Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015 ✝ Elísabet Jóns-dóttir fæddist í Þjórsárholti í Gnúp- verjahreppi 6. júlí 1921. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir 2. júlí 2015. Foreldrar henn- ar voru Helga Stef- ánsdóttir, f. á Leir- ubakka Landsveit 30. júní 1876, og Jón Jónsson, f. á Minna- Núpi Gnúpverjahreppi 27. maí 1877. Systkini Elísabetar voru Jón Jónsson, f. 1908, Gísli Jóns- son, f. 1909, Ingibjörg Jónsdóttir, f. 1910, Halldóra Jónsdóttir, f. 1911, maki Haukur Krist- ófersson, Þóra Jónsdóttir, f. 1914, og Margrét Jónsdóttir, f. 1916. Þau eru öll látin. Eiginmaður Elísabetar var Guðmundur Árnason, f. á Skammbeinsstöðum, Holtum, 3. desember 1913, d. 5. júlí 2013. Börn þeirra eru 1. Magnús Grét- Magnús Stefán Sigurðsson, c) Haraldur. 4. Guðbjörg, f. 25. mars 1956, maki Þórarinn V. Sól- mundarson, börn þeirra: a) Sól- rún Þóra, maki Jón Örn Gunn- laugsson, börn: Katla Sól og Thelma Rós, b) Gauti, sambýlis- kona Gróa Sturludóttir, börn: Sólmundur og Æsa. 5. Stefán, f. 14. júní 1962, maki Þórunn Ósk- arsdóttir, börn þeirra: a) Friðrik Þór, b) Stefán Þór, c) Erlín Ósk. Elísabet ólst upp í Þjórsárholti við hefbundin sveitastörf þess tíma og gekk í Ásaskóla í sömu sveit. Hún bjó í foreldrahúsum þar til hún fluttist til Reykjavíkur 1948 og stofnaði heimili með eig- inmanni sínum en þau giftu sig 24.6. 1950. Hún vann ekki utan heimilis fyrr en yngsta barnið var komið á legg en hún vann lengst af við þrif í Laugarnes- skóla en á sumrin í fiskvinnslu á Kirkjusandi. Þau bjuggu lengst af í Sigtúni 23 en síðar í Hraunbæ 103 en hún dvaldi síðast ár á Hjúkrunarheimilinu Eir. Útförin fer fram frá Árbæj- arkirkju í dag, 10. júlí 2015, kl. 13. ar Guðmundsson, f. 28. janúar 1951, maki Herdís Rut Hallgrímsdóttir, börn þeirra: a) Hall- grímur, barn Hall- grímur Loki, b) Ingvar, maki Dag- björt Rúnarsdóttir, barn Sunna Lind, c) Helga Sif, maki Atli Steinn Stefánsson. 2. Árni Þór, f. 25. apríl 1952, maki Bára Jónsdóttir, börn þeirra: a) Ólöf, maki Jón Ragnar Örlygsson, börn: Ragn- heiður og Kristófer Árni, b) El- ísabet, barn Brynjar Bjarmi Hall- dórsson, c) Guðmundur, sambýliskona Berglind Þöll Heimisdóttir, barn óskírður son- ur. 3. Jón Helgi, f. 27. apríl 1955, maki Guðrún Ásbjörnsdóttir, börn þeirra: a) Guðmundur Freyr, sambýliskona Anna Katr- ín Björnsdóttir, barn Freyja Rún. b) Elísabet, sambýlismaður Mamma mín þung voru spor þín síðustu metrana á þessu ferðalagi Vegmóð varstu manst tímana tvenna en brátt léttast spor þín þá geturðu hlaupið á ný á nýju ferðalagi Þú hefur nú fengið langþráða hvíld frá þrautum, mamma mín. Þessir síðustu metrar voru þér þungbærir, að vera ekki sjálf- bjarga um alla hluti fannst þér ekki gott. En „þegar Elli kerling nær í skottið á manni“, eins og þú sagðir, þá er erfitt við það að eiga. Fæt- urnir ónýtir enda búið að nota þá ótæpilega í gegnum tíðina. Hún mundi tímana tvenna, fæddist í torfbæ á fyrrihluta síð- ustu aldar og upplifði allar þær tæknibreytingar sem orðið hafa á þeim tæpu 94 árum sem hún lifði. En hún lést aðeins fjórum dögum fyrir afmælisdaginn sinn. Fyrstu minningar mínar eru í sveitinni hennar mömmu, þangað sem hún bar alla tíð sterkar taugar. Þangað fór hún öll sumur með okkur systk- inin á meðan við vorum lítil eins og títt var um húsmæður þess tíma. Einn daginn er við systkinin sát- um við sjúkrabeð hennar og vorum eitthvað að tala um Þjórsá, þá kviknaði athyglin strax og hún brosti og sagði „já hún Þjórsá“. En á hennar fæðingarstað í Þjórsár- holti, var lögferja og var áin því henni og allri fjölskyldunni mjög hugleikin. Því allt þeirra líf snerist um það hvort áin væri fær og hvort það væru einhverjir sem þyrftu að komast yfir hana þann daginn. Alltaf var stokkið af stað, báturinn settur út og róið yfir, ef einhver þurfti á að halda. Yfirleitt voru það karlmennirnir á bænum sem sáu um að róa en systurnar komu þó að því á einn eða annan hátt. Oft sagði hún mér söguna af því þegar þær systur, hún og Þóra, reru saman yfir ána til að sækja farþega. En enginn karlmanna var heima við og þótti þetta mikið glæfraspil af sumum, en þeim þótti þetta heil- mikið afrek sem þær voru stoltar af. Í mörg ár eftir að ferjan hafði verið aflögð spurði hún „hvernig áin hafi verið“ þegar ég kom heim úr sveitinni eftir sumardvölina. Mamma og pabbi giftu sig 24. júní árið 1950 en pabbi lést fyrir tveimur árum, 95 ára gamall og vantaði aðeins fimm mánuði í að ná 100 árum. Það var erfitt fyrir hana þó svo að hann hafi verið orðinn mjög veikur að standa allt í einu ein eftir. Heimilið hafði alltaf verið mannmargt og gestkvæmt þannig að þetta var mikil breyting. Það liðu þó ekki nema rétt tæp tvö ár frá því að pabbi dó þar til hún kvaddi þennan heim. Ég trúi því að það hafi verið tek- ið vel á móti þér, mamma mín, en þig var búið að dreyma í nokkurn tíma að systur þínar væru í óðaönn að undirbúa komu þína. Ég ætla að enda þetta á versinu sem þú og pabbi fóruð svo oft með fyrir okk- ur systkinin Nú legg ég augun aftur, ó, guð þinn náðar kraftur mín veri vörn í nótt Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Takk fyrir allt og hvíl í friði, mamma mín. Þín dóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir. Nú hefur tengdamóðir mín El- ísabet Jónsdóttir frá Þjórsárholti fengið hvíldina. Margs er að minnast þegar leiðir nú skilur og litið er til baka. Ég minnist henn- ar sem einstaklega elskulegrar al- þýðukonu þar sem stutt var í glens og gleði og fyrir einlæga vinsemd og væntumþykju. Iðju- söm dugnaðarkona sem ætíð hafði næg verkefni, prjónaði heil ósköp, sokka, vettlinga og peysur á alla fjölskyldumeðlimi og fleiri, sinnti margvíslegu handverki enda list- feng. Hún var af þeirri kynslóð Ís- lendinga þar sem sparnaður, nægjusemi og nýtni var fólki í blóð borin, en samt einkenndust móttökur ævinlega af miklum rausnarskap. Held að við fjöl- skyldan höfum aldrei verið kvödd öðru vísi en með eitthvert góðgæti handa börnunum og nytjagjöfum. Það eru rétt um 40 ár síðan ég tengdist fjölskyldunni, þegar ég kynntist einu dóttur þeirra Elísa- betar og Guðmundar, sem lést fyrir 2 árum. Strax gekk ég þar um garð eins og einn af fjölskyld- unni, engir voru þar fyrirvararnir. Hjartahlýja og elskusemi ein- kenndu okkar samskipti frá upp- hafi og hefur aldrei borið þar á neinn skugga. Heimsóknir okkar hjóna til Reykjavíkur voru oft á tíðum stopular, við búandi norður á Sauðárkróki. Það var ævinlega mikil eftirvænting hjá börnunum að fá að heimsækja afa og ömmu og helst fá að gista. Þau voru strax umvafin miklum kærleik. Eftirvæntingin var eflaust gagn- kvæm því ævinlega var beðið við gluggann og horft eftir væntan- legum gestkomendum. Þá voru ekki farsímar til að láta vita af hvernig miðaði. Kæra tengdamamma, nú hefur þú fengið kallið eftir langa og við- burðaríka ævi. Megi þú hvíla í friði og hafðu þökk fyrir allt. Nú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún.) Blessuð sé minning þín. Þórarinn Sólmundarson. Þegar ég kom í heimsókn til væntanlegra tengdaforeldra minna í fyrsta sinn, árið 1980 óraði mig ekki fyrir því hvílík gæfa væri yfir mér. Frá fyrsta degi var ég umvafin hlýju og kærleika og þannig var það alla tíð. Það hefur sjálfsagt ekki spillt fyrir að ég var ættuð úr Gnúpverjahreppnum eins og Beta og hún þekkti fólkið mitt svo miklu meira en mig óraði fyrir. Strax frá upphafi gátum við rætt saman um sveitina, bæði fólk og bæi. Það tengdi okkur strax sterkum böndum. Hún gat frætt mig um svo margt sem ég vissi ekki áður. Í gegnum árin sátum við oft og ræddum liðna tíð. Það var svo gott að leita til hennar og geta spurt um ótrúlegustu hluti. Ég fann glöggt hve vænt henni þótti um sveitina sína. Sögurnar hennar rímuðu svo vel við þær sem ég hafði alist upp við. Dálæti hennar á sr. Valdimari Briem, sem hún kunni margar sögur af, passaði svo vel við það sem ég hafði heyrt hjá mínu fólki. Hún kunni að meta það að langamma var að kenna mér sálm eftir hann rétt áður en hún lést. Sagðist reyndar ekki vera hissa á því. Beta var yngst systkinanna frá Þjórsárholti, fædd árið 1921. Þar var síðasta lögferja á Íslandi og faðir hennar ferjumaðurinn. Ferj- an litaði mjög lífið þar á bæ enda kunni hún margar sögur af fólki sem kom til að fá sig flutt yfir Þjórsá. Hugur hennar var enda oft við ána og sveitina. Þegar við kynntumst var ég í handavinnudeild Kennaraháskól- ans. Hún fylgdist vel með því hvað ég var að læra, sérstaklega handa- vinnunni, enda mikil handavinnu- kona. Alla tíð lét hún sér annt um að okkur liði vel og gerði allt hvað hún gat til að létta undir með okk- ur. Ekki voru þau efnuð í þeim skilningi en alltaf gat hún komið með nýja ástarpunga, jólakökur eða annað gott með kaffinu, boðið okkur í mat eða annað sem henni hugkvæmdist. Þegar Guðmundur Freyr, elsta barnið okkar Jónsa fæddist, voru þau óþreytandi á að snúast í kringum hann. Hann var eina barnabarnið þeirra sem var í bænum á þeim tíma. Hann var að- eins þriggja mánaða þegar ég fór í framhaldsnám og hann var í gæslu hjá ömmu Betu og afa Mumma. Hann lifði eins og blómi í eggi og ég vissi að hann gæti ekki verið á betri stað. Gleði þeirra var ekki heldur lítil þegar tvíburarnir okkar fæddust. „Elísabet og Har- aldur, ekki farið út úr sveitinni í leit að nöfnum á þau,“ sagði hún, kannski örlítið rauðeygð. Beta var einstaklega ljúf og blíð kona, lagði ekki illt til nokkurs manns en alltaf fús að létta undir með samferðafólki sínu og þakklát þeim sem lögðu henni gott til. Þannig hafði hún á orði fyrir að- eins örfáum dögum: „Jónsi minn, þú verður að gera eitthvað fyrir fólkið sem stjanar við mig hérna.“ Þannig var hún Beta mín. Það var gæfa að eignast hana sem tengda- móður og ekki síður sem vinkonu. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Ásbjörnsdóttir. Já, mín gamla, nú ertu laus þrautunum frá, eins og stendur í ljóðinu, þú ert einstök kona Elísa- bet. Ég var ekki nema 16 ára þegar ég kom inn í þína fjölskyldu og mér var tekið opnum örmum eins og ég væri eitt af þínum eigin börnum, jú, ég var með og giftist síðar þín- um yngsta syni, Stebba, sem var þér svo kær og skyldi engan undra. Árin liðu og við giftumst og eignuðumst börnin Friðrik Þór, Stefán Þór og Erlínu Ósk, börnin okkar Stebba voru umvafin ást og umhyggju ömmu Betu og afa Mumma sem þeim þótti afar vænt um, þau muna eftir þér öll á sinn hátt. Friðrik og Stefán tala oft um það þegar þú varst að baka og þeir máttu gera sér bílabrautir í eld- húsinu hjá þér úr hveiti, þeir máttu það ekki heima en hjá ömmu Betu mátti vera í bílaleik þegar hún var að baka og gera brautir úr þessu „hvíta“ sem amma Beta notaði í kökurnar, þetta var í Sigtúninu og þeir tala oft um þetta. Erlín talar mikið um rólegheitin sem voru í kringum þig og að það hefði verið svo gott að kúra hjá þér. Já, elsku Beta mín, eftir að við Stebbi fluttum í Kópavoginn og ég var dagmamma um skeið, þá kom- uð þið afi Mummi oft við með „ást- arpunga“ eða pönnukökur til að gefa börnunum eitthvað gott í kaffinu sem þú varst nýbúin að baka. Þið elskuðuð að vera með og fylgjast með krökkunum sem þið þekktuð ekkert. Þvílík lukka að vera meðtekin í þvílíka fjölskyldu sem lætur sig allt og alla varða. Síðustu vikurnar eru búnar að vera þér erfiðar en alltaf var stutt í gleðina hjá þér, þegar ég sat hjá þér um morguninn – daginn sem þú kvaddir – varstu ekki veikari en það að þú gerðir grín að því að hafa sko ekki nennt á lappir og værir ekki komin í föt, ég sagði að það væri nú í lagi að vera latur af og til og þú skelltir svo innilega uppúr og hlóst dátt. Margar svona minning- ar á ég um þig og ætla að geyma þær vel. Elsku Beta mín – ég fæ aldrei þakkað nóg það sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu sem og alla aðra sem að mér hafa stað- ið. Ég verð þér ævinlega þakklát fyrir allt sem þú hefur kennt mér og oft hef ég sagt: Þegar ég verð gömul vil ég verða eins og tengda- móðir mín – jákvæð – alltaf til í allt skemmtilegt – hafa gaman af lífinu og því sem það hefur að gefa – og umfram allt vera öðrum jákvæð og góð fyrirmynd. Elísabet, tengdamamma mín, takk fyrir að vera þú og kenna mér að vera ég. Þín tengdadóttir, Þórunn Óskarsdóttir. Elskuleg amma mín, Elísabet, er fallin frá örfáum dögum fyrir 94 ára afmælið. Árin sem spanna ævi hennar eru mörg og er ég þakklát fyrir þá gæfu að njóta samfylgdar hennar mín æviár. Amma hafði marga góða kosti í sínu fari og hátterni, hún var einstaklega vönduð kona sem ekki fór mikið fyrir. Æskuminningar leita í Sig- tún. Afi var úti í bílskúr og amma í eldhúsinu að finna til með kaffinu. Þau hugsuðu vel um allt sitt nán- asta umhverfi, fallegt heimili með vel hirtan garð sem barnabörnin fengu að hjálpa til við að hirða. Amma átti falleg blóm og afi sá um að klippa hekkið hárslétt. Þau nutu návista barnabarna og fjölskyld- unnar allrar. Ef vel stóð á fékk ég að fara með í Laugarnesskóla, Teigakjör eða skreppa í Blómaval. Það var toppurinn á tilverunni í þá daga. Amma gekk í gegnum tímana tvenna. Hún tók aldrei bílpróf, eitthvað sem ég hef margsinnis velt fyrir mér hvort væri hægt í nútímasamfélagi. Hún var ekki mikið að eltast við tæknina, en fannst gsm-síminn sinn góður eftir að einum slíkum var laumað að henni. Hún var nýtin. Reyndi margsinnis að kenna mér að bryðja ekki brjóstsykurinn, sem hefur reyndar ekki borið árangur enn þann dag í dag. Hún var hand- lagin og nákvæm. Hún málaði á postulín og ritaði skrautskrift langt fram eftir aldri. Hafði bæði sjón og fínhreyfingar til að skila af sér fullkomnu verki, sem ekki á færi allra á níræðisaldri. Sama var uppi á teningnum með sauma- skapinn, allt gert af mikilli ná- kvæmni. Eftir hana liggja ógrynni af handavinnu ýmiskonar. Umhyggjusemi og samkennd einkenndi hennar persónuleika. Hún hafði áhyggjur ef einhver í fjölskyldunni var veikur, hringdi iðulega til að spyrjast fyrir um heilsufar. Ef færð var slæm hafði hún fyrir vana að hringja til að kanna hvort allt hefði gengið að óskum. Hún mundi eftir afmælis- dögum allra í fjölskyldunni og víð- ar og hringdi til að færa hamingju- óskir. Á meðan hún hafði heilsu til lagði hún sitt af mörkum til að tryggja samvistir fjölskyldunnar. Eitt sem hún tók upp á að gera, ut- an hefðbundinna fjölskylduvið- burða var að hóa barnabörnunum saman í kvöldmat. Símtölin voru í styttri kantinum, skilaboðin ein- föld. Það var matur í Hraunbæn- um og nærveru okkar óskað. Við mættum öll sem gátum og höfðu gaman af þessu uppátæki ömmu sem hafði allan daginn undirbúið kvöldmáltíð, þótt símtalið hefði borið þess merki að um hugdettu hefði verið um að ræða. Langömmuhlutverkinu sinnti hún af mikilli alúð sem sonur minn hefur fengið að kynnast. Minning- ar um fyrstu hjólaferð fimm ára snáða með viðkomu í kaffi hjá langömmu og langafa eru hlýjar. Ræktun blóma og matjurta í eld- húsglugganum vakti ávallt mikla lukku og góður vettvangur fyrir yngri og eldri kynslóðina að kynn- ast í gegnum sameiginlegt áhuga- mál. Á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti. Amma hefur skilið eftir djúp spor í hjarta mínu sem verður mér veganesti til framtíð- ar. Við eigum fallega vegferð og kveðjustund sem ég er svo þakklát fyrir að eiga til minningar um mína einstaklega ljúfu og góðu ömmu. Hvíl í friði, elsku amma mín, Elísabet Árnadóttir. Það var gaman að langamma og langafi bjuggu rétt hjá okkur. Þá gat ég hjólað til þeirra og verið með þeim. Man þegar hún gaf mér fræ í mjólkurfernu sem ég fékk að rækta hjá henni. Sumt tók ég með mér heim en annað geymdum við hjá langömmu og hún ræktaði það. Stundum var ég í pössun í Hraunbænum og þá teiknuðum við saman. Langamma kenndi mér að teikna þrívídd, því hún var mjög góð að teikna. Ég naut þess með henni. Hefði ekki getað fengið betri langömmu en þig. Brynjar Bjarmi. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir.) Látin er Elísabet Jónsdóttir tæplega 94 ára. Hún var fædd og uppalin í Þjórsárholti í Árnes- sýslu. Maður hennar var Guð- mundur Árnason frá Skamm- beinsstöðum, Holtahreppi í Rangárvallasýslu. Guðmundur var hálfbróðir móður minnar og ætíð mikill samgangur og vinátta milli heimilanna. Börnin þeirra eru fimm og bera vitni góðum foreldrum. Þau hjón bjuggu mörg ár í Sig- túni 23, en þegar aldur færðist yfir þau fluttu þau í Hraunbæ 103, sem eru íbúðir eldri borgara. Eftir að Beta (en það var hún kölluð) flutti í Hraunbæinn naut hún sín vel í handavinnunni sem þar var kennd. Málaði hún mörg málverk og mikið af postulíni, en það var draumur frá æskuárunum að læra að mála. Beta var einstaklega myndarleg í verkum sínum. Það var yndislegt að enda Reykjavíkurferð hjá Betu í Hraunbænum. Hún var glaðlynd og einstaklega gestrisinn. Að leiðarlokum vil ég þakka góð kynni og hlýju mér sýnda. Börnum og fjölskyldum þeirra sendum við fjölskyldan frá Ár- bakka samúðarkveðjur. Guð blessi minningu þína, kæra vinkona. Guðríður Bjarnadóttir. Elísabet Jónsdóttir Barnungir kynnt- umst við bræður Þóru og manni hennar, Jóhannesi Ó. Guðmundssyni ,framkvæmdastjóra, en þau voru vinafólk foreldra okkar. Við hrif- umst af þessu lífsglaða og skemmtilega fólki sem að talaði eins við börn og fullorðið fólk og voru einstaklega ljúf og góð við krakka eins og okkur. Vinátta Þóru og móður minnar, Ágústu Jóhannsdóttur, spannaði að minnsta kosti sex áratugi. Þær kynntust fyrst sem nágrannakon- ur á Hagamel í Reykjavík, báðar heimavinnandi húsmæður með ung börn. Síðar bjó móðir mín lengi í næsta húsi við Þóru á Mela- braut á Seltjarnarnesi. Þá voru börnin uppkomin og meiri tími til að rækta vinskap og samveru. Þær voru daglegir gestir hvor hjá annarri, auk þess sem þær töluðu oft saman í síma. Þóra var þannig snar hluti tilveru okkar bræðra alla tíð. Ævinlega var ánægjulegt að hitta hana, spjalla við hana um hvaðeina og þjóðmálin ekki síst. Þóra Guðjónsdóttir ✝ Þóra Guðjóns-dóttir fæddist 4. október 1925. Hún lést 14. júní 2015. Útför Þóru fór fram 29. júní 2015. Gott var að njóta samvista við hana sem alltaf voru af- slöppuð og gleðirík enda var Þóra skemmtileg, hlátur- mild, viðræðugóð og tilgerðarlaus. Ævi Þóru sýnist hafa verið einmitt þannig. Afslöppuð af því hún gerði sér enga rellu yfir smá- munum og gleðirík af því hún bjó við mikla hamingju í lífi sínu. Hún átti miklu láni að fagna, eignaðist frábæran mann og fjögur börn sem bera vitni mannkostum for- eldra sinna. Aldrei voru þau kölluð annað en gælunöfnunum Lillem- ann, Gandi, Gósí og Lotta. Þá eru ótalin tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn sem veittu auk- inni hamingju í líf hennar. Jóhann- es féll frá langt um aldur fram en Þóra stóð þétt við hlið hans í veik- indum hans. Ég kveð Þóru með virðingu og þakklæti fyrir áratuga vinsemd og hlýju í minn garð og fjölskyldunn- ar. Ég þakka vináttu Þóru og mömmu sem aldrei bar skugga á og flyt fyrir hönd okkar bræðra börnum hennar og öðrum ástvin- um innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Þóru Guðjóns- dóttur. Ólafur Ísleifsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.