga ástæðu til að fela það þegar þú plokkaðir af diskinum það sem þér leist ekki á og óafvitandi gafst okkur öðrum tækifæri til að gera slíkt hið sama. Eða þegar þú sagð- ist ekki geta drukkið kaffið þitt úr ákveðnum bollum og vildir frekar hitt vatnið. Fyrir ekki svo löngu hittumst við í einu matarboðinu hjá Helgu og Geir, ég kom víst ekki nægilega fljótt að faðma þig. Þú hafðir orð á því að það tæki nú aldeilis tíma að komast yfir stofugólfið og heilsa. Þetta sagðir þú auðvitað með brosi og með grallaraglampann í augunum. Mér þótti vænt um það. Þó svo að það hafi aldrei verið rætt með berum orðum þá hef ég alltaf skilið hversu djúp vinátta ykkar Bjarna hefur verið og mikil væntumþykja. Mér þótti virkilega vænt um þétta faðmlagið frá þér þegar ég hitti þig í fyrsta skipti. Það sagði mér að hlutirnir þyrftu ekkert endilega að vera sagðir, þeir kæm- ust samt til skila. Nú reikna ég með að þú sért búin að nýta þau níu líf sem þér voru gefin. Mér þætti þó líklegra að þú hefðir ákveðið sjálf að þú ættir fleiri en eitt líf frekar en að vera gefin þau þar sem þú bjóst yfir viljastyrk, krafti og útsjónarsemi og virtist alltaf standa upp aftur eftir veikindi og gerðir svo jafnvel gys að öllu saman. Takk fyrir mjög ánægjulega samferð, elsku besta Hulda, fyrir mér hefur þú verið demantur með húmor. Kæra fjölskylda, ég votta ykk- ur mína samúð. Væntumþykja og virðing, Frímann Sigurðsson. Vináttan er verðmætust eðal- steina, það er það sem hún Hulda mín var svo sannarlega og verður ávallt í hjarta mér. Gulli og perlum að safna sér, sumir endalaust reyna, vita ekki að vináttan er, verðmætust eðalsteina. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina. En viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson.) Við hjónin eigum henni tengda- mömmu margt að þakka, ég kynntist henni fyrst aðeins 15 ára gömul þegar ég heimsótti Símon son hennar, sem var að jafna sig eftir alvarleg veikindi á heimili hennar og Lofts eiginmanns í Heiðargerðinu. Ári síðar eða 1976 voru örlaga- dísirnar komar í spilið hjá okkur hjónum og vorum við Símon meira og minna heimiliskettir hjá þeim, en þá voru þau flutt á Laugaveg 133 og heimili þeirra alltaf opið fyrir okkur. Árin sem Símon son- ur hennar var í Vélskóla Íslands voru okkur ómetanleg,hún aðstoð- aði okkur með frumburðinn okk- ar. Heimili hennar og Lofts í Hraunbænum var bara breytt fyr- ir stelpuna svo hún hefði eitthvað við að vera hjá ömmu og afa, það var sett róla í svefnherbergis- dyrnar, smíðað rúm fyrir litla skottiðog leikföng keypt. Við hjónin fluttum til Selfoss árið 1981 og á ég yndislega minn- ingu þegar hún yngri dóttir okkar vildi koma í heiminn 1984, þá var verkfall hjá ríkisstarfsmönnum, pabbi hennar á sjó og enginn hjá mér í fæðingunni. Það stóð ekki á Huldu, hún tók rútuna austur á Selfoss og stóð vaktina með mömmu þangað til stelpuskottið fæddist. Hulda og mamma voru góðar vinkonur og alltaf komu þau Hulda og Loftur við í kaffisopa hjá foreldrum mín- um á Selfossi þegar þau voru á leið austur að Herjólfsstöðum að heimsækja ættingja Lofts. Þetta sumar var Loftur orðinn veikur og dó 1985, það var Huldu mikill missir. Hulda var hjá mér sumarið 1986 en þá átti ég von á þriðja barni okkar hjóna og tók hún tengdamamma ekki annað í mál en að fljúga vestur og vera hjá mér þar sem bóndinn minn var alltaf á sjó. Það var henni svo mik- ils virði að rétta okkur og öllum hjálparhönd ef hún gat. Hún var líka alveg einstök með það að gæta þess að halda sam- bandi við afkomendur sína og var það skylda allra að heimsækja Huldu ömmu og leyfa henni að fylgjast með stórum sem smáum og mynda tengsl, það var henni af- ar mikilvægt. Hún átti sjö börn og var afkomendahópurinn orðin stór og var hún virkilega stolt af honum. Hulda kom oft í heimsókn vest- ur til okkar hjóna, það var svo gaman að fá hana og alltaf hægt að fá hana til að hlæja með mér og okkur þótti heldur ekkert leiðin- legt að taka í spil, það vita allir sem hana þekkja og ekki má nú gleyma uppáhaldinu okkar, kjúk- lingaveislunum, þær voru margar í eldhúsinu hjá mér. Við hlógum oft að því að við færum að gagga einn daginn. Við hjónin geymum minningu hennar í hjarta okkar, hún var sterk og falleg persóna, og þökk- um fyrir allar góðu stundirnar í gegnum tíðina. Birna. Herborg Hulda Símonardóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.