Morgunblaðið - 10.07.2015, Side 30

Morgunblaðið - 10.07.2015, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015 ✝ Guðrún Sig-urbjörnsdóttir var fædd á Björg- um í S-Þing. 8. júní 1927. Hún lést á Hlíð, dvalarheimili aldraðra, á Akur- eyri 26. júní 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Björg Grímhildur Sigurðardóttir, f. 5.9. 1900 á Jökulsá á Flateyjardal, d. 8.4. 1971 og Sigurbjörn Jónsson, fæddur 26.11. 1895 á Björgum, d. 17.10. 1975. Systkini Guðrúnar: 1) Hlöðver Þórður Hlöðversson, f. 8.10. 1923, d. 27.11. 1993. 2) Sig- urbjörn Grímur Sigurbjörnsson, f. 4.2. 1926, d. 16.10. 1989. 3) Sigurður Hrólfur Sigurbjörns- son, f. 7.4. 1929, d. 13.10. 1992. 4) Lovísa Emilía Sigurbjörns- dóttir, f. 19.1. 1932. 5) Ásgerður Sigurbjörnsdóttir, f. 17.5. 1936, d. 1.6. 2010. 6) Jón Sigurbjörns- son, f. 12.9. 1944. Guðrún giftist 31.12. 1953 Brynjólfi Braga Jónssyni leigubílstjóra, f. 4.8. 1916 á Hólum í Eyjaf., d. 29.3. 1997. Foreldrar hans voru: Jón Siggeirsson, f. 1884, d. 1963 og Geirlaug Jónsdóttir, f. 1898, d. 1985. Börn Guðrúnar og Brynj- dóttir, f. 18.5. 1965 á Akureyri. Maki: Þorvaldur Ísleifur Þor- valdsson, f. 31.7. 1958. Börn þeirra: a) Almar, f. 17.4. 1988, b) Atli, f. 14.7. 1992 og c) Andrea, f. 11.6. 2002. Dóttir Þorvaldar er d) Svandís, f. 25.1. 1978. Barnabarnabörn Guðrúnar eru 15. Guðrún ólst upp á Björgum. Hún gekk í barnaskóla, sem þá var farskóli með einum kenn- ara, síðan fór hún í Alþýðuskól- ann á Laugum í eitt ár og eftir það í Húsmæðraskólann á Laug- um. Árið 1950 fór Guðrún að vinna í fataverksmiðjunni Heklu á Akureyri við karlmannafata- saum hvar hún starfaði þar til fyrsta dóttirin fæddist árið 1954. Guðrún helgaði sig heimili og börnum fram til ársins 1967 þegar hún hóf störf við ræst- ingar í Menntaskólanum á Ak- ureyri. Þar vann hún í nær tvo áratugi. Eftir það bar hún út Morgunblaðið til ársins 2005. Reynslan á saumastofunni nýtt- ist Guðrúnu vel því ávallt saum- aði hún á alla fjölskylduna og margir leituðu til hennar með saumaverkefni bæði stór og smá allt fram á síðasta ár. Guðrún og Brynjólfur bjuggu lengst af í Byggðavegi 90 og síðar í Vana- byggð 3. Hjá þeim var alla tíð mjög gestkvæmt og margir bjuggu hjá þeim í lengri eða skemmri tíma. Útför Guðrúnar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, föstu- daginn 10. júlí 2015, kl. 13.30. ólfs: 1) Björg, f. 9.10. 1954 á Ak- ureyri. Maki Árni Sigurðsson f. 2.12. 1956. Börn hennar: a) Bragi, f. 28.1. 1972, faðir Guð- mundur Bald- ursson f. 24.5. 1954. Maki Braga: Ólöf María Vilmund- ardóttir, f. 5.12. 1981. b) Rúna, f. 24.10. 1980. Maki: Steinþór Traustason, f. 15.9. 1981. c) Hrólfur, f. 21.2. 1992. Unnusta: Auður Eva Jónsdóttir, f. 20.2. 1992. Faðir Rúnu og Hrólfs er Ásmundur Jón Jónsson f. 23.1. 1955. Dóttir Ásmundar og stjúp- dóttir Bjargar er d) Elísabet, f. 29.3. 1977. Maki: Sævar Þór Ólafsson, f. 28.7. 1974. 2) Geir- laug María, f. 29.11. 1955 á Ak- ureyri. Maki: Arnór Arnórsson, f. 25.3. 1954. 3) Sigrún, f. 22.7. 1959 á Akureyri. Maki: Ásgrím- ur Þór Benjamínsson, f. 19.2. 1956. Börn þeirra: a) Margrét Þórhildur, f. 13.11. 1981. Maki: Steinþór Aðalsteinn Stein- grímsson, f. 13.4. 1979. b) Jón Þór, f. 25.11. 1985. Maki: Guð- rún Lilja Aradóttir Fossdal, f. 16.3. 1993. 4) Hrefna Brynjólfs- Á sólríkum degi skyggir yfir, elsku amma Rúna hefur kvatt þennan heim. Allt verður óraun- verulegt og minningabrotin streyma fram. Mínar fyrstu minningar eru af Byggðaveginum hjá ömmu Rúnu og afa Binna. Kleinulykt, laugardagsgrautur, staflar af ást og afbrot sem hægt var að stelast til að liggja yfir á unglingsárunum. Heimavist MA með ömmu árla morguns í myrkr- inu, ævintýralegt í huga fimm ára skottu. Háir skaflar og djúp fót- spor í snjónum örkuð við að bera út Moggann. Amma var handavinnukona fram í fingurgóma og var snilling- ur við saumavélina. Hún var dugnaðarforkur og höfðingi heim að sækja og það klikkaði ekki að á borðum hennar væru kræsingar. Hún var líka einstaklega góð manneskja, traust og með svo hlýja nærveru. Ömmu var svo auðvelt að elska og kynslóðir ömmubarna hændust að henni, annað var bara ekki hægt. Með árum og börnum hefur ferðum norður fækkað enn alltaf var jafn gott að koma og fá kaffi- tár í Vanabyggðinni hjá ömmu. Þegar hugurinn reikar til baka hvernig amma var að þá var hún alveg laus við allt sem heitir hroki eða hleypidómar. Ég minnist ein- faldlega ekki að hún hafi haft þörf til að hallmæla fólki að óþörfu. Þannig var hún bara. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður, kyssa blómið, hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá mér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist aldrei það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson.) Með söknuði kveðjum við. Þér munum við aldrei gleyma, elsku amma, faðminum þínum, hlýjum og fallegu brúnu augunum þínum. Minningin lifir í hjarta okkar Elísabet (Lísa) og fjölskylda. Elsku amma. Mér finnst sú staðreynd að þú sért farin frá okk- ur ótrúleg. Amma mín, kletturinn sem aldrei kvartaði. Það var aldrei neitt að. Það sagðir þú fram á síð- ustu stundu. Á svona tímum leitar hugurinn aftur til ómetanlegra minninga, þær eru margar og allar eru þær góðar. Ég man eftir mér sem lítilli stelpu umvafinni hlýju og öryggi í fanginu þínu, þar var svo gott að vera. Í byrjun skólagöngu minnar borðaði ég iðulega hádegismat hjá ykkur afa, þá var oftar en ekki reykt hrossakjöt eða svið og kart- öflur á boðstólum, svo var alltaf eftirréttur. Ég sé þig fyrir mér sitja við saumavélina, undir glugg- anum í Vanabyggðinni, þar sem þú hafðir nægt útsýni út á götu. Þvílíkur saumasnillingur, það var ekkert sem vafðist fyrir þér þar. Þær eru dýrmætar minningarnar um öll jólin okkar saman og þú ævinlega með mesta pakkaflóðið. Svo varst þú alltaf með kaffiboð á gamlárskvöld, það er dagurinn ykkar afa. Síðustu ár hefur graut- urinn í hádeginu á laugardögum verið fastur liður. Þú stóðst og hrærðir í stóra pottinum og borð- aðir síðust, skófirnar með súru slátri – algert lostæti að þínu mati. Aldrei klikkaðir þú þó á nýsoðnu slátri fyrir okkur hin og rúsínun- um fyrir Steinþór. Hvað gerum við nú í hádeginu á laugardögum? Börnunum mínum fannst greini- lega alveg jafn gott og mér að vera hjá þér og ekki hikaðir þú við að lyfta Kára Val upp í fangið aðeins nokkrum dögum áður en þú kvaddir. Það sem þú varst glæsi- leg þann dag, eins og ekkert gæti haggað þér. Þessar minningar eru að mestu hljóðlátar því hvorki talaðir þú hátt né mikið. En í stað orðanna er sterk tilfinning um mikla hlýju og traust sem alla tíð laðaði að sér bæði unga sem aldna. Allar vin- konurnar sem leituðu til þín í spjall, spil eða með eitthvað til að sauma. Ættingjana sem heimsóttu reglulega og börnin sem skriðu upp í fangið á þér eins og ég gerði sjálf fyrir rúmum 30 árum. Þessar minningar eiga sérstakan stað í mínu hjarta og þar mun ég alltaf geyma þær. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig að. Betri fyrirmynd er vart hægt að hugsa sér. Takk fyrir allt, elsku amma. Ég sakna þín sárt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Rúna. Í dag kveðjum við Rúnu mág- konu mína í hinsta sinn. Í rauninni var hún næstum eins og móðir Nonna því hún var svo mikið eldri en hann og hann hafði að hluta til búið hjá henni sem unglingur. Ég man þegar ég hitti hana í fyrsta skipti, þá höfðum við Nonni ný- lega kynnst og fórum saman til Akureyrar þar sem hann bauð mér í leikhús. Þegar við vorum á leið í leikhúsið tilkynnti hann mér að hann hefði boðið systur sinni líka. Mér brá því ég vissi ekkert um hana og því ekki hvernig hún tæki því að sjá mig. Þær áhyggjur voru óþarfar því hún heilsaði bara eins og við hefðum alltaf þekkst. Seinna komst ég að því að þannig var Rúna bara. Það var alveg sama hvenær við komum við virt- umst alltaf hitta vel á. „Ætlið þið ekki að gista?“ og „þið komið í matinn er það ekki?“ var yfirleitt með því fyrsta sem hún sagði þeg- ar hún var búin að knúsa okkur. Við komum jafnvel með gesti með okkur og alltaf bauð hún alla vel- komna með bros á vör. Kaffi og heimabakaðar kökur voru komnar á borðið eftir smá- stund og svo nammiskálin hennar sem var „fyrir þá sem drekka kaffi“ eins og hún sagði. Já, það var gott að heimsækja Rúnu enda höfðum við yfirleitt ekki verið þar lengi án þess að það kæmu gestir. Rúna var mikil fjölskyldumann- eskja og var stofan hjá henni fyllt með fjölskyldumyndum í bland við blómin sem tóku reyndar nokkuð stóran hluta af plássinu. Það verð- ur dálítið skrýtið að koma til Ak- ureyrar án þess að koma fyrst við hjá Rúnu og fá kaffi. Við klukknahljóm, mér hníga tár og minning vaknar mjúk og sár. Um æskustund og ættarband, um ástardraum og tryggðaband. Á hinstu stund við dauðans dóm, ég sofna rótt við hennar hljóm. (Grímur Sigurbjörnsson, Björgum.) Við Nonni vottum dætrum hennar og fjölskyldum þeirra samúð okkar, við vitum að Rúnu verður sárt saknað. Nellý Ragnarsdóttir. Elsku Rúna frænka mín, þá er samferð okkar lokið á þessum stað en hver veit um framhaldið. Ég man ekki annað en að hafa Rúnu frænku í mínu lífi, búandi í þar- næsta húsi öll mín uppvaxtarár. Ég á svo margar góðar minn- ingar, bæði úr æsku og ekki síður á fullorðinsárum, þar sem okkar samband þróaðist í ævilanga vin- áttu þar sem við gátum setið og spjallað um alla heima og geyma og gleymt stund og stað. Ég mun sakna góðrar vinkonu sem alltaf var með bros á vör, svo stutt í gleði og góðvild sem hún hafði ómælt af. Hún var alltaf boðin og búin að aðstoða mig með ýmiskonar saumaskap og var fagmaður á því sviði svo ég naut verulega góðs af því. Ég mun sakna þessara ynd- islega góðu stunda okkar saman og vil þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér og vera samferða þér, elsku frænka og vinkona. Vor hinsti dagur er hniginn af himnum í saltan mar. Sú stund kemur aldrei aftur, sem einu sinni var. (Halldór Kiljan Laxness) Sigurbjörg (Sibba). Guðrún Sigurbjörnsdóttir ✝ RögnvaldurBergsveinsson fæddist í Stykk- ishólmi 23. mars 1931. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Sólvangi í Hafnarfirði 3. júlí 2015. Foreldrar Rögn- valdar voru Berg- sveinn Jónsson, skipstjóri og síðar hafnsögumaður í Stykkishólmi, f. 10. mars 1899 í Bjarneyjum, d. 26. maí 1981 og Vilborg Rögn- valdsdóttir húsmóðir, f. 27. ágúst 1897 á Straumi, Skógar- strönd, d. 19. september 1972. Rögnvaldur var elstur þriggja systkina. Eftirlifandi bróðir hans er Jón Berg- sveinsson, f. 13. ágúst 1936. Systir Rögnvaldar var Ingibjörg Sigríður Bergsveinsdóttir, f. 11. október 1939, d. 6. janúar 1994. Rögnvaldur giftist 15. maí 1954 Fríðu Kristjánsdóttur, f. 20. júní 1932 frá Reykjavík. For- eldrar hennar voru Kristján Sig- urjónsson vélstjóri, f. 30. sept- Rögnvaldur Már, f. 26. apríl 1988, sambýliskona Herdís Har- aldsdóttir, f. 4. júlí 1988, 3) Ingi- björg Fríða, f. 14. maí 1991, unn- usti Sigurður Ingi Einarsson, f. 15. nóvember 1991. Barna- barnabörn Rögnvaldar og Fríðu eru átta. Rögnvaldur og Fríða hófu bú- skap í Barmahlíð 29 í Reykjavík. Fljótlega byggðu þau hús ásamt bróður Fríðu og mágkonu við Nýbýlaveg í Kópavogi þar sem nú heitir Dalbrekka 4 og bjuggu þar til ársins 1965 þegar þau fluttu í Stekkjarflöt 9 í Garða- bæ. Þar bjuggu þau allt til árs- ins 2004 þegar þau fluttu í Strandveg 20 í Garðabæ. Rögnvaldur lauk gagnfræða- prófi frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði árið 1948 og far- mannaprófi frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík 1954. Hann var sjómaður frá unga aldri á fiskiskipum en eftir farmanna- próf varð hann stýrimaður og síðan skipstjóri á farskipum, lengst af hjá Hafskip, eða á ár- unum 1962 til 1985. Eftir það fór Rögnvaldur í nokkra staka túra sem afleysingaskiptjóri á skip- um Nesskipa en starfsferlinum lauk hann sem öryggisvörður í Seðlabanka Íslands. Útför Rögnvaldar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 10. júlí 2015, kl. 15. ember 1905, d. 13. mars 1982, og Sig- ríður Ísleif Ágústs- dóttir húsmóðir, f. 22. mars 1905, d. 16. september 1961. Rögnvaldur og Fríða eignuðust þrjú börn, Ragn- heiði Vilborgu, f. 20. júlí 1954, Reg- ínu, f. 11. nóvember 1958 og Kristján, f. 7. apríl, d. 29. janúar 1974. Maki Ragnheiðar er Hallgrímur Að- alsteinn Viktorsson, f. 13. ágúst 1953. Börn þeirra eru 1) Krist- ján Hjörvar, f. 19. september 1978, maki Guðrún Dóra Brynj- ólfsdóttir, f. 16. september 1975, 2) Hrannar Þór, f. 26. apríl 1982, sambýliskona Heiða Njóla Guð- brandsdóttir, f. 6. maí 1982, 3) Auður, f. 20. júlí 1988, sambýlis- maður Eyjólfur Berg Axelsson, f. 3. nóvember 1984. Maki Reg- ínu er Helgi Már Halldórsson, f. 30. desember 1958. Börn þeirra eru 1) Andri Már, f. 14. febrúar 1981, sambýliskona Gréta Rún Árnadóttir, f. 11. mars 1978, 2) Það var á árunum eftir 1970, sem ég kynntist þeim heiðurs- hjónum Rögnvaldi og Fríðu. Hafði ég þá haft augastað á dóttur þeirra Ragnheiði um skeið sem endaði með hjóna- bandi síðar. Þessi ár voru þeim hjónum og dætrunum erfið vegna alvarlegra veikinda sonar og bróður þeirra, Kristjáns, sem andaðist langt um aldur fram 1974, aðeins 12 ára gamall. Var það öllum mikill harmdauði sem setti mark sitt á líf þeirra um langa tíð. Vegna starfs síns sem skip- stjóri í millilandasiglingum ollu þær fjarverur því að kynni mín og hans urðu minni en ég hefði óskað, en síðar rættist vel úr því. Hann hafði mikinn áhuga á öllu sem varðaði afkomendur hans, sérstaklega þegar barna- börnin uxu úr grasi og hægt var að tala við þau eins og hann orð- aði það stundum. Fylgdist hann vel með því hvað þau tóku sér fyrir hendur í námi og starfi og hvatti þau til allra góðra verka. Hann lagði oft leið sína í Stykkishólm, fæðingarbæ sinn og hafði unun af að hitta þar ættingja og gamla félaga. Spjalla um daginn og veginn, enda áhugasamur og forvitinn um hagi vina og ættingja. Eign- aðist hann þar gott húsnæði ásamt öðrum, sem gerði fjöl- skyldu hans auðvelt með að njóta dvalar þar. Kunnum við vel að meta það framtak hans. Ég þakka Rögnvaldi samleið og góð kynni um langt árabil, hann var traustur og trúr sínum og kom það vel í ljós er veikindi Fríðu urðu til að mikil breyting varð á högum þeirra hjóna. Blessuð sé minning hans. Hallgrímur Viktorsson. Skipstjórinn, Rögnvaldur Bergsveinsson, tók mér með fyrirvara þegar Regína dóttir hans kynnti mig fyrir fjölskyld- unni sem kærastann sinn haust- ið 1979. Það var líka eðlilegt því skylda skipstjórans er að manna sína áhöfn eins vel og honum er unnt hverju sinni og þegar um „fjölskylduskútuna“ er að ræða ber auðvitað að grandskoða allt vel. Greinargóð svör þurfti því við mörgum spurningum kapt- eins og þau dugðu smám saman til þess að á næstu mánuðum varð ég fullgilt efni í tengdason og áhafnarmeðlimur skútunnar sem við höfum siglt saman á lífsins ólgusjó síðan. Í áhöfnina bættust fljótlega barnabörn Rögnvaldar og Fríðu og barna- barnabörnunum hefur fjölgað ört á síðustu árum. Sjómennsku eins og Rögn- valdur stundaði áður fyrr fylgdu langar útiverur, stundum svo mánuðum skipti, og það var á þeim tíma þegar börn þeirra Fríðu voru ung. Því missti hann af því að fylgjast að fullu með uppvexti þeirra og við höfum oft talað um það að þegar barna- börnin voru komin til sögunnar og afi þeirra kominn í land, naut hann þess til hins ýtrasta að fylgjast með þeim þroskast og dafna. Í miðri sorginni undan- farna daga eftir andlát Rögn- valdar hafa hlátursrokur barna- barnanna við tilhugsun um hitt og þetta sem afi brallaði með þeim, bæði létt þeim sorgina en líka gert okkur öllum ljóst hve afi Rögnvaldur og amma Fríða hafa gefið þeim mikið og skemmtilegt minninganesti út í lífið. Rögnvaldur fór ekki áfalla- laust gegnum lífið því þau Fríða upplifðu það sem ekkert foreldri ætti að þurfa að upplifa, að missa barn. Kristján sonur þeirra lést á tólfta aldursári 1974, eftir erfið veikindi um ára- bil. Þessi atburður setti mark sitt á alla fjölskylduna og enginn vafi er á að það hefur verið Rögnvaldi erfitt að þurfa að sinna vinnu sinni fjarri heimili og fjölskyldu drjúgan hluta þessa tímabils. Annað áfall af öðrum toga reið yfir síðla árs 1985 þegar Hafskip hætti starfsemi en þá hafði Rögnvaldur starfað hjá því félagi frá árinu 1962 þegar hann réð sig til þess sem skipstjóri. Endalok Hafskips voru honum þungbær enda hafði hann lagt sál sína og líf í vinnu fyrir félag- ið og tekið þátt í að byggja upp öflugt flutningafyrirtæki með nýjustu tækni. Rögnvaldur bar mikla um- hyggju fyrir sínum, hvort sem það voru gömlu félagarnir hjá Hafskip sem hann gerði sér far um að halda saman í hóp gegn- um árin, eða við í fjölskyldunni sem hann var sívakandi yfir hvað værum að aðhafast og að velferð okkar væri tryggð. Nú hefur skipstjórinn fært sig yfir á aðra skútu og siglt á annað haf. Við hin siglum „fjöl- skylduskútunni“ áfram um lífs- ins haf og minnumst okkar „gamla skipstjóra“ með þakk- læti og virðingu. Guð blessi minningu tengdaföður míns, Rögnvaldar Bergsveinssonar. Helgi Már Halldórsson. Við, litlu snúllurnar hans afa, vorum mikið hjá ömmu og afa á Stekkjarflötinni sem litlar stelp- ur enda voru þau alltaf til staðar fyrir okkur. Afi var duglegur að fá barnabörnin til að hjálpa sér í garðinum, milli þess sem við lékum okkur, og verðlaunaði okkur svo með því að draga harðfisk úr frystinum. Við trítl- uðum svo á eftir honum inn í bíl- skúr þar sem hann barði flakið til áður en smjörið var sett á. Afi var duglegur að hreyfa sig og ganga úti. Hann fór í sund á hverjum degi og hitti fólkið í pottinum, en alltaf seinni partinn, því hann vaknaði aldrei nógu snemma til að mæta í morgunspjallið í pottinum, enda mikill nátthrafn og morgunsvæf- Rögnvaldur Bergsveinsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi langi Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd; þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Fríða Rún, Brynjólfur Róbert og Ragnheiður Helena.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.